Krónan getur hæglega styrkst meira

Krónan getur hæglega styrkst meira

10:34 Krónan er líklega ekki að fara að veikjast á næstunni og getur hæglega styrkst enn meira. Hagkerfið mun þó til lengdar ekki ráða við núverandi raungengi án þess að eitthvað láti undan. Þetta kemur fram í greiningu Greiningardeildar Arion banka þar sem farið er yfir ástæður þess að krónan sé orðin of sterk. Meira »

Mun þrýsta upp leiguverði

05:30 Fasteigna- og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu mun halda áfram að hækka á næstu misserum. Mikil spenna er á markaðnum og er takmarkað framboð meginskýringin. Meira »

Hefur grætt 1.000 milljarða frá áramótum

Í gær, 16:11 Kínverski fjárfestirinn Hui Ka Yan hefur heldur betur notið velgengni síðustu mánuði. Hui er stjórnarmaður í kínverska fasteignaþróunarfélaginu China Evergrande en hlutabréf í félaginu hafa þrefaldast í verði frá áramótum og hækkuðu um 23% í kauphöllinni í Hong Kong í dag. Meira »

Opna Sbarro í Leifsstöð

Í gær, 13:43 Veitingastaðurinn Sbarro, sem meðal annars hefur útibú í Kringlunni og Smáralind, hefur verið valinn í tímabundið veitingarými sem sett verður upp í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem Isavia auglýsir eftir aðilum í tímabundið rými en fyrirkomulagið er þekkt á flugvöllum erlendis. Meira »

Húsnæðisverð drífur áfram verðbólgu

Í gær, 13:13 Verðbólguþróun hér á landi ræðst eftir húsnæðisverði og ef ekki væri fyrir hækkanir á þeim markaði hefði orðið verðhjöðnun hér á landi á síðasta ári. Meira »

Hafði áhrif á ferðir 75.000 manns

Í gær, 12:49 Tæknibilun British Airways á laugardaginn hafði áhrif á ferðalög 75.000 farþega. Framkvæmdastjóri flugfélagsins, Alex Cruz, ætlar ekki að segja af sér vegna bilunarinnar. Meira »
Svæði

Lækkanir í Kauphöllinni

Í gær, 11:13 Eimskip, Hagar, Icelandair, N1 og Skeljungur hafa lækkað í Kauphöllinni í dag. Hagar hafa lækkað mest eða um 2,9% en þá hefur olíufélagið N1 lækkað um 2,69% og Skeljungur um 2,56%. Meira »

Stálu kortaupplýsingum á Chipotle

í gær Tölvuhakkarar náðu að stela kreditkortaupplýsingum fjölmarga viðskiptavina bandarísku skyndibitakeðjunnar Chipotle fyrr á árinu. Keðjan hefur nú staðfest að á tímabilinu 24. mars til 18. apríl hafi spilliforriti verið komið fyrir í kassakerfi flestra staða keðjunnar. Meira »

Stefnir á að komast á áætlun í dag

í gær Breska flugfélagið British Airways stefnir að því að stór hluti flugferða félagsins í dag verði á áætlun eftir að það þurfti að aflýsa öllum ferðum frá Heathrow- og Gatwick-flugvöllum Lundúna á laugardaginn vegna tæknibilunnar. Þúsundir farþega urðu í kjölfarið strandaglópar. Meira »

Verðbólga mælist 1,7% í maí

í gær Tólf mánaða verðbólga mælist nú 1,7% og lækkar úr 1,9% sem verðbólgan mældist í síðasta mánuði. Hefur hún nú verið undir 2% allt þetta ár og það síðasta, ef undan er skilinn nóvembermánuður þegar tólf mánaða verðbólga fór í 2,1%. Meira »

Með 910 milljarða í skattaskjólum

í gær Alls hafa 320 ríkustu fjölskyldur Danmerkur komið 60 milljörðum danskra króna, sem svarar til 910 milljarða íslenskra króna, fyrir í erlendum skattaskjólum. Meira »

Móðir forstjóra Uber lést í slysi

28.5. Móðir Travis Kalanick, forstjóra skutlþjónustunnar Uber, lést í sjóslysi í Kaliforníu. Í frétt BBC um málið segir að foreldrar Kalanick, Bonnie og Donald, hafi verið á báti úti á vatni er hann sökk á föstudag. Meira »

Kóngur vill ekki auglýsa Burger King

27.5. Belgíska konungsfjölskyldan hefur haft samband við skyndibitakeðjuna Burger King vegna auglýsingar þar sem fólki er boðið að velja á milli Filippus konungs Belgíu og lukkudýrs Burger King. Meira »

Hökt í sölu Arion banka

27.5. Söluferli Kaupþings á Arion banka er í uppnámi þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital Management Group, sem tilkynnt var um í mars að keypt hefði 6,6% hlut í bankanum af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Meira »

Um 80 herbergi á nýju borgarhóteli

26.5. Nýtt glæsihótel á Laugavegi verður opnað formlega næsta fimmtudag. Það heitir Sandhótel og verður fullbyggt í sjö samtengdum húsum á Laugavegi 32b, 34b, 34a og 36. Húsin snúa að Grettisgötu og Laugavegi. Meira »

Tveggja milljarða borsamningur í Djibútí

26.5. Jarðboranir hafa undirritað borsamning við ríkisraforkufyrirtæki Djibútí. Heildarvirði samningsins er um tveir milljarðar króna. Forstjóri Jarðborana segir þetta marka nýtt upphaf að verkefnum í Austur-Afríku. Meira »

Tekjur Eyjafjarðarsveitar aukast um 9,4%

26.5. Heildartekjur Eyjafjarðarsveitar fyrir A- og B-hluta jukust um 9,4% árið 2016 miðað við árið á undan og námu 877,4 milljónum. Heildargjöld A- og B-hluta voru 864,6 milljónir og var niðurstaðan jákvæð um tæplega 13 milljónir. Meira »

Hugverkaráð SI skipað

26.5. Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins hefur nú verið skipað, en rúmlega ár er síðan það var sett á laggirnar. Hlutverk ráðsins er að styrkja þau málefni sem eru sameiginleg fyrirtækjum sem starfa á alþjóðamörkuðum og byggja afurðir sínar og þjónustu á tækni og hugverki. Meira »

Farið fram á 3 ára dóm yfir Björgólfi

26.5. Franskur saksóknari í máli gegn Björgólfi Guðmunds­syni, fyrr­ver­andi aðal­eig­anda Lands­bank­ans, Gunn­ari Thorodd­sen, fyrr­ver­andi yf­ir­manni bankans í Lúx­em­borg, og fimm öðrum, sem tengj­ast meint­um blekk­ing­um vegna veðlána sem bank­inn veitti, fer fram á skilorðsbundna fangelsisdóma í málinu. Meira »

Fiskibarinn færir út kvíarnar

25.5. Fiskibarinn í Vestmannaeyjum hefur nú fært út kvíarnar, flutt í stærra húsnæði og er orðinn fullgildur veitingastaður. Hjónin Sæunn Arna Sævarsdóttir og Jónas Ólafsson stofnuðu Fiskibarinn í júlí 2014 og byrjuðu þá sem fiskbúð en þá hafði ekki verið fiskbúð í Vestmannaeyjum í næstum því tuttugu ár. Meira »

Drífa Sig til liðs við Attentus

25.5. Drífa Sigurðardóttir hefur gengið til liðs við mannauðs- og ráðgjafarfyrirtækið Attentus en verkefni hennar verður að þjónusta fyrirtæki við innleiðingu á jafnlaunastaðli auk þess sem hún verður hluti af teyminu „Mannauðsstjóri til leigu“. Meira »

Opnar safn með gömlum Íslandskortum

25.5. Reynir Grétarsson á 80% í Creditinfo Group. Hann seldi 10% hlut í fyrra til Compusan, stærsta sjálfstætt starfandi lánshæfismatsfyrirtæki Afríku, og ætlar að selja önnur 10% síðar á þessu ári. Hvað gerirðu við peningana sem þú færð út úr sölunni? Meira »

Fundaði með forseta Alþjóðabankans

25.5. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í gær þátt í árlegum samráðsfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum með Jim Young Kim, forseta bankans. Meira »

Setja á fót skrifstofu í Sviss

25.5. Fjármálafyrirtækið Gamma Capital Management hf. hefur ákveðið að færa enn frekar út kvíarnar og hefur afráðið að hefja starfsemi skrifstofu í Zürich í Sviss síðar á þessu ári. Helgi Bergs hefur verið ráðinn til að stýra skrifstofunni. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir