Innlent | mbl | 9.6 | 15:20

Málefnasamningur kynntur á Akureyri

Kristján Þór Júlíusson og Hermann Jón Tómasson, oddvitar...

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks kynntu málefnasamning sinn í dag en flokkarnir hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2006-2010. Í málefnasamningnum er m.a. gert ráð fyrir að skattar lækki á fyrirtæki og almenningssamgöngur verða gjaldfrjálsar frá árinu 2007, bæði hjá Strætisvögnum Akureyrar og í Hríseyjarferju. Þá mun Akureyrarbær beita sér fyrir því að vinna við gerð Vaðlaheiðarganga hefjist strax á árinu 2007. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 31.5 | 5:30

Sjálfstæðismenn og Samfylking hefja viðræður á Akureyri

Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar á Akureyri hittust í gærkvöldi ásamt fleirum og ræddu möguleika á myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 29.5 | 5:30

Þriggja flokka meirihluti líklegur á Akureyri

 Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar á...

Líkur virðast töluverðar á því að flokkarnir þrír sem voru í minnihluta í bæjarstjórn Akureyrar síðustu fjögur ár myndi nýjan meirihluta í vikunni. Fari svo verður Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, að öllum líkindum næsti bæjarstjóri. Verði niðurstaðan þessi eru það söguleg pólitísk tíðindi, því meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar hefur aldrei verið myndaður án þátttöku annaðhvort Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 2:18

Skrifað undir viljayfirlýsingu um viðræður á Akureyri

Baldvin H. Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna og Oddur...

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Lista fólksins og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Flokkarnir þrír voru í minnihluta á síðasta kjörtímabili. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 1:49

Viðræður vinstriflokkanna hafnar á Akureyri

 Baldvin H. Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna og Oddur...

Viðræður Samfylkingarinnar, Lista fólksins og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs á Akureyri um myndun nýs meirihluta eru hafnar og samkvæmt upplýsingum mbl.is sitja fulltrúar flokkanna á fundi nú. Samtals fengu flokkarnir sex fulltrúa í bæjarstjórninni en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa 5 fulltrúa.

Innlent | mbl | 28.5 | 1:24

Segir meirihluta til vinstri líklegastan á Akureyri

 Jóhannes Bjarnason, oddviti Framsóknarflokksins, og...

Hermann Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í viðtali við Sjónvarpið nú á öðrum tímanum í nótt, að líklegast væri að þeir flokkar sem áður voru í minnihluta, Samfylking, L-listi og Vinstrihreyfingin-grænt framboð, myndu hefja viðræður um nýjan meirihluta á Akureyri. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 1:11

Meirihlutinn féll á Akureyri

Mynd 305865

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri féll í bæjarstjórnarkosningunum í dag. Hugsanlegt er talið að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefji viðræður um myndun nýs meirihluta þegar í nótt. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 0:42

Samfylkingin íhugar samstarf með Sjálfstæðisflokknum á Akureyri

Hermann Jón Tómasson undirbúinn undir sjónvarpsumræður.

„Okkar markmið er að vinna með sterkum meirihluta," sagði Hermann Jón Tómasson oddviti Samfylkingarinnar í samtali við Ríkissjónvarpið og þegar hann var inntur eftir því hvort hugsanlegt væri að fara í samstarf við sjálfstæðismenn sagði hann „það kemur vel til greina og þess virði að skoða."

Innlent | mbl | 28.5 | 0:08

Fyrstu tölur ákveðin vonbrigði

Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri, segir fyrstu tölur ákveðin vonbrigði. „Ég dreg enga dul á það að mér finnst þetta fremur rýrt," segir hann. Meira

Innlent | mbl | 28.5 | 0:07

Samfylkingin bætir við sig mönnum á Akureyri

Hermann Jón Tómasson er efsti maður á lista hjá Samfylkingunni á Akureyri er ánægður með árangurinn eftir fyrstu tölur og þrjá menn kjörna. „Það er greinilegt á þessu að meirihlutinn fellur og við erum sá minnihlutaflokkur sem bætum mest við okkur og okkur er greinilega treyst til að leiða nýjan meirihluta," sagði Hermann Jón í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Innlent | mbl | 27.5 | 16:41

Kosningarnar hafa gengið áfallalaust fyrir sig á landsbyggðinni

Myndin er tekin á kjörstað í Árborg fyrr í dag.

Um klukkan 16 var kjörsókn í nokkrum af fjölmennustu sveitarfélögunum á landsbyggðinni á milli 30-44%. Samkvæmt tölum frá kjörstjórninni á Ísafirði voru 1.086 búnir að kjósa klukkan 16. Í Reykjanesbæ voru 2.835 búnir á sama tíma. Þá voru 2.203 búnir að kjósa í Árborg. Klukkan 15 voru rétt rúmlega 4.000 búnir að kjósa á Akureyri og í Fjarðabyggð voru 862 búnir að greiða atkvæði. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 11:58

Rúmlega 20% hafa greitt atkvæði á Akureyri

Frá kjörstað í Oddeyrarskóla á Akureyri í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni á Akureyri eru um 2.500 manns búin að kjósa í bænum en nú skömmu fyrir 12 var kjörsókn kominn upp í 20,65%. Að sögn Helga Teits Helgasonar, formanns kjörstjórnar, fór morguninn rólega af stað en svo kom góður kippur á milli klukkan 10 og 11 í dag. Hann segir engin vandamál hafa komið upp og allt stefni í góðan kosningadag. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 9:55

Kristján Þór á kjörstað á Akureyri

Kristján Þór ásamt Guðbjörgu eiginkonu sinni.

Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri og bæjarstjóri, mætti snemma á kjörstað í morgun ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Ringsted. Sex flokkar bjóða sig fram í ár á Akureyri. Kosnir eru 11 bæjarfulltrúar og á kjörskrá eru 12.067 manns.

Innlent | Morgunblaðið | 25.5 | 5:30

Oddvitar allra flokka á Akureyri leggja áherslu á Háskólann

Oddvitar framboðanna sex á Akureyri, fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á laugardaginn, leggja allir mikla áherslu á uppbyggingu Háskólans á Akureyri í tengslum við atvinnumál í bænum. Meira

Innlent | mbl | 24.5 | 16:52

Frambjóðandi Framsóknarflokks segir sig úr flokknum

Stefán Jónsson, málarameistari á Akureyri, sem skipar 8. sætið á lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á laugardaginn, sagði sig í morgun úr Framsóknarfélagi Akureyrar og þar með úr flokknum. Meira

Innlent | mbl | 23.5 | 15:00

Kristján Þór segist stefna á að vera bæjarstjóri næstu fjögur ár

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri hefur sent frá sér tilkynningu þar sem vakin er athygli á afdráttarlausri yfirlýsingu Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra og oddvita flokksins á Akureyri, um að hann stefni á að vera bæjarstjóri á Akureyri næstu fjögur árin og sé ekki að hugsa um að sækjast eftir sæti á Alþingi. Meira

Innlent | mbl | 22.5 | 18:15

Meirihlutinn á Akureyri fallinn samkvæmt könnun

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Bæði Samfylking og Vinstrihreyfingin-grænt framboð bæta við sig miklu fylgi samkvæmt könnuninni. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 20.5 | 5:30

Framfylkingarflokkurinn býður fram til bæjarstjórnar á Akureyri

Hólmar Örn Finnsson, sem skipar 1. Meira

Innlent | mbl | 15.5 | 6:07

Meirihlutinn á Akureyri fellur samkvæmt skoðanakönnun

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar fellur í bæjarstjórnarkosningunum eftir hálfan mánuð samkvæmt skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Er það aðallega vegna fylgistaps Framsóknarflokksins, en fylgi hans mælist 13,5% í könnuninni en var 24,1% í síðustu kosningum. Meira

Innlent | mbl | 11.5 | 12:54

Samfylkingin á Akureyri kynnir kosningastefnuskrá

Frambjóðendur Samfylkingarinnar fóru hringferð um Akureyri...

Samfylkingin á Akureyri kynnti kosningastefnuskrá sína í dag. Er þar m.a. lögð áhersla á að Háskólinn á Akyureyri sé forsenda þróun atvinnulífs á staðnum. Segist flokkurinn muni þrýsta á um, að ríkisvaldið geri vaxtarsamning við háskólann, sem hafi það meginmarkmið að stórefla starfsemina og fjölga nemendum og kennslusviðum skólans í markvissum skrefum á næstu 5-10 árum. Meira

Innlent | mbl | 10.5 | 14:18

VG á Akureyri kynnir stefnuskrá sína

Nokkrir fram bjóðenda VG á Akureyri kynntu stefnuskrána í...

Vinstrihreyfingin-grænt framboð kynnti í dag kosningastefnuskrá sína fyrir sveitarstjórnakosningarnar í maílok. Verður stefnuskráin borin í hvert hús á Akureyri. Meðal stefnumála flokksins er að Akureyrarflugvöllur verði lengdur þannig að beint farþega- og fraktflug til útlanda geti verið með reglubundnum hætti. Meira

Innlent | mbl | 11.4 | 15:16

Breyting gerð á tillögu um Akureyrarvallarsvæðið

Frá Akureyrarvelli

Breyting hefur verið gerð á fyrri tillögu meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrar um skipulag Akureyrarvallarsvæðisins. Nú er lagt til að Akureyrarvallarsvæðið verði tekið undir útivistarsvæði, verslun og þjónustu ásamt íbúðabyggð en fyrri tillaga gerði ekki ráð fyrir verslun á svæðinu en fasteignafélagið Þyrping hefur sótt um að reisa þar verslun. Meira

Innlent | mbl | 18.3 | 13:51

L-listinn á Akureyri birtir framboðslistann sinn

Búið er að ákveða hverjir munu skipa efstu sæti L-listans, lista fólksins, á Akureyri fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þetta er í þriðja sinn sem listinn býður fram á Akureyri. Efsti maður listans er Oddur Helgi Halldórsson. Önnur er Anna Halla Emilsdóttir og Víðir Benediktsson skipar þriðja sætið. Meira

Innlent | mbl | 9.3 | 13:36

Tekjuafgangur Akureyrarbæjar 360 milljónir

Rekstrarniðurstaða samstæðu Akureyrarbæjar var jákvæð á síðasta ári um ríflega 360 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 144,2 milljóna króna hagnaði. Veltufé frá rekstri nemur tæpum 1,7 milljörðum og eignir sveitarfélagsins eru bókfærðar á rúma 22 milljarða króna. Meira

Innlent | mbl | 3.3 | 6:34

Listi sjálfstæðismanna á Akureyri

Innlent | mbl | 18.2 | 23:09

Jóhannes sigraði á Akureyri

Innlent | mbl | 18.2 | 21:53

„Viðunandi staða í hálfleik"