Trump sakar Sessions um veiklyndi

16:09 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn og aftur ráðist gegn dómsmálaráðherra sínum Jeff Sessions og m.a. sakað hann um að hafa tekið „veika“ afstöðu gagnvart meintum glæpum Hillary Clinton. Meira »

Úthrópaður fyrir meint refamorð

15:08 Leikarinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Vinnie Jones hefur séð sig tilneyddan til að grípa til varna eftir að hafa verið sakaður um „fjöldamorð“ á refum. Jones sagðist hafa verið „hakkaður“ eftir að mynd af 100 dauðum refum birtist á Twitter-aðgangi hans. Meira »

Vilja að drengurinn fái að deyja heima

14:02 For­eldr­ar hins ell­efu mánaða gamla Charlie Gard sem þjá­ist af ban­væn­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi hafa krafist þess að fá að fara með son sinn heim til að deyja. Dómsmál sem þau hafa staðið í síðustu mánuði lauk í gær þegar þau drógu til baka kröfur sínar um að fá að ferðast með drenginn til Bandaríkjanna til tilraunarmeðferðar. Meira »

Hvatti alla múslima til að heimsækja og „standa vörð um Jerúsalem“

12:12 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt alla múslima til að ferðast til Jerúsalem og vernda borgina. Ummælin lét forsetinn falla í kjölfar þess að til átaka kom þegar Ísraelsmenn settu upp málmleitarhlið við Musterishæðina. Meira »

Skrifaði undir þriðja frumvarpið

11:47 Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur skrifað undir umdeilt lagafrumvarp eftir að hafa heitið því að beita neitunarvaldinu gagnvart tveimur öðrum. Frumvörpin þrjú varða öll breytingar á dómskerfinu, sem hafa sætt mikilli gagnrýni. Meira »

Umfjöllun fjölmiðla einhliða

11:21 Þýskir fjölmiðlar voru ekki nægjanlega gagnrýnir í umfjöllun sinni um flóttamannavandann árið 2015, samkvæmt nýrri skýrslu. Í henni segir m.a. að fjölmiðlar fjölluðu ekki um stefnu Angelu Merkel kanslara með gagnrýnum hætti, né gáfu þeir lögmætum áhyggjum venjulegs fólks vegna hins umfangsmikla aðflutnings gaum. Meira »

Keðjusagarmannsins enn leitað

10:40 Lögregluyfirvöld í Sviss hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Franz Wrousis, 50 ára, sem réðist inn á skrifstofur í Schaffhausen í gær, vopnaður keðjusög. Fimm særðust í árásinni en þeir eru ekki taldir í lífshættu. Meira »

Mannskæð árás þrátt fyrir vopnahlé

10:05 Að minnsta kosti átta borgarar létu lífið, þar af fjögur börn, í loftárás Sýr­lands­hers á Ghuouta sem er svæði utan við höfuðborg­ina Dam­askus í Sýrlandi þrátt fyrir að vopna­hléi hafi verið lýst yfir síðastliðinn laugardag. Um 30 manns eru særðir eftir árásina. Meira »

Átta létust er hraðbát hvolfdi

09:00 Að minnsta kosti átta manns létu lífið, þar af eitt tveggja ára gamalt barn, þegar hraðbát hvolfdi við strönd Borneo við Indónesíu. Um borð í bátnum var 51 farþegi og var 22 þeirra bjargað, af þeim voru tveir þýskir ferðamenn. Óttast er að fleiri hafi látist. Meira »

Umdeilt málmleitarhlið fjarlægt

08:04 Ísraelar hafa fjarlægt umdeild málmleitarhlið sem þeir settu upp í austurhluta Jerúsalem. Hliðinu var ætlað að koma í veg fyrir að vopnum yrði smyglað inn á svæðið að sögn Ísraela. Hliðið girti af svæði sem bæði gyðingar og múslimar telja heilagt. Meira »

Allt þingkonum að kenna

Í gær, 23:54 Einn þingmanna bandaríska Repúblikanaflokksins segir það vera öldungadeildarþingkonum að kenna að heilbrigðisfrumvarp Donald Trumps Bandaríkjaforseta kemst ekki í gegnum þingið. Sagðist hann myndu skora viðkomandi á hólm, ef þetta hefði verið karlmaður. Meira »

Skrúfa fyrir gosbrunna Vatíkansins

10:54 Yfirvöld í Vatíkaninu hafa ákveðið að skrúfa fyrir 100 gosbrunna, þeirra á meðal tvo á Péturstorginu, vegna mikilla og langvarandi þurrka. Borgaryfirvöld í Róm hafa íhugað að grípa til vatnsskömmtunar vegna ástandsins. Meira »

Flugmönnum þarf að fjölga um 637.000

10:11 Flugfélög munu þurfa að ráða til sín 637.000 flugmenn næstu 20 árin til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta kemur fram í árlegri skýslu Boeing en fyrirtækið gerir nú ráð fyrir 3,6% viðbótarþörf eftir flugmönnum frá fyrra mati. Meira »

Rændu hraðbanka með Trump-grímur

09:13 Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið tvo þjófa í bænum Tórínó fyrir að ræna fjölda hraðbanka í bænum. Þjófarnir brugðu á það ráð að hylja andlit sín með grímum sem líkjast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Meira »

Íbúar byggðu vegg

08:45 Mótmælendur í bænum Séméac í Suðvestur-Frakklandi hafa byggt vegg fyrir inngang gamallar hótelbyggingar til að koma í veg fyrir að húsið verði notað til að taka á móti flóttamönnum. Meira »

Skæðir skógareldar í Frakklandi

06:12 Fleiri hundruð heimili hafa verið rýmd í Suðaustur-Frakklandi vegna skógarelda sem þar geisa. Óvenjuheitt og -þurrt hefur verið á svæðinu undanfarið sem gerir slökkvistarf erfitt. Íbúar á Korsíku, bænum Carros og Saint-Tropez þurftu að yfirgefa heimili sín. Meira »

Mállaus eftir hörmungar stríðsins

Í gær, 23:54 Einn maður æpir á alla í kringum sig, en annar hlær með sjálfum sér. Sá þriðji syngur af innlifun og sýnir tannlausan munninn. Álagið á starfsfólk er mikið á eina geðsjúkrahúsinu á svæði uppreisnarmanna í Sýrlandi. Meira »

Rannsaka útbreiðslu „kebabnorsku“

Í gær, 21:53 „Fluser“, „bauer“ og fleiri forvitnileg orð teljast meðal norsks götumáls og slangurs en þessi hugtök koma úr sérstöku málfari innflytjenda, „kebabnorskunni“ sem svo er kölluð. Nú vekur athygli að mun fleiri ungmenni virðast farin að bregða henni fyrir sig en eingöngu börn innflytjenda. Meira »

Ætla að örmerkja starfsfólkið

Í gær, 21:11 Bandaríska fyrirtækið Three Square Market hyggst verða fyrst bandarískra fyrirtækja til að örmerkja starfsmenn sína. Flagan er á stærð við hrísgrjón og mun gera starfsmönnum kleift að opna dyr, skrá sig inn í tölvukerfi og jafnvel kaupa í matinn. Meira »

Vara við hraðari bráðnun Grænlandsjökuls

Í gær, 21:32 Vísindamenn eru „mjög áhyggjufullir“ yfir að bráðnandi jökulbreiða Grænlands geti hækkað sjávarmál meira en upprunalega var gert ráð fyrir. Að þeirra sögn ýta hlýnandi aðstæður undir þörungavöxt, sem dekkir yfirborð jökulsins. Því dekkri sem hann er því hraðar bráðni hann. Meira »

Beitir synjunarvaldi gegn dómskerfisbreytingum

Í gær, 20:22 Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti óvænt í dag að hann synji afgreiðslu tveimur af þremur frumvörpum um breytingar á dómskerfi landsins. Umbæturnar hafa vakið mótmæli um land allt og þá hafa bandarískir og evrópskir þingmenn lýst yfir áhyggjum af þeim pólitísku afskiptum af dómstólum sem þau feli í sér. Meira »