Tony Abbott skallaður af „já-sinna“

15:36 Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, var skallaður í Hobart í Tasmaníu í dag, þar sem hann átti hádegisverðarfund með andstæðingum lögleiðingar hjónabanda hinsegin fólks. Meira »

Vonast enn til að finna fólk á lífi

14:38 „Ég er mjög þreytt,“ sagði 13 ára stúlka sem liggur föst undir húsarústum í Mexíkóborg eftir að 7,1 stiga skjálfti reið þar yfir, þegar grannvaxinn sjálfboðaliði náði til hennar með vatn og súrefni. Íbúar Mexíkó bíða nú fregna af stúlkunni og fleirum sem kunna að vera á lífi. Meira »

Biðst afsökunar á Control-Alt-Delete

14:28 Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur beðist afsökunar á því hversu ergilegt það getur verið að „logga sig inn“ á tölvur með Windows-hugbúnaðinum. „Ef ég gæti gert eina litla breytingu myndi ég setja hana í einn takka,“ sagði Gates um skipunina Control-Alt-Delete. Meira »

Týnd mjúkdýr á Glasgow „Bearport“

13:24 Glasgow-flugvöllur í Skotlandi hefur birt myndskeið á YouTube sem sýnir fjölda mjúkdýra sem skilin hafa verið eftir á vellinum síðustu misseri. Um er að ræða átak til að gera börnum kleift að endurheimta besta vininn en það ber yfirskriftina „Lost Teddies at Glasgow Bearport.“ Meira »

Frysta laun „draugaverkamanna“

11:50 Stjórnvöld í Gíneu-Bissaú hafa haldið eftir launagreiðslum nærri þriðjungs 13.000 opinberra starfsmanna ríkisins, sem þau gruna um að vera svokallaðir „draugastarfsmenn.“ Meira »

Kallaði ráðherra „loftslags-barbí“

10:36 Þingmaður Íhaldsflokksins í Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað umhverfisráðherra landsins, Catherine McKenna, „loftslags-barbí“ (e. climate Barbie). Meira »

Snjóar á fjallvegum í Noregi

09:57 Keðjur og vetrardekk er búnaður sem Vegagerðin í Noregi mælir með fyrir þá sem eiga leið um E6 þjóðveginn um Dovre í Guðbrandsdal. Ástæðan er mikil snjókoma í morgun. Meira »

Líkir Trump við gjammandi hund

09:03 Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir ræðu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni, aðeins hafa verið hundsgjamm. Meira »

Blaðamaður barinn til bana

08:35 Indverskur blaðamaður, sem hefur fjallað pólitískan óstöðugleika í norðausturhluta Indlands, var barinn til dauða í átökum sem brutust út á milli stríðandi pólitískra fylkinga og lögreglu í landinu á miðvikudag. Meira »

Landsliðskonur Þórs/KA hefja söfnun eftir hamfarirnar

07:51 Mexíkósku landsliðskonurnar sem spila með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, þær Bianca Sierra og Stephany Mayor, hafa hrundið af stað söfnun til fórnarlamba jarðskjálftans sem varð í heimalandi þeirra í fyrradag. Meira »

Sjötti maðurinn handtekinn

06:34 Sjötti maðurinn var handtekinn í Bretlandi í nótt í tengslum við sprengjutilræði í neðanjarðarlestarvagni á lestarstöð í London í síðustu viku. Meira »

Hafa ekki tíma til að lesa fyrir börnin

10:33 Fjórðungur barna í þróunarríkjunum fer á mis við að lesa, syngja og leika með foreldrum sínum. Samkvæmt UNICEF hefur það áhrif á vitsmunaþroska milljóna barna undir fimm ára aldri að foreldrar þeirra fá hvorki upplýsingar né stuðning, t.d. barnseignarorlof. Meira »

Vill sporna við starfsemi öfgahópa

09:30 Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, gagnrýnir göngu nýnasista um Gautaborg síðustu helgi og að tímabært sé að íhuga hvernig hægt verði að sporna gegn öfgahópum í landinu. Meira »

Skotárás í Nørrebro

08:50 Lögreglan í Kaupmannahöfn lokaði hluta af Nørrebro-hverfinu í nótt eftir skotárás þar. 26 ára gamall maður, sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi í borginni, var handtekinn í kjölfar árásarinnar. Meira »

Segir sig úr frönsku Þjóðfylkingunni

08:16 Varaformaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, Front National, Florian Philippot, hefur sagt sig úr flokknum en hann var fremstur í flokki þeirra sem reyndu að mýja ímynd flokksins meðal kjósenda. Meira »

Rafmagnslaust í marga mánuði

06:59 Ríkisstjóri Púertó Ríkó, Ricardo Rosselló, óttast að það geti tekið mánuði að koma rafmagni á alls staðar á eyjunni en eyjan er rafmagnslaus eins og hún leggur sig. Fellibylurinn Maria nam land í Púertó Ríkó í gær. Meira »

„Þau eru á lífi! Á lífi“

06:28 Björgunarfólk keppir við tímann í Mexíkóborg þar sem reynt er að ná til fólks sem enn er fast undir húsarústum eftir jarðskjálftann sem reið yfir í fyrradag. Ein þeirra er 13 ára gömul stúlka sem talin er vera í skjóli undir borði í grunnskóla sem hrundi í skjálftanum. Meira »

Sonurinn væri réttdræpur

05:58 Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, segir að hann muni láta drepa son sinn ef ásakanir um fíkniefnaviðskipti hans reynast á rökum reistar. Jafnframt verði lögreglumaðurinn sem tekur verkið að sér njóti verndar gegn saksókn. Meira »

Manafort bauðst til að upplýsa Rússa

Í gær, 23:14 Paul Manafort, sem var kosningastjóri Trumps um tíma bauðst til að upplýsa rússneskan milljarðamæring sem tengist rússneskum ráðamönnum um framgang bandarísku forsetakosninganna aðeins tveimur vikum áður en þær fóru fram. Meira »

„Eyjan okkar hefur verið lögð í rúst“

00:00 Útlit er fyrir að fellibylurinn María hafi lagt eyjuna Púertó Ríkó í rúst. Greint var frá því fyrr í kvöld að eyjan sé með öllu rafmagnslaus. „Þegar við getum loks farið út aftur munum við sjá að eyjan okkar hefur verið lögð í rúst,“ sagði Abner Gó­mez Cortés, yf­ir­maður almannavarna. Meira »

Mueller eykur þrýstinginn á Trump

Í gær, 22:58 Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar FBI í rannsókn á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum, er nú einnig að kanna hvort forsetinn hafi reynt að hindra rannsókn á málinu með því að reka James Comey. Meira »