Klofinn félagsdómur segir vinnustöðvun ólögmæta

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Hagnaður Orkuveitunnar dregst saman

15:18 Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á þriðja ársfjórðungi þessa árs var 3,2 milljarðar samanborið við 4,34 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Meira »

Sjá tækifæri í styttingu grunnskólanáms

14:33 Verðmæt tækifæri kunna að felast í styttingu grunnskólanáms á Íslandi um eitt ár að mati Samtaka atvinnulífsins en þau færa rök fyrir því að þannig væri hægt að auka fjárframlög á hvern nemanda og bjóða kennurum samkeppnishæfari laun. Meira »

Gera ráð fyrir auknu útflutningsverðmæti

13:23 Útflutningsverðmæti sjávarafurða á þessu ári mun nema 210 til 220 milljörðum króna í ár og þannig dragast saman um ríflega 7% á milli ára. Á komandi ári er hins vegar gert ráð fyrir 4% aukningu útflutningsverðmætis vegna veikara gengis krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. Meira »

Kostar 90 milljónir að skoða íbúðirnar

13:05 Í fjölbýlishúsi nokkru í Hong Kong þarf að reiða fram 900 þúsund Bandaríkjadali, sem jafngilda tæpum 90 milljónum króna, til þess eins að fá að skoða íbúðirnar. Meira »

Kaupir fyrir 37 milljónir í Regin

11:39 Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hefur keypt hlutabréf í fasteignafélaginu fyrir 36,7 milljónir króna en í gær var undirritaður samningur um kaup þess á öllu hlutafé í tveimur dótturfélögum Fast-1 slhf. Meira »
Svæði

Byggingarkostnaður hækkar um 0,3%

11:08 Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan nóvember 2017 er 136,1 stig hefur hækkað um 0,3% frá fyrri mánuði.  Meira »

Telur fjögur ár í sjálfkeyrandi bíla

10:58 Sjálfkeyrandi bílar gætu verið komnir á götur Bretlands eftir fjögur ár gangi áform stjórnvalda eftir. Philip Hammond fjármálaráðherra segir að markmiðið sé að „algjörlega bílstjóralausir bílar“ verði komnir í not fyrir 2021. Meira »

Evran lækkar í kjölfar viðræðuslita

09:49 Evran hefur lækkað talsvert gagnvar helstu gjaldmiðlum og hlutabréfavísitalan í Þýskalandi hefur einnig lækkað í morgun í kjölfar þess að viðræður um myndun ríkisstjórnar runnu út í sandinn í Þýskalandi í gærkvöldi. Meira »

Reginn kaupir turninn Höfðatorgi

Í gær, 22:57 Fasteignafélagið Reginn hf. undirritaði í dag samning um einkaviðræður og helstu skilmála um fyrirhuguð kaup á öllu hlutafé dótturfélaga Fast-1 slhf., HTO ehf. og Fast-2 ehf. Stærstu eignir félaganna eru Katrínartún 2 (turninn Höfðatorgi) og Borgartún 8-16. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

18.11. Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Tekjur af eftirlitsgjaldi aukast um 26%

18.11. Tekjur Fjármálaeftirlitsins af eftirlitsgjaldi munu aukast um 26% á milli ára og verður tæplega 2,2 milljarðar króna í ár, samkvæmt nýbirtri rekstraráætlun fyrir árið 2018. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

18.11. Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

18.11. Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Smíða sex frystitogara eftir íslenskri hönnun

17.11. Eitt stærsta útgerðarfélag Rússlands, Norebo Group, hefur skrifað undir samning hjá Severnaya-skipasmíðastöðinni í St. Pétursborg um smíði sex frystitogara, en hönnunin er í höndum Nautic og Knarr. Meira »

Jarðvarmastöðin að Þeistareykjum gangsett

17.11. Landsvirkjun gangsetti í dag 17. aflstöð sína að Þeistareykjum við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. Meira »

Helmingi fleiri sendingar í kjölfar „Singles Day“

17.11. Töluverð aukning hefur orðið á milli ára í innlendri netverslun í kjölfar „Singles Day“ 11. nóvember sem kenndur er við einhleypa og hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Meira »

Hægist á hækkun fasteignaverðs

17.11. Verð á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,17% í október, en það er minnsta hækkun milli mánaða frá því í júní 2015. Verð á sérbýlum hækkaði um 0,3% og verð á fjölbýli um 0,1%. Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hækkanir frá fyrra ári séu á hraðri leið niður, en hækkunin sé þó enn mjög mikil. Meira »

Ferðaþjónusta væntir 4% vaxtar í fjárfestingum

17.11. Stjórnendur flutninga- og ferðaþjónustufyrirtækja vænta þess að fjárfesting þeirra aukist um rúm 4% í ár en samkvæmt könnun í vor bjuggust þeir við að aukningin yrði 18%. Meira »

ORA verðlaunað í París

17.11. ORA hlaut í fyrradag verðlaun í París fyrir forrétti á sýningu sem heitir Wabel, undir útflutningsvörumerki fyrirtækisins, Iceland's Finest. Þetta er framleiðsla sem ORA hefur hafið á vörum sínum til útflutnings. Meira »

Hætti vegna Panamaskjala en fær laun

16.11. Stjórn Stapa Lífeyrissjóðs lýsir vonbrigðum með dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli sem fyrrverandi framkvæmdastjóri sjóðsins höfðaði vegna starfsloka sinna vorið 2016 eftir að nafn hans kom upp í Panamaskjölunum. Meira »

ÍNN hættir útsendingum

16.11. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN hafa ákveðið að leggja stöðina niður og verður útsendingum hennar hætt í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu á Fésbókarsíðu sjónvarpsstöðvarinnar. Meira »

Segir öll fyrirtæki glíma við sama vandann

16.11. „Við erum að horfa til framtíðar og ef við ætlum að vera í fiskvinnslu þá þurfum við að laga okkur að nútímanum,“ segir Stein­grím­ur Leifs­son, for­stjóri Frost­fisks. Fram kom í gær að fyrirtækið hyggst hætta allri starfsemi sinni í Þor­láks­höfn og flytja hana til höfuðborg­ar­svæðis­ins. Meira »

Sigrún Ragna nýr forstjóri Mannvits

16.11. Stjórn Mannvits hefur ráðið Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur sem nýjan forstjóra félagsins, en fyrri forstjóri, Sigurhjörtur Sigfússon, lét af störfum í upphafi þessa mánaðar. Sigrún Ragna var áður forstjóri VÍS frá 2011 til 2016. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir