Bjó í loftinu fyrir ofan klósett í 3 ár

16:04 Japanska lögreglan handtók karlmann í borginni Usuki í suðvesturhluta landsins, eftir að upp komst að hann hafði komið sér upp heimili í holrými fyrir ofan almenningsklósett. Vistarverurnar eru sagðar hafa verið hreinar og snyrtilegar og að þar hafi verið að finna gaseldavél, rafmagnshitara og fatnað mannsins. Meira »

Segir Le Pen „hættulega“ Frakklandi

15:18 Francois Hollande Frakklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við óháða frambjóðandann, Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið. Sagði Hollande framtíð Frakklands „stafa hætta af “ ef Le Pen sigri. Meira »

Kom með handsprengju í skólastofuna

14:47 Einn drengur lést og 11 skólafélagar hans særðust þegar handsprengja sprakk í skólastofu í Dagestan héraði í Rússlandi í dag. Að sögn lögregluyfirvalda virkjuðu nemendurnir sprengjuna fyrir slysni. Meira »

Var Madeleine smyglað til Afríku?

14:06 Bresku stúlkunni Madeleine McCann var mögulega rænt og hún seld til ríkrar fjölskyldu, að sögn fyrrverandi lögreglumanns. Einkaspæjarar, sem fjölskylda stúlkunnar réð til starfa, telja að henni gæti hafa verið smyglað með ferju til Afríku. Meira »

Með leyniskyttur í skjóli myrkurs

13:50 Borgaryfirvöld í New Orleans tóku í skjóli myrkurs snemma í morgun niður fyrsta minnismerkið af fjórum um Suðurríkjasambandið, en búist er við að hin þrjú fái einnig að fjúka á næstu dögum. Mjög hefur verið deilt um minnismerkin að undanförnu en þau þykja af mörgum tákna yfirburði hvítra manna í bandaríska suðrinu. Meira »

Þurfa ekki lengur að giftast nauðgaranum

13:40 Stjórnvöld í Jórdaníu afnámu í gær lagaklásúlu sem verndaði nauðgara fyrir refsingu, svo framarlega sem þeir giftust fórnarlambinu. Lögin fólu í sér að nauðgari gat forðast refsingu, ef hann giftist fórnarlambi sínu og hjónabandið hélt í þrjú ár. Meira »

Ákærður fyrir sýruárásina

13:19 Arthur Collins, 24 ára, hefur verið ákærður fyrir sýruárás í næturklúbbi í London fyrir rúmri viku. Nokkrir voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina og þar af misstu tveir sjón á öðru auga. Aðrir hlutu brunasár um líkamann. Meira »

Finna „fjársjóði“ í rústum skólans

12:45 Nizar situr á hækjum sér og rótar í braki þar sem háskólinn í Mosúl stóð eitt sinn. Hann leitar að öllu því sem gæti tengst því akademíska starfi sem áður fór fram í skólanum. Björgunarleiðangurinn um rústirnar er hafinn. Meira »

„Ættleiða“ poppstjörnur

11:53 Liang Shanshan er að eigin sögn móðir tveggja barna; annað þeirra er líffræðilegur sonur hennar og hitt 16 ára kínversk poppstjarna sem hún hefur aldrei hitt. Hún er „móður-aðdáandi“; í hópi kvenna á aldrinum 20 til 70 ára sem upplifa móðurlegar tilfinningar í garð kínversku drengjasveitarinnar TFBoys. Meira »

Kærði Duterte fyrir glæpadómstólinum í Haag

11:24 Lögfræðingur einnar af fyrrverandi leyniskyttum Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, kærði í dag forsetann fyrir Alþjóða glæpadómstólnum í Haag. Sabio er lögfræðingur Edgar Matobato, sem bar vitni fyrir filippseyska þinginu, að hann hefði verið í dauðasveitum sem störfuðu samkvæmt skipunum Dutertes. Meira »

Viðbrögð við niðurstöðunni

10:42 Stjórnmálaleiðtogar víða um heim hafa tjáð sig um niðurstöðu fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna þar sem miðjumaðurinn og Evrópusambandssinninn, Emmanuel Macron hlaut flest atkvæði og Marine le Pen, leiðtogi þjóðernisflokksins Front National, næst flest. Meira »

Macron „geðugur og upplýstur“

13:21 Ólíklegt er að endanleg niðurstaða forsetakosninganna hafi áhrif á samskipti Íslands og Frakklands, að mati Kristján Andra Stefánssonar, sendiherra Íslands í Frakklandi. Hann hefur hitt Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen um forsetastólinn, og segir hann geðugan og upplýstan mann. Meira »

Fjögurra ára datt út úr strætó

13:04 Fjögurra ára stúlka féll út um hurð á strætisvagni í Arkansas. Vagninn var á ferð er barnið dettur út og fellur á malbikið. Slökkviliðsmaður sem átti leið hjá kom stúlkunni til bjargar. Slysið náðist á myndband. Meira »

Leggur fram kæru vegna tilræðisummæla

12:36 Lögmaður Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta hefur lagt fram kæru vegna ummæla fransks sérfræðings, sem hann segir hafa hvatt til tilræðis gegn forsetanum. Meira »

„Ekki sekur“

11:31 Réttarhöld yfir Henri van Breda, sem er 22 ára, hófust í Höfðaborg í dag. Breda er sakaður um að hafa myrt foreldra sína og bróður auk þess að hafa reynt að myrða systur sína. Hann svaraði kyrrlátlega „ekki sekur“ þegar ákæran var lesin upp. Meira »

Hóta því að „þurrka út“ Bandaríkin

11:00 Á opinberri vefsíðu yfirvalda í Norður-Kóreu er varað við því að stjórnvöld muni „þurrka út“ Bandaríkin ef stjórnvöld þar í landi hefja árásir á Kóreuskaga. Þetta er nýjasta útspilið í orðaskaki stjórnvalda landanna tveggja. Meira »

Segir Macron vera hrokafullan

09:44 Atkvæðatalningu í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna var ekki fyrr lokið, fyrr en kosningabaráttan fyrir síðari umferðina var hafin. Flest atkvæði fengu miðjumaður­inn Emmanuel Macron, sem fékk 23,75% atkvæða og Marine Le Pen, full­trúi Þjóðern­is­flokks­ins, fékk 21,53%. Meira »

Enn enginn dæmdur vegna slyssins

09:20 Þúsundir verkamanna í Bangladess flykktust í mótmælagöngur í dag þar sem þess var minnst að fjögur ár eru liðin frá því að verksmiðjubygging Rana Plaza hrundi. 1.138 létu lífið. Meira »

143 handteknir í mótmælum í París

09:15 Rúmlega 100 manns voru handteknir í mótmælum í París í nótt eftir að úrslit fyrstu umferðar forsetakosninganna lágu fyrir. Sex lögreglumenn og þrír mótmælendur slösuðust í mótmælunum, en mótmælendur köstuðu flöskum í öryggissveitir, kveiktu í bílum og brutu rúður í verslunum. Meira »

Kýldi hákarlinn sem réðst á konu hans

08:53 Kona sem var á sundi í nágrenni eyjunnar St. Helena á suðurhluta Atlantshafsins varð fyrir árás hákarls. Maður hennar kýldi hákarlinn og hræddi hann þar með á brott, en konan var flutt á sjúkrahús í nágrenninu. Meira »