Iceland Seafood á aðalmarkað

Iceland Seafood á aðalmarkað

Í gær, 19:11 Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. Félagið hefur verið skráð á First North-markað síðan 25 maí árið 2016 en markmiðið með skráningu félagsins á þeim tíma var að breikka eigendahópinn og stuðla að aukinni sókn félagsins. Meira »

ÍLS stofnar leigufélagið Bríeti

Í gær, 13:09 Íbúðalánasjóður hefur stofnað nýtt leigufélag undir nafninu Bríet. Mun félagið taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi sjóðsins í dag. Meira »

Nýtt verklag FME við framkvæmd vettvangsathugana

Í gær, 12:21 Fjármálaeftirlitið hefur tekið upp nýtt og endurbætt verklag við framkvæmd vettvangsathugana. Verklagið er í anda þess sem stuðst er við víða í Evrópu og felur m.a. í sér að vettvangsathuganir verða framkvæmdar í meira mæli á starfsstöð eftirlitsskylds aðila. Meira »

KPMG og Deloitte reka meðeigendur í Bretlandi

Í gær, 11:47 Endurskoðunarfyrirtækin KPMG og Deloitte í Bretlandi hafa losað sig við samtals 27 meðeigendur eftir rannsóknir sem leiddu í ljós óviðeigandi hegðun þeirra, meðal annars kynferðislega áreitni og einelti, á síðustu fjórum árum. Meira »

„Feykilega mikið púður í tunnunni“

Í gær, 11:03 Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagðist engar áhyggjur hafa af væntanlegu frumvarpi um að losa um fjármagnshöft enn frekar með því að heimila aflandskrónueigendum að losa aflandskrónueignir sínar að fullu. Sagði hann Seðlabankann hafa nóg „púður í tunnunni“ til að mæta mögulegu útstreymi. Meira »

Fólk sækir í dýrari vöru nú um jólin

Í gær, 10:45 Næstu tvær helgar eru einhverjar mestu verslunarhelgar ársins. Það er prýðilegt hljóð í verslunarmönnum fyrir hátíðirnar en ófá íslensk fyrirtæki reiða sig mjög á desember. Meira »

5,7 milljarða gjaldþrot félags Ármanns

Í gær, 10:31 Gjaldþrot fjárfestingafélagsins Ármanns Þorvaldssonar ehf., sem var í eigu Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kaupþings Sin­ger & Friedland­er í Bretlandi frá 2005 til árs­ins 2008 og núverandi forstjóri Kviku banka, nam samtals 5,73 milljörðum. Meira »

Stýrivextir óbreyttir

Í gær, 09:05 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5% að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Meira »

„Vanburðugur“ markaður

Í gær, 08:30 Íslenskur hlutabréfamarkaður er „í heild sinni mjög vanburðugur“ að því er fram kemur í nýrri hvítbók um framtíðarsýn íslenska fjármálakerfisins. Meira »

Ferðaþjónustan á Hveravöllum sett í sölu

Í gær, 08:28 Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins, en aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Meira »

Íslensk verðbréf kaupa Viðskiptahúsið

í fyrradag Íslensk verðbréf hafa undirritað samning um kaup á Viðskiptahúsinu, en samningurinn er gerður í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Fyrirvari er í samningnum um samþykki eftirlitsaðila og hluthafafundar Íslenskra verðbréfa sem haldinn verður 20. desember. Meira »

Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt

í fyrradag Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld hefur verið samþykkt á Alþingi með 32 atkvæðum. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og tíu sátu hjá. Meira »

Útiloka ekki offramboð á næstu árum

í fyrradag Nýbyggingar sem hafa komið á markað á þessu ári og gert er ráð fyrir að komi á markað á næsta ári passa fyrstu kaupendum illa. Á fyrstu 10 mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða 103 fermetrar og meðalfermetraverð um 521 þúsund krónur. Meira »

94% nýrra íbúðalána óverðtryggð

í fyrradag Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkar nú hraðar en kaupverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs, en þar segir að vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 7,2% sl. ár, en á sama tíma hafi vísitala íbúðaverðs hækkað um 4,1%. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

10.12. Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Þurfi að hefja söluferli banka

10.12. „Framtíðarsýn okkar er að bankakerfið þjóni fólki og fyrirtækjum og bjóði góða þjónustu á góðu verði,“ sagði Lárus Blöndal, formaður nefndar hvítbókar um fjármálakerfið. Nefndin hóf störf í febrúar og kynnti hvítbókina í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Traust ekki endurheimt á einum degi

10.12. Lítið traust almennings til bankakerfisins á Íslandi kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki á óvart. Hann segir að þrátt fyrir þá tortryggni sem sé lýsandi fyrir almenna viðhorfið sé hvetjandi að sjá að traustið hafi vaxið ár frá ári. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

10.12. Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

10.12. Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

10.12. Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Erfið vika að baki á Wall Street

10.12. Vikulækkun helstu hlutabréfavísitalna Bandaríkjanna í síðustu viku var sú mesta síðan í mars. Eru það einkum hlutabréf net- og tæknifyrirtækja sem hafa verið á niðurleið og er þróunin m.a. rakin til áhyggja fjárfesta af spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og óvissu um mögulega hækkun stýrivaxta síðar í þessum mánuði. Meira »

Auglýsa kol á loftslagsráðstefnunni

10.12. Forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda mættu í dag á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi til að hvetja til aukinnar notkunar kola og annars jarðefnaeldsneytis. Segir BBC 415 fjárfesta sem annist billjarða dollara fjárfestingar hvetja á sama tíma til að hætt verði að nota kol sem orkugjafa. Meira »

Ghosn ákærður fyrir fjármálamisferli

10.12. Saksóknari í Japan hefur ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann japanska bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. Ghosn var handtekinn í nóvember og sakaður um að hafa ekki gefið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um laun sín. Meira »

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

9.12. Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

10.12. Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018. Meira »

Eldi fram úr fiskveiðum

8.12. Spá Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD, gerir ráð fyrir að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar árið 2020. Þetta kemur fram í nýrri sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir