Hefja samstarf undir forstöðu Sjafnar

Hefja samstarf undir forstöðu Sjafnar

14:41 Fyrirtækin SagaMedica og KeyNatura hafa hafið formlegt samstarf sín á milli en Sjöfn Sigurgísladóttir, fyrrverandi forstjóri Matís ohf., veitir báðum fyrirtækjum forstöðu. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Áformar að stækka hlut sinn í RB

10:25 Gísli Heimisson hefur áform um að stækka frekar við hlut sinn í Reiknistofu bankanna en 7,2% hlutur hans hefur ekki verið færður í hlutaskrá RB vegna mótmæla frá Sparisjóði Höfðhverfinga. Enn er deilt um málið fyrir dómi. Meira »

Meira en sex ára bið eftir vélum

08:38 Boeing 737 MAX-vélarnar hafa nú hafið sig til flugs og flugfélög vítt og breitt um heiminn hafa pantað nærri 4.000 eintök af henni. Meðal þeirra er Icelandair sem mun á næstu fjórum árum taka við 16 slíkum vélum frá framleiðandanum. Meira »

Aldrei betri skil ársreikninga

08:08 Um 70% félaga í skilaskyldu höfðu skilað ársreikningum í gær. Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra var búist við miklum skilum í gær og næstu daga og er útlit fyrir að ársreikningar hafi aldrei skilað sér betur. Meira »

Klappir í Kauphöllina

07:26 Viðskipti með hlutabréf Klappa Grænna Lausna hf. hefjast í Kauphöllinni í dag. Klappir tilheyra hugbúnaðargeiranum og er fyrsta félagið sem tekið er til viðskipta á Nasdaq First North Iceland í ár. Meira »
Svæði

Fara fram á hluthafafund í Pressunni

07:20 Meirihlutaeigendur í Pressunni hafa óskað eftir hluthafafundi þar sem farið verði yfir stöðu félagsins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir. Að auki vilja þeir að ný stjórn verði kosin. Meira »

Seðlabankinn í myrkri

05:30 Þýski bankinn Deutsche Bank féllst hinn 7. október í fyrra á að greiða Kaupþingi 400 milljónir evra í sátt sem gerði út um áralangar deilur milli aðilanna og laut að uppgjöri á kröfu sem Kaupþing taldi sig eiga á hendur bankanum. Meira »

Endurfjármagna skuldir Reykjaneshafnar

Í gær, 20:08 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir að sveitarfélagið nái undir lögboðið 150% skuldaviðmið fyrir árslok 2022 með endurskipulagningu efnhags Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar. Hefur bærinn fengið lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 3,6 milljarða kr. til að endurfjármagna m.a. skuldir Reykjaneshafnar. Meira »

Stöðva viðskipti vegna orðróms um yfirtöku

Í gær, 15:59 Taívanski hlutabréfamarkaðurinn hefur stöðvað viðskipti með bréf í raftækjafyrirtækinu HTC vegna orðróms um yfirtöku af hálfu Alphabet, móðurfélags Google. Meira »

Banna 89 tegundir af þyrilsnældum

í gær Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu á 89 tegundum af þyrilsnældum (e. fidget spinners) hjá innflytjanda hér á landi þar sem hann hefur ekki enn sýnt fram á að varan sé örugg fyrir börn eftir fjögurra vikna frest. Meira »

Taka yfir 98% hlut í United Silicon

í gær Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13% hluta United Silicon. Ákvörðunin var tekin á hlutahafafundi félagsins sem fór fram í gær. Meira »

Staðfestu víðtæka niðurfellingu tolla

í gær Evrópuþingið staðfesti í dag samninga milli Evrópusambandsins og Íslands um viðskipti með matvæli sem fela í sér að felldir séu niður tollar af alls 101 tollnúmerum sem komi til viðbótar við þau númer sem tollar hafi þegar verið felldir niður af. Meira »

WOW air býður upp á hádegisflug

í gær Flugfélagið WOW air hefur ákveðið að nýta dauða tímann sem myndast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í hádeginu með því að hefja daglegar áætlunarferðir til nokkurra borga í Evrópu í vor. Meira »

Óvissa eitur í beinum fjárfesta

í gær Fjármálaráðherra segir það alvarlegt mál að ef erlendir aðilar dragi tímabundið úr fjárfestingu hérlendis vegna þeirrar óvissu sem ríkir um stjórn efnahagsmála. „Það sem er eitur í þeirra beinum er óvissa,” segir Benedikt Jóhannesson. Meira »

Engar verðlækkanir í augsýn

í gær Afar ólíklegt er að fasteignaverð haldi áfram að hækka jafn hratt og það hefur gert að undanförnu en einnig er ólíklegt að verð muni lækka. Meira »

Samkeppnisyfirvöld líti til netverslunar

í gær Viðskiptaráð Íslands leggur til að samkeppnisyfirvöld horfi í auknum mæli til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa hér á landi við mat á markaðsráðandi stöðu og viðurkenni netverslun, bæði innlenda og erlenda, sem hluta af sama markaði og almenn verslun. Meira »

Ono í hart við límonaðiframleiðanda

í gær Pólskt drykkjafyrirtæki hefur samþykkt að breyta nafninu á límonaðidrykk sínum í On Lemon eftir að Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, hótaði félaginu málsókn. Hinn kolsýrði svaladrykkur sem um ræðir hefur hingað til borið heitið John Lemon. Meira »

Byggingakostnaður hækkar um 1,5%

í gær Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2017 hefur hækkað um 1,5% frá fyrri mánuði.  Meira »

Fasteignaverð tekur kipp

í gær Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í ágúst. Þar af hækkaði verð á sérbýli um 2,4% og verð á fjölbýli um 0,5%.   Meira »

Ekkert í höfn eftir árabið

í gær Þremur og hálfu ári eftir að fyrst var tilkynnt um að banda­ríska iðnfyr­ir­tækið Silicor Mater­ials væri að meta Ísland sem stað fyr­ir upp­bygg­ingu sól­arkís­il­vers á Grund­ar­tanga hefur verið fallið frá samningum. Útséð er um að verkefnið gangi upp vegna erfiðleika við fjármögnun. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

í gær Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Heilbrigðis- og umhverfismál í sænsku fjárlögunum

í gær Heilbrigðismálin og umhverfismál eru ofarlega á baugi í fjárlagafrumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í morgun. Meira »

Apple truflar viðskiptamódel

í fyrradag Auglýsendur á internetinu standa frammi fyrir fordæmalausum truflunum á viðskiptamódeli sínu venga nýrra möguleika í væntanlegri hugbúnaðaruppfærslu Apple. Hugbúnaðaruppfærslan mun innihalda fídus sem kemur í veg fyrir auglýsingar sem elta notendur um allt internetið. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir