Leggja til tíu milljarða króna arðgreiðslur

Leggja til tíu milljarða króna arðgreiðslur

20:40 Hluthafar í Arion banka fá samtals tíu milljarða króna í arðgreiðslur, verði tillaga þess efnis samþykkt á hluthafafundi bankans sem fram fer í næstu viku í höfuðstöðvum bankans. Meira »

Skuldir Bandaríkjamanna fara hækkandi

16:31 Skuldir heimila í Bandaríkjunum jukust um 454 milljarða Bandaríkjadala milli ára, tæpa 50 þúsund milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í umfjöllun Reuters. Heildarskuldir bandarískra heimila eru því orðnar 13,29 billjónir Bandaríkjadala, um 1.457 trilljónir íslenskra króna. Meira »

Spænski boltinn í beinni á Facebook

14:00 Facebook hefur tryggt sér sýningarréttinn að spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta á Indlandsskaga næstu þrjú tímabil. 348 milljónir Facebook-notenda eru á Indlandsskaga og munu þeir geta horft á leikina frítt á Facebook. Meira »

Björn Brynjúlfur nýr formaður FVH

12:36 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) hefur tekið til starfa. Björn Brynjúlfur Björnsson tekur við formennsku í félaginu og Katrín Amni Friðriksdóttir hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri. Meira »

Áhyggjur af Tyrklandi valda óvissu

11:20 Markaðir í Asíu lokuðu með misjöfnu gengi í dag eftir nokkra lækkun vegna þeirrar efnahagslegu óvissu sem orðið hefur í Tyrklandi. Nikkei-kauphöllin í Japan hækkaði mest eða 2,28% og japanska yenið lækkaði smávægilega á sama tíma eftir að hafa hækkað nokkuð í kjölfar fjármagnsflótta frá Tyrklandi. Meira »

Aflaverðmæti dregst saman um 17,3%

09:30 Afli íslenskra skipa var tæplega 1.177 þúsund tonn í fyrra, sem er 109 þúsund tonnum meiri en árið 2016. Var aflaverðmæti fyrstu sölu um 110 milljarðar króna og dróst saman um 17,3% frá fyrra ári að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Meira »

Lækka um 88 milljarða á einu ári

05:30 Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar hafa því lækkað um rúmar 240 milljónir á dag, eða um 10 milljónir á klukkustund. Meira »

Segir að Tyrkir muni vinna þetta „stríð“

í gær Aðgerðir til að reyna að rétta af efnahag Tyrklands hafa ekki gengið en tyrk­neska lír­an hélt áfram að lækka í morg­un. Lír­an hef­ur veikst mjög gagn­vart öðrum gjald­miðlum og deila Tyrklands gegn Bandaríkjunum virðist fara versnandi. Meira »

Hlutafé í WOW air aukið um helming

í gær Hlutafé í flugfélaginu WOW air var nýlega aukið úr rétt tæplega 107 milljónum í tæplega 162 milljónir hluta, eða sem nemur 54,9 milljónum hluta. Voru upplýsingar um breytinguna uppfærðar í fyrirtækjaskrá á föstudaginn. Það er vefurinn Túristi sem greindi fyrst frá þessu. Meira »

Musk á í viðræðum við Sáda

í gær Elon Musk, forstjóri Tesla Motors, á í viðræðum við fjárfesta um mögulega aðkomu sádiarabísks fjárfestingarsjóðs og annarra fjárfesta að fyrirtækinu til þess að hægt sé að taka það af markaði. Frá þessu greindi Elon Musk í bloggfærslu í dag, en hann ýjaði að því á Twitter-síðu sinni í síðustu viku að hann ætlaði að reyna að taka félagið af markaði. Meira »

Hlutabréf í Bayer lækka í verði

í gær Hlutabréf í þýska lyfja- og efnafyrirtækinu Bayer hafa lækkað um ríflega tíu prósent eftir að dótturfélag þess, bandaríski landbúnaðarvöruframleiðandinn Monsanto, var dæmt til greiðslu 30 milljarða króna í skaðabætur þar sem dómstóll í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að efni í plöntueyði fyrirtækisins væri krabbameinsvaldandi. Meira »

Keypti fyrir 100 milljónir í Icelandair

í gær Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair group, keypti í dag hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir króna, eða 12.240.000 hluti á genginu 8,17. Meira »

Eftirspurn leigufélaga dregist saman

í gær Svo virðist vera sem spurn leigufélaga eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fari minnkandi það sem af er þessu ári miðað við þrjú ár þar á undan. Sérstaklega hefur sala til slíkra félaga dregist saman miðsvæðis í Reykjavík. Á þetta bendir hagfræðideild Landsbankans í nýjustu hagsjá sinni. Meira »

Líran heldur áfram að lækka

í gær Tyrkneski seðlabankinn ætlar að grípa til allra nauðsynlegra úrræða til að tryggja fjárhagslegan stöðugleika í landinu eftir að líran hélt áfram að lækka. Líran hefur veikst mjög gagnvart öðrum gjaldmiðlum eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti að tollar á tyrkneskt stál og ál yrðu tvöfaldaðir. Meira »

Launagreiðendum fjölgar um 3,4%

í gær Launagreiðendum á Íslandi fjölgaði um 3,4% frá júlí 2017 til júlí í ár. Voru launagreiðendur á því tímabili að jafnaði 17.952 og hafði fjölgað um 591 frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Meira »

Styður áform um að sniðganga Harley

12.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við áform eigenda Harley Davidson-mótorhjóla um að sniðganga fyrirtækið vegna áforma um að færa framleiðsluna frá Bandaríkjunum til annars lands. Meira »

Flugfélögin hafi áhrif á ferðamannastraum

12.8. Breytingar á leiðakerfum flugfélaganna hafa ekki minni áhrif á ferðamannastraum en sveiflur á gengi krónunnar og eru áhrif sem af þeim stafa jafnvel meiri en hækkandi verðlag hér á landi. Íslensku flugfélögin bættu hvort um sig við sig fimm áfangastöðum í Bandaríkjunum í sumar. Meira »

Góð dvöl á framandi stað

12.8. „Þetta er auðvitað frábrugðið öllu því sem maður þekkir,“ segir Sigurjón Ragnarsson, staðarstjóri Kælismiðjunnar Frosts í Shikotan sem er ein Kúrileyja austast í Rússlandi. Vísar hann í máli sínu til dvalar sinnar á svæðinu en hann hefur nú dvalið þar í um þrjár vikur ásamt þremur öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Meira »

Fjárfestar í mál við Musk

11.8. Óánægðir fjárfestar ætla að höfða mál gegn Elon Musk, stjórnanda og stofnanda fyrirtækisins Tesla, en ummæli Musk um að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði hafa farið illa í marga. Meira »

Lyfin brátt á markað

11.8. Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Coripharma og einn stærsti eigandi fyrirtækisins, segir í Morgunblaðinu í dag, að allt gengi samkvæmt áætlun hjá fyrirtækinu og stefnt væri að því að hefja framleiðslu lyfja strax eftir að úttekt Lyfjastofnunar á fyrirtækinu lýkur, væntanlega í október. Meira »

Tími snjall- og heilsuúra er kominn

10.8. Vöxtur í sölu snjall- og heilsuúra hefur verið með mesta móti síðastliðin ár. Samkvæmt bráðabirgðaáliti Tollstjóra voru flutt inn 6.503 snjall- og heilsuúr til landsins á fyrri helmingi ársins. Það er 220% aukning frá sama tímabili árið 2016. Meira »

Þrír sjávarútvegsfræðingar til Skagans3X

10.8. Hátæknifyrirtækið Skaginn3X hefur ráðið til sín þrjá unga sjávarútvegsfræðinga frá Háskólanum á Akureyri í söluteymi fyrirtækisins. Allir hafa þeir það sameiginlegt að hafa unnið lengi í sjávarútvegi, bæði til sjós og lands, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Meira »

Tyrkneska líran hrynur í verði

10.8. Tyrkneska líran hefur hrunið um næstum 20% gagnvart Bandaríkjadal það sem af er degi, á meðan ljóst þykir að samband Tyrklands og Bandaríkjanna fer hratt stirðnandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir landið þó munu bera sigur úr býtum í því sem hann kýs að kalla efnahagsstríð. Meira »

Bitnar á 55 þúsund farþegum

10.8. Flugmenn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair í fimm Evrópulöndum hófu í nótt verkfall, sem vara á í sólarhring. Nú er ljóst að verkfallið bitnar á um 55 þúsund farþegum, einmitt þegar tími sumarleyfisferða er ef til vill í hámarki. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir