N1 styrkir ÍBV næstu þrjú árin

N1 styrkir ÍBV næstu þrjú árin

16:24 N1 og stjórn ÍBV hafa undirritað samning sem felur í sér að N1 verður á ný aðalstyrktaraðili ÍBV í meistaraflokki karla í knattspyrnu og gildir samningurinn til næstu þriggja ára. Meira »

TripAdvisor kaupir Bókun

15:02 Bandaríska bókunarsíðan TripAdvisor hefur keypt allt hlutaféð í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun. Höfuðstöðvar Bókunar verða áfram staðsettar á Íslandi. Meira »

Afkoman 2 milljörðum umfram áætlun

14:19 Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 2,2 milljörðum króna árið 2017. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Meira »

Minna aðhald en engin vá fyrir dyrum

14:09 Vegna betra árferðis er afkoma fjármála hins opinbera betri en á sama tíma í fyrra sem aftur virðist hafa leitt til slökunar í aðhaldi í þeim efnum. Þetta sagði Gunnar Haraldsson, formaður fjármálaráðs, meðal annars á fundi fjárlaganefndar Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í morgun þar sem rætt var um fjármálaáætlun 2019-2023. Meira »

Eyrir Invest hagnast um tæpa 14 milljarða

13:55 Fjárfestingar Hagnaður Eyris Invest jókst um 163% á milli ára og nam 110 milljónum evra í fyrra, jafnvirði 13,6 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Eyris Invest var 34% á árinu og eiginfjárhlutfallið var 66% við árslok. Meira »

Þarf að bjóða 42 milljarða til viðbótar

11:30 Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi og forstjóri Brims, þarf að bjóða öllum hluthöfum HB Granda sama verð og hann bauð Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teitssyni. Þannig þarf Guðmundur að bjóða 42 milljarða króna til viðbótar við þá 21,7 milljarða sem hann bauð Kristjáni og Halldóri. Meira »
Svæði

Vill leggja niður bílanefnd ríksins

11:01 Fjármálaráðuneytið hefur ekki tekið undir rök Ríkisendurskoðunar um að bílanefnd ríkisins sé óþörf þar sem samningar um kaup eða leigu bifreiða ættu að lúta sömu reglum og önnur innkaup og vera á ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Meira »

Origo kaupir Benhur

10:23 Origo hefur keypt hugbúnaðarfyrirtækið Benhur sem hefur selt og þjónustað hugbúnað fyrir rannsóknarstofur á heilbrigðissviði frá belgíska fyrirtækinu MIPS í 14 ár. Meira »

Milljarðaávinningur af starfsemi VIRK

09:48 Heildarávinningur af starfsemi VIRK nam 14,1 milljarði króna í fyrra og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling var 12,6 milljónir króna samkvæmt nýrri skýrslu Talnakönnunar sem unnin var fyrir VIRK. Meira »

Kaupin skapa yfirtökuskyldu

05:30 Við kaup útgerðarfélagsins Brims hf. á 34,1% hlut Vogunar, dótturfélags Hvals hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar, í HB Granda, skapast yfirtökuskylda gagnvart öðrum hluthöfum fyrirtækisins. Meira »

Dýrt að hækka laun á Íslandi

í gær Veruleg hætta er á því að verðmæt og vel launuð störf, jafnvel hátæknistörf, flytjist smám saman úr landi ef ekki er hugað að samkeppnisskilyrðum atvinnulífsins, að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Meira »

Gefur út skuldabréf fyrir 11,9 milljarða

í gær Íslandsbanki gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna, eða sem nemur um 11,9 milljörðum íslenskra króna, til fjögurra ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 3 ár. Meira »

Viðskiptaafgangur mun ekki nægja

í gær Lífeyrissjóðir ættu að breyta um 600 milljörðum af innlendum eignum í erlendar á næstu 20 árum. Þá yrðu erlendir eignir 40% af heildareignum. Meira »

Spítalamoldin fer í Laugarnes

í gær Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að óska heimildar Reykjavíkurborgar fyrir nýrri landfyllingu við Klettagarða í Sundahöfn. Ætlunin er að í landfyllinguna verði notað jarðefni sem fellur til vegna framkvæmda við nýjan Landspítala við Hringbraut á árunum 2018 til 2020. Meira »

Skoða lagningu sæstrengs

í gær Vodafone á Íslandi, með liðsinni Vodafone Group, skoðar fýsileika þess að leggja nýjan sæstreng frá Íslandi til Evrópu.  Meira »

„Kom gott tilboð sem við samþykktum“

í fyrradag „Það kom gott tilboð sem við samþykktum, þetta er ekki flóknara,“ segir Kristján Loftsson sem seldi Guðmundi Kristjánssyni í Brimi stóran hlut í HB Granda. Meira »

Keypti í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

í fyrradag Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, hefur keypt 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB Granda. Heildarupphæð viðskiptanna nemur tæplega 21,7 milljörðum króna. Meira »

Leiguverð hækkaði meira en íbúðaverð

í fyrradag Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% í mars á sama tíma og fasteignaverð lækkaði um 0,1%.  Meira »

66°Norður hlaut Útflutningsverðlaunin

í fyrradag Sjóklæðagerðin – 66°Norður hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands sem veitt voru í 30. skipti.  Meira »

HB Grandi greiðir 1,3 milljarða í arð

í fyrradag Stjórn HB Granda leggur til að á árinu 2018 verði greiddur 1.270 milljóna króna arður til hluthafa, eða sem nemur 0,7 krónum á hlut, vegna rekstrarársins 2017. Upphæðin nemur 2% af markaðsvirði hlutafjár HB Granda í lok árs 2017. Meira »

Herði peningastefnuna hægum skrefum

18.4. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur seðlabanka iðnríkja til þess að herða peningastefnu sína í hægum skrefum svo að koma megi í veg fyrir efnahagsáföll. Meira »

Skúli íhugar að fá meðeigendur

18.4. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir að til skoðunar sé að fá meðeigendur inn í flugfélagið þar sem áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. Meira »

Valin í bankaráð Seðlabankans

18.4. Valið var nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands á þingfundi á Alþingi í dag. Aðalmenn í nýju bankaráði eru Þórunn Guðmundsdóttir, Gylfi Magnússon, Sigurður Kári Kristjánsson, Frosti Sigurjónsson, Bolli Héðinsson, Una María Óskarsdóttir og Jacqueline Claire Mallett. Meira »

Gerðu upp 123 milljónir

18.4. Gjaldþrotaskiptum á smálánafyrirtækinu Hraðpeningar er lokið. Lýstar kröfur á hendur þrotabúinu námu 123 milljónum króna en skiptunum lauk þannig að allar lýstar kröfur voru afturkallaðar. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir