Betra fyrir barnshafandi að sofna á hliðinni

17:07 Barnshafandi konum á síðasta þriðjungi meðgöngunnar er ráðlagt að sofa á hliðinni til að minnka líkur á því að fæða andvana barn. Bresk rannsókn sem náði til þúsund kvenna leiddi í ljós að áhættan á því að fæða andvana barn tvöfaldaðist ef kona sofnar á bakinu. Meira »

Gleymdi fyrir 20 árum hvar hann lagði

15:20 Hver hefur ekki lent í því að leggja bílnum og fara síðan að sinna erindum en geta svo ekki fyrir sitt litla líf munað hvar honum var lagt. Venjulega finnst bíllinn þó fljótlega en annað var uppi á teningnum hjá þýskum karlmanni fyrir tveimur áratugum. Meira »

Verður kosið aftur í Þýskalandi?

14:44 Fastlega er búist við því að boðað verði til nýrra þingkosninga í Þýskalandi í kjölfar þess að viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Græningja runnu út í sandinn. Kosið var síðast í lok september og hefur síðan verið reynt að mynda ríkisstjórn. Meira »

Hunsar frest til að segja af sér

14:00 Stjórnarflokkur Simbabve, Zanu-PF, hefur boðað þingmenn sína á fund til að ræða framtíð Roberts Mugabe, forseta landsins.  Meira »

„Hættið að hringja í neyðarlínuna“

12:49 Breska lögreglan hefur beðið stuðningsmenn West Ham knattspyrnuliðsins að hætta að hringja í neyðarlínuna til þess að kvarta yfir gengi liðsins. Meira »

Tekur upp hanskann fyrir Spacey

11:08 Breski rokkarinn Morrissey hefur enn á ný náð að vekja athygli fyrir ummæli sín en hann hefur tekið upp hanskann fyrir bandaríska leikarann Kevin Spacey sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi og misnotkun. Meira »

Evran lækkar í kjölfar viðræðuslita

09:49 Evran hefur lækkað talsvert gagnvar helstu gjaldmiðlum og hlutabréfavísitalan í Þýskalandi hefur einnig lækkað í morgun í kjölfar þess að viðræður um myndun ríkisstjórnar runnu út í sandinn í Þýskalandi í gærkvöldi. Meira »

Karlrembu og áreitni mótmælt

08:45 Yfir eitt þúsund konur sem starfa í sænskum stjórnmálum hafa skrifað undir skjal þar sem þær saka karla um kynferðislega áreitni og ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Fagna 70 ára brúðkaupsafmæli

07:28 Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins fagna í dag sjötíu ára brúðkaupsafmæli. Deginum verður fagnað með nánustu ættingjum. Meira »

Mannskætt rútuslys í Kólumbíu

07:06 Að minnsta kosti 14 létust og 35 slösuðust þegar rúta sem þeir voru farþegar í fór út af veginum í norðvesturhluta Kólumbíu í gær. Meira »

Charles Manson er látinn

06:05 Banda­ríski fjölda­morðing­inn Char­les Man­son er látinn 83 ára að aldri. Hann hefur eytt nánast öllum fullorðinsárum sínum í fangelsi en hann var dæmd­ur til dauða fyr­ir morðið á leik­kon­unni Sharon Tate auk fleiri morða árið 1969. Dómn­um var síðar breytt í lífstíðarfang­elsi. Meira »

Strætó gengur fyrir kaffi

10:28 Frá og með deginum í dag mun hluti strætisvagna Lundúna ganga fyrir kaffiúrgangi borgarbúa, en hann nemur allt að 200.000 tonnum á ári samkvæmt fyrirtækinu bio-bean. Meira »

11 ára drengur fyrirfór sér

09:18 Austurríska lögreglan rannsakar nú sjálfsvíg ellefu ára gamals drengs á flótta frá Afganistan. Austurríks yfirvöld eru sökuð um að hafa vitað af stöðu fjölskyldu drengsins en ekkert gert til að aðstoða hana. Meira »

Atkvæðagreiðsla dæmd ólögleg

08:36 Hæstiréttur Íraks hefur úrskurðað að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta landsins hafi verið ólögleg. Meira »

Frakkar fyrstir til að rétta hjálparhönd

07:13 Frakkar eru fyrsta ríkið sem hefur boðist til þess að taka á móti afrískum flóttamnnum sem var bjargað úr flóttamannabúðum í Líbýu fyrr í mánuðinum af starfsmönnum flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Banna áfengisneyslu hermanna

07:05 Bandaríski herinn hefur bannað öllum hermönnum landsins í Japan að neyta áfengis eftir að bandarískur hermaður, sem var undir áhrifum áfengis undir stýri, varð valdur að banaslysi. Meira »

Viðræðum slitið í Þýskalandi

05:38 Stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn í Þýskalandi í gær eftir að tillögu Frjálsra demókrata (FDP) um frjálsan markað var hafnað. Meira »

Heróínframleiðsla í Afganistan í blóma

Í gær, 22:22 Ópíumframleiðsla í Afganistan hefur aukist um 87% á síðasta ári og framleiðslan skilur eftir sig slóð fíknar heimafyrir, jafnvel þó neysla fíkniefna sé bönnuð undir stjórn talibana. Yfirgefin herstöð í Helmand-héraði er nú meðferðarstöð fyrir eiturlyfjafíkla. Meira »

Fjarlægja indíána úr orðabókinni

Í gær, 19:30 Ritstjórn Norsku alfræðiorðabókarinnar hefur ákveðið að taka orðið „indíáni“ úr verkinu þar sem það beri með sér neikvæðan undirtón kynþáttastefnu. Prófessor í málvísindum er ósammála. Meira »

Stormur hamlar leit að kafbátnum

Í gær, 21:35 Stormviðri hefur gert björgunarsveitum og sjóher Argentínu erfitt fyrir með leit að kafbát sem hefur verið týndur frá því á miðvikudag með 44 manna áhöfn. Greint var frá því fyrr í dag að vonir hefðu vaknað um að finna kafbátinn eftir að Bandaríkjamenn námu merki sem talið er geta verið neyðarkall frá bátn­um. Meira »

Mugabe ávarpar þjóðina en neitar afsögn

Í gær, 19:21 Robert Mugabe, forseti Simbabve, ávarpaði þjóð sína fyrir skömmu í sjónvarpi þar sem búist var við því að hann myndi segja af sér. Fréttatofa AFP hafði það eftir öruggum heimildum að forsetinn hefði samþykkt að segja af sér. Meira »