Ratcliffe flytur frá Bretlandi vegna skattanna

Ratcliffe flytur frá Bretlandi vegna skatta

19:54 Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands sem er Íslendingum kunnur fyrir jarðakaup sín hér á landi, er sagður ætla að flytja til Mónakó til að spara allt að fjóra milljarða punda í skatta. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

200 mílur 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Óskar eftir greiðslufresti

15:30 Stjórnendur WOW air hafa farið fram á frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista. Meira »

Segist ekki á leið í Seðlabankann

11:52 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, segist ekki vera á leiðinni úr pólitíkinni aftur í Seðlabankann. Egill Helgason spurði Lilju í Silfrinu á Rúv hvort hún ætlaði sér að sækjast eftir að verða Seðlabankastjóri síðar á árinu þegar skipunartími Más Guðmundssonar seðlabankastjóra rennur út. Meira »

Flugfélagið Flybmi gjaldþrota

í gær Breska flugfélagið Flybmi er nú komið í greiðslustöðvun og var öllum ferðum flugfélagsins aflýst í dag. Flybmi var með 17 vélar í áætlanaflugi til 25 Evrópuborga og segja forsvarsmenn flugfélagsins að útganga Breta úr Evrópusambandinu eigi stóran þátt í versnandi rekstri þess. Meira »

Lækkun launa Birnu í raun 6,8%-9,5%

í gær Laun bankastjóra viðskiptabankanna þriggja hafa verið talsvert í sviðsljósinu síðustu viku. Hækkuðu allir bankastjórar á milli ára, en tilkynning Íslandsbanka um að bankastjórinn hefði lækkað um 14,1% seint á síðasta ári vakti athygli. Þegar nánar er að gáð er raunveruleg lækkun á bilinu 6,8% - 9,5% Meira »

FME varar við eistnesku fyrirtæki

í gær Fjármálaeftirlitið varar við viðskiptum við eistneskt fyrirtæki sem hefur boðið íslenskum fjárfestum að eiga gjaldeyrisviðskipti. Fyrirtækið er ekki með leyfi til að veita fjárfestingarþjónustu á Íslandi og hafa yfirvöld í Bretlandi áður sent út viðvörun vegna þessa sama fyrirtækis. Meira »

Aflinn dregst saman um 57 prósent

15.2. Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 46,6 þúsund tonn, eða 57% minni en í janúar á síðasta ári. Samdráttur aflans skýrist af skorti á loðnu, en engin loðna veiddist í janúar samanborið við 68 þúsund tonn í janúar á síðasta ári. Meira »

Hagnaður TM lækkar um 2,4 milljarða

15.2. Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á síðasta ári nam 700 milljónum króna og lækkaði um 2,4 milljarða miðað við árið á undan. Tekjur vegna iðgjalda hækkuðu um tæplega 800 milljónir, en fjármunatekjur lækkuðu hins vegar um 1,9 milljarð. Þá hækkaði tjónakostnaður um 1,7 milljarð og var 13,9 milljarðar á árinu. Meira »

Einar og Jón Brynjar í framkvæmdastjórn Advania

15.2. Einar Þórarinsson og Jón Brynjar Ólafsson hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Advania. Þeir Einar og Jón Brynjar hafa báðir starfað hjá Advania um nokkurra ára skeið. Einar mun leiða nýtt svið þjónustu- og markaðsmála og Jón Brynjar verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Meira »

Landsnet hagnast um 4,3 milljarða

15.2. Hagnaður Landsnets á síðasta ári nam samtals 37,1 milljón dölum, eða um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Árið áður var hagnaðurinn 28 milljón dalir. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði var 61,1 milljónir dala, eða um 7,1 milljarður króna og hækkaði úr 59,3 milljónum dala árið áður. Meira »

Hlutafjáraukning fyrir frekari sókn Eldeyjar

15.2. Fjárfestingarfélagið Eldey hefur á undanförnum árum fjárfest í afþreyingartengdum ferðaþjónustufyrirtækjum. Nýjasta fjárfestingin er 51% hlutur í Sportköfunarskóla Íslands, Dive.is. Meira »

Geta orðið leiðarljós fyrir heiminn

15.2. Tilgangur með rekstri fyrirtækja er þeim Paul Polman og Valerie G. Keller hugleikinn, en þau halda erindi um málið á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í dag. Meira »

Ísland stendur betur en flestir

15.2. Skuldir ríkja innan OECD sem hlutfall af landsframleiðslu verða 72,6% á árinu 2019 að því er fram kemur í nýju riti OECD um horfur ríkisskulda meðal ríkja OECD. Meira »

Lax enn fluttur inn

15.2. Þótt hér á landi séu framleidd nærri 20 þúsund tonn af laxi og silungi á ári eru enn flutt inn á þriðja hundrað tonn af ferskum laxi, aðallega frá Færeyjum. Meira »

500.000 kr. bætur vegna hlerunar

15.2. Ríkislögmaður hefur boðið einstaklingi, sem sætti símhlerunum eftir skýrslutöku hjá lögreglu, fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur auk greiðslu vegna lögfræðikostnaðar. Meira »

Dönsk matvöruverslun við Hallveigarstíg

14.2. „Það sem kemur í staðinn verður betra en það sem var,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson sem stendur að opnun matvöruverslunarinnar Super1 að Hallveigarstíg 1, þar sem Bónus var áður til húsa, á allra næstu dögum. Meira »

Leigutekjur Heimavalla aukast milli ára

14.2. Fasteignafélagið Heimavellir hagnaðist um 48 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við 2,7 milljarða króna árið áður. Leigutekjur félagsins jukust um tæpar 600 milljónir, úr 3,1 milljarði í tæpa 3,7 milljarða sem er 19% vöxtur frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Meira »

Valdamiklir saksóknarar sem vilja játningu

14.2. Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Nissan-bílaframleiðandans, hefur nú setið þrjá mánuði í varðhaldi og má gera ráð fyrir að fangelsisdvölin eigi eftir að vera mun lengri. BBC segir saksóknara í Japan valdameiri en Vesturlandabúar eigi að venjast og líkur á sakfellingu séu um 99%. Meira »

Marple-mál: Sakfelldir en engin refsing

14.2. Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, voru í dag sakfelldir fyrir fjárdrátt í Landsrétti í Marple-málinu svokallaða, líkt og í dómi héraðsdóms. Hins vegar var refsing felld niður, en Magnús hafði fengið 18 mánaða dóm í héraði og Hreiðar 12 mánuði. Meira »

Mikilvægt að hlusta og skilja

14.2. Mikilvægast er fyrir leiðtoga að hlusta og skilja. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í erindi sínu á Viðskiptaþingi, en yfirskrift þess er „Skyggni nánast ekkert - forysta í heimi óvissu“. Hvatti hún stjórnendur í viðskiptalífinu til þess að sýna gott fordæmi þegar kæmi að launastefnum. Meira »

Margrét lætur af formennsku

14.2. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður samtakanna. Meira »

Eykur hlut sinn í Arnarlaxi

14.2. Norska eldisfyrirtækið Salmar, sem er hluthafi í Arnarlaxi og er skráð í kauphöllinni í Ósló, hefur gert samning um kaup á 3.268 hlutum í Arnarlaxi fyrir um 2,5 milljarða íslenskra króna. Meira »

Bæta við Boeing 747 fraktflugvél í flotann

14.2. Flugrekstur Flugfélagið Atlanta mun á næstu dögum ganga frá kaupum á Boeing 747-400 fraktflugvél ef allt fer sem horfir, en lokaskoðun vélarinnar fer nú fram í Taívan. Vélin er framleidd árið 1995 og að sögn forstjóra fyrirtækisins, Baldvins M. Meira »

Bréf í Arion banka lækka eftir uppgjör

14.2. Bréf í Arion banka hafa lækkað talsvert það sem af er degi í samtals um 130 milljóna króna viðskiptum. Ársuppgjör síðasta árs var birt í gær eftir lokun markaða og dróst hagnaður bankans saman úr 14,4 milljörðum árið 2017 í 7,8 milljarða í fyrra. Meira »

1,9 milljarða tap hjá Valitor

14.2. Heildarvelta Valitors nam 21,4 milljörðum króna árið 2018. Nettótekjur námu 9,4 milljörðum á árinu og er það 25% aukning frá árinu á undan. Rekstrarniðurstaða ársins 2018 var neikvæð um 1,9 milljarða samanborið við hagnað upp á um 900 milljónir árið á undan. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir