Trump ekki við jarðarförina

16:07 Donald Trump Bandaríkjaforseti verður ekki viðstaddur jarðarför Barböru Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, sem fram fer á morgun. Meira »

Skaut samnemanda sinn í ökklann

15:23 Skotárás var gerð í miðskóla í borginni Ocala í Flórída-ríki í Bandaríkjunum í dag þegar nemandi við skólann skaut á samnemanda sinn og særði hann. Árásin átti sér stað þegar nemendur skólans gengu út úr skólabyggingunni til þess að mótmæla byssuofbeldi. Meira »

Karl verði þjóðhöfðingi ríkja Samveldisins

14:40 Karl Bretaprins verður næsti þjóðhöfðingi ríkja Samveldisins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Elísabet Bretadrotting er núverandi þjóðhöfðingi þess en hún hafði lýst því yfir að það væri einlæg von sín að Karl tæki við af henni þegar þar að kæmi. Meira »

Ungabörn fái að koma í þingsalinn

12:33 Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að ungabörnum verði heimilað að vera í þingsalnum. Var þetta gert eftir að Tammy Duckworth, öldungadeildarþingmaður frá Illinois, átti barn nýlega. Nokkrir karlkyns þingmanna af eldri kynslóðinni höfðu þó áhyggjur af að það bryti í bága við „velsæmi“. Meira »

Kona sem myrti tvífara sinn handtekin

11:20 Bandaríska lögreglan hefur handtekið Lois Riess, konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa myrt eiginmann sinn og síðar konu sem líktist henni í því skyni að stela skilríkjum hennar. Meira »

Asperger starfaði með nasistum

11:19 Austurríski barnalæknirinn Hans Asperger starfaði með nasistum og var mjög virkur í starfi þeirra við svo nefnda „líknardrápsáætlun“ sem studdi við hugmyndir þeirra um hreinleika kynþátta. Meira »

Giuliani til starfa fyrir Trump

09:35 Fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, Rudy Giuliani, mun verða hluti af persónulegu lögfræðingateymi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Lögmaður forsetans, Jay Sekulow, greindi frá þessu í gær. Meira »

Lést þegar pétanque-kúla sprakk

08:14 Rúmlega þrítugur Frakki lést í gær eftir að járnkúla, sem er notuð við að spila pétanque, sprakk í útigrilli mannsins í bænum Boulou í Pyrénées-Orientales. Meira »

Tugir slasaðir eftir lestarslys

07:19 Allt að fjörutíu slösuðust þegar tveir lestarvagnar rákust á í austurrísku borginni Salzburg í nótt. Flestir eru með minni háttar áverka. Meira »

Eftirlifendur skotárásar skrifa bók

Í gær, 22:56 Systkini sem lifðu af skotárás í menntaskóla í Flórída í febrúar eru að skrifa bók um baráttuna fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Meira »

Fjöldamorðum í skólum fjölgað hratt

Í gær, 21:29 Fleiri hafa verið drepnir í árásum fjöldamorðingja í bandarískum skólum á síðustu átján árum heldur en alla síðustu öld. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem var birt í tímaritinu Journal of Child and Family Studies. Meira »

3.000 virkar sprengjur í Berlín

10:38 Talið er að enn sé að finna um 3.000 virkar sprengjur í Berlín, höfuðborg Þýskalands, frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar rúmum 70 árum eftir að stríðinu lauk. Slíkar sprengjur hafa reglulega fundist á undanförnum áratugum í borginni og fannst ein slík í morgun í nágrenni aðalbrautastöðvar hennar. Meira »

Með Rússa á heilanum

08:51 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, kvartaði ítrekað undan því við framkvæmdastjóra alríkislögreglunnar (FBI), James Comey, að rannsóknin á afskiptum Rússa héngi eins og óveðursský yfir nýrri stjórn landsins. Meira »

83 ára fangi tekinn af lífi

07:49 Walter Moody, sem var 83 ára gamall, var tekinn af lífi í Alabama í nótt og er þar með elsti fanginn sem hefur verið tekinn af lífi í Bandaríkjunum frá því dauðarefsingar voru teknar upp að nýju. Meira »

Lést í eldsvoða í London

06:54 Kona lést í eldsvoða á heimili fyrir fólk sem glímir við námsörðugleika í London í nótt. Átta íbúum og fjórum starfsmönnum tókst að komast út úr brennandi húsinu áður en slökkvilið kom á vettvang. Meira »

Armstrong nær dómsátt við alríkið

Í gær, 22:02 Hjólreiðakappinn Lance Armstrong samþykkti í dag að greiða bandarísku alríkisstjórninni 5 milljónir dala, eða rúmar 500 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa notað ólögleg lyf til að bæta árangur sinn á sama tíma og hjólreiðalið hans naut fjárstuðnings frá bandarísku póstþjónustunni, USPS. Meira »

Vilja að Diaz-Canel bindi enda á kúgun

Í gær, 20:39 Bandaríkin hafa með semingi viðurkennt nýjan forseta Kúbu. Þau segja að hann hafi öðlast völd á ólýðræðislegan hátt en hvetja hann um leið til að veita almenningi í landinu aukið pólitískt frelsi. Meira »

Kóngurinn breytir nafni Svasílands

Í gær, 18:41 Konungur Svasílands, Mswati III, tilkynnti í gær að hann hygðist breyta nafni ríkisins í „Konungsríki Svasímanna,“ eða upp á ensku „the Kingdom of eSwatini“. eSwatini þýðir „land Svasímanna“ á svatí, öðru opinberu tungumáli ríkisins. Meira »

Ætlar að halda byltingunni áfram

í gær Miguel Diaz-Canel hefur svarið embættiseið sem nýr forseti Kúbu. Hann hét því í ræðu sinni að landið haldi áfram á „byltingarleið“ en einnig hét hann því af efnahagslegar umbætur í landinu muni halda áfram. Meira »

„Íslensk bylting“ í Armeníu

Í gær, 17:41 Fjöldamótmæli gegn armenskum stjórnvöldum hafa nú staðið yfir í sjö daga í höfuðborginni Jerevan og víðar í landinu. Mótmælendur í Jerevan hafa tekið HÚH-ið og kalla mótmælin „íslensku byltinguna“ í gríni. Meira »

Minnast uppreisnarinnar í Varsjá

í gær Árleg minningarathöfn fallina sem tóku þátt í uppreisn gyðinga gegn þjóðverjum í Varsjá árið 1943 var í dag og tóku þúsundir þátt. Forseti Póllands, Andzrej Duda, leiddi athöfnina í dag sem var haldinn við minnisvarða þeirra sem létu lífið Meira »