Bjarni nýr upplýsingafulltrúi Rio Tinto

Bjarni nýr upplýsingafulltrúi Rio Tinto

16:15 Bjarni Már Gylfason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík. Bjarni Már er hagfræðingur að mennt og hefur síðan 2005 verið hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Þar hefur hann unnið að kynningu, miðlun og greiningu á starfsumhverfi iðnaðar á Íslandi. Meira »

Hálfur milljarður notar LinkedIn

16:10 Samfélagsmiðillinn LinkedIn greindi frá því í dag að fjöldi meðlima væri kominn upp í hálfan milljarð og hafa þeir aldrei verið fleiri. Samkvæmt frétt AFP hefur notendahópurinn stækkað töluvert eftir að miðillinn var keyptur af Microsoft í fyrra. Meira »

Flýgur beint frá Keflavík til Bremen

15:15 Flugfélagið Germania hefur beint flug frá Keflavík til Bremem 18. júní næstkomandi. Verður flogið tvisvar í viku til 14. október. Boðið var upp á beint flug frá Keflavík til Bremen síðasta sumar og var aðsóknin frábær samkvæmt fréttatilkynningu. Meira »

Sekt Samherja felld niður

14:53 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að beita útgerðafélagið Samherja 15 milljóna króna stjórnvaldssekt. Þarf Seðlabankinn jafnframt að greiða Samherja 4 milljónir í málskostnað. Meira »

Hilmar til Landsnets

13:34 Landsnet hefur ráðið Hilmar Karlsson í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets. Meira »

Kaup Basko á Kvosinni hindra ekki samkeppni

12:27 Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna kaupa Basko ehf. á Kvosinni ehf. þar sem stofnunin telur engar vísbendingar um að kaupin hindri virka samkeppni. Basko rekur verslanir 10-11 og Iceland en Kvosin er matvöruverslun sem stendur við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur. Meira »
Svæði

Jimmy Choo leitar að mögulegum kaupendum

10:53 Lúxusskóframleiðandinn Jimmy Choo leitar nú mögulegra tilboða í reksturinn en fyrirtækið er metið á 700 milljónir punda eða því sem nemur 98 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Rekstur Fjallabyggðar í góðu lagi

09:50 Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs Fjallabyggðar, A+B hluti var jákvæð um 199 milljónir króna á síðasta ári. Niðurstaðan var jákvæð um 220 milljónir árið 2015. Rekstartekjur námu 2.319 milljónum króna á síðasta ári en voru 2.279 árið 2015. Meira »

Fjármálaheimur fagnar niðurstöðunni

07:34 Svo virðist sem fjármálaheimurinn fagni því að miðjumaðurinn Emmanuel Macron hafi fengið flest atkvæði í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna því bæði hlutabréf og evra hafa hækkað í verði í morgun. Meira »

Metár í magni en bændum fækkar

Í gær, 18:12 Algjört metár var í mjólkurframleiðslu á síðasta ári þegar framleiddar voru um 150 milljónir mjólkurlítra. Hefur ársframleiðslan aukist um einhverjar 25 milljónir lítra á tíu árum, og það á sama tíma og kúabændum hefur fækkað ár frá ári. Meira »

Ferðamenn stytta dvölina á Íslandi

í gær Meðaldvöl útlendinga hér á landi styttist á síðasta ári og fór úr fjórum og hálfri nótt niður í 3,8 nætur. Vefsíðan Túristi.is greinir frá þessu. Meira »

13,6 milljarða ávinningur af VIRK

í gær 13,6 milljarða króna ávinningur var af starfsemi VIRK starfsendurhæfingarsjóðs árið 2016 og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling úr þjónustu VIRK jókst frá fyrra ári. Meira »

Óskipulagður og léleg þjónusta

í fyrradag Keflavíkurflugvöllur er löngu sprunginn og þjónustar flugstöðin ferðamenn illa. Sæti eru alltof fá fyrir brottfararfarþega og skipulagið slæmt. Þetta er mat ferðabloggara sem skrifar um reynslu sína af flugvellinum á vef Seattle Times. Meira »

Hefur kostað tugi milljóna

22.4. Bryndís Jónsdóttir, eigandi Talent ráðninga og ráðgjafar, segir að fyrirtæki sitt hafi tapað háum fjárhæðum, tugum milljóna króna, vegna notkunar Fast ráðninga á léninu talent.is. Neytendastofa úrskurðaði nýverið að Talent ráðningar og ráðgjöf ættu einkarétt á auðkenninu Talent. Meira »

Hugnast ekki að „kljúfa FME niður“

22.4. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að sér hugnist ekki sú hugmynd að „kljúfa stofnunina niður“ með því að færa eftirlit með bönkum í hendur Seðlabankans frá FME. Meira »

ESB fyrir framan Bretland í röðinni

22.4. Bandarískir embættismenn segja að Bretland sé nú fyrir aftan Evrópusambandið í röðinni þegar kemur að gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin. Meira »

Styttist í opnun Costco við Kauptún

22.4. Heildstæður svipur er nú að komast á bensínstöð Costco sem er við Kauptún í Garðabæ. Þá er verið að gera vöruhús verslunarinnar klárt en hún verður opnuð að morgni þriðjudagsins 23. maí. Meira »

363,7 milljóna hagnaður hjá Auðhumlu

21.4. Afkoma Auðhumlusamstæðunnar árið 2016 var 363,7 milljóna króna hagnaður eftir skatta en var 137 milljóna króna tap árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðhumlu en þar segir að viðsnúninginn megi fyrst og fremst rekja til tekna af erlendri starfsemi tengdri skyrsölu og hagnaðar af eignasölu. Meira »

77 milljarða króna framkvæmd

21.4. Uppsteypa á fyrstu íbúðarbyggingunni sem rís á Hlíðarenda í Vatnsmýri er langt komin. Í byggingunni verða 40 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Jarðvegsvinna við lagningu gatna og lagna í hverfinu er einnig í fullum gangi. Áætlanir gera ráð fyrir að uppbygging á Hlíðarenda muni kosta um 77 milljarða króna. Meira »

Varaðar við að auglýsa á Instagram

21.4. Kim Kardashain og Rihanna eru meðal þeirra sem hafa verið varaðir við því af bandarískum neytendasamtökum að auglýsa vörur gegn greiðslu á Instagram án þess að láta fylgjendur sína vita. Meira »

Hvað borðar Latabæjarkynslóðin?

21.4. Matarvenjur neytenda hafa tekið hröðum breytingum. Að mati stjórnanda Lyst-ráðstefnunnar hefur nýsköpun í matvælageira aldrei verið mikilvægari. Meira »

Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 18,5%

21.4. Launþegum hér á landi fjölgaði um 8.500 á síðasta ári. Meðalfjöldi launþega var rúm 180 þúsund en um 44% af fjölgun launþega á síðasta ári skýrist af fjölgun starfa í greinum sem snúa að ferðaþjónustu. Meira »

„Þetta var til skammar“

21.4. Forstjóri flugfélagsins Emirates hefur gagnrýnt flugfélagið United Airlines harðlega fyrir að hafa látið draga farþega úr vél félagsins í síðustu viku. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en maðurinn hlaut m.a. heilahristing við það að vera dreginn úr vélinni. Meira »

Með einkarétt á auðkenninu TALENT

21.4. Talent ráðningar og ráðgjöf eru með einkarétt á auðkenninu TALENT og er Fast ráðningum nú bannað að nota lénið talent.is vegna hættu á ruglingi milli fyrirtækjanna. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir