Mora fellir fimm manns

10:58 Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið eftir að fellibylurinn Mora skall á suðaust­ur­strönd Bangla­dess klukkan sex í morgun. Flestir þeirra létust þegar tré féllu á þau Meira »

Lýsa viðskiptum með börn

10:58 Að minnsta kosti 300 börn eru fórnarlömb barnaníðinga í máli sem norska lögreglan rannsakar. Alls hafa 84 mál verið rannsökuð frá því í janúar 2016 sem tengjast svonefndri Dark Room-aðgerð. Lögreglan hefur komist yfir gögn sem gefa nákvæmar lýsingar á því hvernig er best að bera sig að. Meira »

27 látið lífið í tveimur árásum

09:22 Alls hafa að minnsta kosti 27 manns látið lífið og yfir 100 særst í tveimur sprengjuárásum sem urðu með stuttu millibili í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Fyrri árásin var gerð í ísbúð þar sem 16 manns létu lífið. Í þeirri seinni sprakk bílsprengja á fjölfarinni brú í morgunsárið þar sem 11 manns létu lífið. Meira »

Sakaður um að dreifa klúrum myndum

08:54 Þekktur indónesískur múslimskur predikari er grunaður um aðild að kynlífshneyksli. Hann er sakaður um að hafa sent nektarmyndir af sér til konu með klúrum skilaboðum. Lögreglan í Indlandi nafngreindi Rizieq Shihab nýverið. Meira »

16 létu lífið í ísbúð

08:29 Að minnsta kosti 16 létu lífið og 75 særðust í sjálfsmorðsárás í vinsælli ísbúð í Bagdad, höfuðborg Íraks. Ríki íslams hefur lýst árásinni á hendur sér. Árásinni var beint gegn sjíamúslimum. Meira »

Litla hafmeyjan máluð rauð

07:48 Íbúar Kaupmannahafnar sem voru snemma á ferðinni í morgun ráku upp stór augu þegar Litla hafmeyjan á Löngulínu blasti við rauð á lit. Thomas Tarpgaard, hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, staðfestir þetta við Politiken. Að minnsta kosti að hún sé ekki lengur bronslituð. Meira »

Dæmd fyrir að drekkja börnum sínum

06:48 Móðir var dæmd í rúmlega 26 ára fangelsi í Ástralíu í dag fyrir að hafa ekið bifreið sinni vísvitandi út í stöðuvatn með fjögur börn sín með sér í bifreiðinni. Þrjú barna hennar drukknuðu en eitt komst lífs af. Meira »

Noriega látinn

05:55 Manuel Antonio Noriega, sem tók við völdum í Panama árið 1983 en Bandaríkjaher vék frá völdum árið 1989, lést í Panamaborg í gær. Hann var 83 ára þegar hann lést. Meira »

Verkamannaflokkurinn saxar á fylgi May

Í gær, 23:31 Dregið hefur saman með breska Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun að sögn Reuters-fréttastofunnar. Er fylgi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sagt hafa fallið um 6 prósentustig frá síðustu könnun. Meira »

Munu fá fjögurra daga frest

Í gær, 20:56 Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi það hvort bann á fartölvum í farþegarými flugvéla verði víkkað út. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni bandaríska heimavarnaráðuneytisins. Ráðuneytið telur þó líklegt að það verði gert. Meira »

Trudeu vill afsökunarbeiðni frá páfa

Í gær, 19:31 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti í dag Frans páfa til að heimsækja Kanada og biðjast þar afsökunar fyrir hönd kaþólsku kirkjunnar á þeirri meðferð sem kanadískir frumbyggjar sættu í skólum kirkjunnar.Trudeau fundaði með páfa í Vatíkaninu í dag. Meira »

Barnaníðingar í farbann

07:14 Dæmdir barnaníðingar verða sviptir vegabréfum til þess að koma í veg fyrir að þeir geti farið úr landi og brotið af sér að nýju samkvæmt frumvarpi til laga sem lagt verður fram á ástralska þinginu á næstu dögum. Meira »

Mora nemur land í Bangladess

06:02 Fellibylurinn Mora er kominn að landi við suðausturströnd Bangladess og fylgir honum mikil úrkoma og rok.   Meira »

Assange fær að dvelja áfram í sendiráðinu

Í gær, 23:51 Lenin Moreno, nýkjörinn forseti Ekvador, gagnrýndi Julian Assange stofnanda Wikileaks í dag og sagði hann vera „hakkara“. Hann sagði land sitt þó munu halda áfram að veita Assange, sem dvalið hefur í sendiráði Ekvador í London í fimm ár, hæli. Meira »

Segir Trump veikja Vesturveldin

Í gær, 23:09 Skammsýn stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur gert Vesturlönd veikari fyrir og skaðar hagsmuni Evrópu. Þetta sagði Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, í dag. Meira »

Læsti börnin í skottinu

Í gær, 19:45 Tori Castillo, 39 ára gömul bandarísk kona, hefur verið kærð fyrir að læsa börnin sín í skottinu á bílnum á meðan hún keypti inn í nærliggjandi verslun. Ekki er ljóst hversu lengi börnin voru í skottinu, en vitni sáu bílinn hristast og heyrðu læti berast úr skottinu. Meira »

Birta nýja mynd af Salman Abedi

Í gær, 18:40 Breska lögreglan hefur birt nýja mynd af Salman Abedi, sem varð 22 að bana með sjálfsvígssprengju á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester Arena-tónleikahöllinni í síðustu viku. Meira »

Samkynhneigður maki ekki nafngreindur

Í gær, 18:15 Mynd sem birtist á Facebook-síðu Hvíta hússins í síðustu viku hefur valdið töluverðum usla á samfélagsmiðlum og hefur starfsfólk Hvíta hússins verið sakað um fordóma í garð samkynhneigðra vegna hennar. Meira »

Á topp Everest á 17 tímum

Í gær, 17:37 Kilian Jonet, spænskur fjallagarpur og langhlaupari, segist hafa klifið hæsta fjall heims, Mount Everest, á aðeins 17 klukkustundum örfáum dögum eftir að hann gekk upp fjallið á 26 klukkustundum. Meira »

Macron og Pútín skiptust á skoðunum

Í gær, 16:41 Notkun efnavopna í Sýrlandi eru mörkin sem frönsk stjórnvöld vilja ekki að sé farið yfir og mun notkun þeirra leiða til refsiaðgerða. Þetta sagði Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, á fyrsta fundi sínum með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meira »