Hersveitir Tyrkja ráðast inn í Sýrland

20:08 Tyrkneski herinn hefur ráðist inn í norðurhluta Sýrlands. Markmiðið er, að sögn Erdogans Tyrklandsforseta, að losna við hersveitir Kúrda af um 30 km löngu landsvæði á mörkum Sýrlands og Tyrklands. Meira »

Þýskaland: Hver eru næstu skref?

18:06 Stór hindrun er úr veginum varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar í Þýskalandi eftir að Jafnaðarmenn samþykktu á fundi sínum í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Meira »

Drullaðu þér aftur upp í tréð

15:50 Cyrille Regis, sem lést á dögunum, og fyrstu svörtu leikmennirnir sem kvað að í ensku knattspyrnunni máttu þola ótrúlegt mótlæti vegna húðlitar síns á áttunda áratugnum. Viðkvæmir eru varaðir við orðbragðinu í þessari grein. Meira »

Jafnaðarmenn til viðræðna við Merkel

15:50 Flokksfundur þýskra jafnaðarmanna kaus í dag með því að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Þetta er skref í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu eftir mánaða þrátefli frá kosningum síðasta haust. Meira »

Sökuð um að hafa beitt nemanda kynferðislegu ofbeldi

14:57 Tæplega þrítugur menntaskólakennari í Bronx-hverfinu í New York var í gær sakaður um að hafa beitt fjórtán ára nemanda kynferðislegu ofbeldi. Meira »

Trump hvetur þingmenn til dáða

14:21 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hvetur þingið til þess að binda endi á lokun bandaríska alríkisins en því var lokað í gær vegna þess að ekki náðist samkomulag um framlengingu á fjárlögum. Meira »

Notuðu lök til að forða sér

13:13 Talibanar lýstu ábyrgð á árásinni á Intercontiental-hótelið í Kabúl í gær en umsátursástand ríkti á hótelinu í hálfan sólarhring. Meira »

Átta ára stúlka myrt á Englandi

10:35 Lögreglan á Englandi hefur handtekið 54 ára gamlan mann eftir að átta ára stúlka var stungin til bana í grennd við Walsall í miðju Englandi. Meira »

Sprengju kastað inn í íbúð

09:47 Enginn særðist þegar sprengju var kastað inn í íbúð í Biskopsgården í Gautaborg í nótt en fjölskyldunni sem býr í íbúðinni hefur verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Sjö voru í íbúðinni. Meira »

Mannskæð átök í Helsingborg

08:39 Einn lést og annar var fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál á götu úti í Helsingborg í gærkvöldi. Mennirnir eru á aldrinum 19 og 24 ára að sögn sænsku lögreglunnar. Meira »

Umsátri um hótel lokið

06:32 Að minnsta kosti sex, fimm Afganar og einn útlendingur, létust þegar vopnaðir menn réðust inn á Intercontinental-hótelið í Kabúl í gær og skutu á gesti og gangandi. Umsátursástand ríkti á hótelinu í tólf tíma. Meira »

11,3 milljónir í sárri neyð

13:37 Sameinuðu þjóðirnar segja að þrjá milljarða bandaríkjadala þurfi til að mæta neyð íbúa Jemen. 11,3 milljónir Jemena þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda til að lifa af, segir í yfirlýsingu frá OCHA, Sam­ræm­ing­ar­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna í mannúðar­mál­um. Meira »

Vonast til þess að hernað taki fljótt af

12:46 Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, segist vonast til þess að hernaði Tyrkja gagnvart kúrdískum skæruliðum í norðurhluta Sýrlands ljúki á stuttum tíma. Hann ræddi við blaðamenn í Bursa-héraði í morgun en tyrkneski herinn hóf loftárásir á svæði undir yfirráðum Kúrda í gær. Meira »

Konur á tímum lýðræðis

10:12 Fleiri hundruð þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngum í Bandaríkjunum í gær og víðar í heiminum en ár er liðið frá því Donald Trump sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Meira »

Þýsk kona dæmd til dauða

09:45 Greint var frá því í morgun að dómstóll í Írak hefði dæmt þýska konu af marokkóskum ættum til dauða. Konan var fundin sek um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Meira »

Hagnast á kvölum annarra

08:08 Sackler-fjölskyldan er ein sú ríkasta í Bandaríkjunum en auðurinn er að mestu til kominn af sölu á lyfinu OxyContin. Lyfi sem á stóran þátt í því að yfir 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti frá 1999. Fjölskylda sem hagnast á kvölum annarra. Meira »

Nærbuxur stela senunni

Í gær, 23:01 Nærbuxur stálu senunni á alþjóðlegri undirfatasýningu í París um helgina þar sem yfir 500 vörumerki sýna vöru sína. Nærbuxur hafa alltaf skipt máli segja fyrirsæturnar en bæta við að nú eru nærbuxurnar hannaðar fyrir konuna sem klæðist þeim, ekki karlinn sem horfir á. Meira »

Almennir borgarar drepnir á hverjum degi

í gær Sýrlenski stjórnarherinn drap sextán almenna borgara í stórskotaárás í Austur-Ghouta í dag. Svæðið hefur verið í herkví stjórnvalda frá árinu 2013 og er talið að íbúar héraðsins, um 400 þúsund talsins, búi við skelfilegar aðstæður þar sem skortur er á lyfjum og mat. Varað er við myndum sem fylgja fréttinni. Meira »

Ákærður fyrir fyrirhugað hryðjuverk

í gær Frönsk yfirvöld ákærðu í dag 33 ára gamlan karlmann sem hafði lýst yfir stuðningi við Ríki íslams í myndskeiði og hafði í hyggju að fremja hryðjuverk í landinu. Meira »

Réðust inn á hótel í Kabúl

í gær Að minnsta kosti fjórir vopnaðir menn réðust inn á Intercontinental-hótelið í Kabúl í kvöld og skutu á gesti og starfsfólk.  Meira »

Notaði skattfé til að þagga niður mál

í gær Þingmaður repúblikana, Patrick Meehan, sem hefur verið í aðalhlutverki í baráttunni gegn kynferðislegri áreitni á þingi, notaði mörg þúsund dollara af skattfé til að semja um kvörtun gegn honum. Fyrrverandi aðstoðarkona Meehan sakaði hann um óviðeigandi kynferðislegar umleitanir í sinn garð. Meira »