Þrír ákærðir fyrir innherjasvik

Þrír ákærðir fyrir innherjasvik

Í gær, 12:26 Þrír hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir innherjasvik í viðskiptum sem tengjast Icelandair. Á heimili eins þeirra fundust þrjár milljónir í reiðufé. Meira »

Bláa lónið hagnast vel

23.6. Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna.  Meira »

Ekkert verðmat í kjölfar tilboðs

23.6. Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, keypti 34,1% hlut í félaginu á 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Meira »

Áforma 64 íbúðir í Brautarholti

23.6. Fjárfestar hyggjast byggja 64 íbúðir í endurgerðum húsum í Brautarholti í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða 22 íbúðir í Brautarholti 18 og hins vegar 42 íbúðir í Brautarholti 20. Íbúðirnar verða smáíbúðir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

22.6. Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Hótar 20% tollum á evrópska bíla

22.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag að setja 20% innflutningstolla á bíla sem framleiddir eru í löndum Evrópusambandsins og fluttir til Bandaríkjanna. Meira »

Keahótel ehf. kaupir Hótel Kötlu

22.6. Keahótel ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kea hótelum. Hótelið verður áfram rekið undir sama nafni og mun reksturinn að mestu leyti haldast óbreyttur. Kaupin eru frágengin og er kaupverðið trúnaðarmál. Meira »

Mesti tekjuvöxtur í sögu STEFs í fyrra

22.6. Tónlist Hreinar tekjur STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, jukust um rétt tæplega 15,3% milli áranna 2016 og 2017, en þetta kemur fram í ársreikningi sambandsins. Meira »

Miklar sveiflur í kortanotkun vegna HM

22.6. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefur töluverð áhrif á kortanotkun landsmanna.  Meira »

Vogunarsjóðir áfram stærstir í Arion

22.6. Arion banki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa í bankanum miðað við 20. júní. Stærsti einstaki hluthafinn er áfram Kaupskil. Hlutur félagsins nemur 32,67% og þar af eru 15,42% í formu sænskra heimildarskírteina. Meira »

Fjórir lífeyrissjóðir með tæplega 60% af eignunum

22.6. Eignir lífeyriskerfisins voru um 4.114 milljarðar króna í árslok 2017, en það er um 161% af vergri landsframleiðslu.  Meira »

Kaupverðið undir verðmæti eigin fjár

22.6. Verðmæti eigin fjár Sparisjóðs Vestmannaeyja mátti meta á 483 milljónir króna þegar sjóðurinn var yfirtekinn af Landsbankanum árið 2015. Þetta er niðurstaða dómskvaddra matsmanna. Meira »

Airbus íhugar að yfirgefa Bretland

22.6. Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur varað við því að félagið gæti yfirgefið Bretland ef landið gengur úr innri markaði Evrópusambandsins og tollabandalagi án þess að gera útgöngusamning. BBC greinir frá. Meira »

100 til Moskvu í boði Arion

22.6. Arion banki bauð 100 viðskiptavinum á leik Íslands og Argentínu í Moskvu í liðinni viku.  Meira »

Forstjóraskipti hjá HB Granda

21.6. Meirihluti stjórnar HB Granda hf. ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson forstjóra um starfslok hans hjá félaginu en hann hefur setið í forstjórastólnum frá árinu 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda til Kauphallarinnar. Meira »

Rannveig skipuð aðstoðarseðlabankastjóri

21.6. Forsætisráðherra hefur samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands ákveðið að skipa Rannveigu Sigurðardóttur í embætti aðstoðarseðlabankastjóra til fimm ára frá og með 1. júlí 2018. Meira »

Tjón útflytjenda algeng

21.6. Meira en helmingur útflutningsfyrirtækja segist hafa lent í svikum og vanefndum í viðskiptum sínum við erlenda aðila, samkvæmt nýrri könnun sem Íslandsstofa hefur gert. Meira »

Hækkun fasteignamats velt yfir á leigutaka

21.6. Miklar líkur eru á því að hækkun fasteignamats á næsta ári verði velt yfir á leigutaka þar sem fasteignagjöld eru langstærsti kostnaðarliður félaga í útleigu á atvinnuhúsnæði. Meira »

Kaupmáttur jókst um 2,4%

21.6. Kaupmáttur launa í maí 2018 er 149,1 stig og hækkaði um 2,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 4,2%. Meira »

Styttist í greiðslu tekjuskatts

21.6. Miðað við óbreyttar rekstrarforsendur má áætla að íslensk starfsemi Alcoa fari að greiða tekjuskatt í upphafi næsta áratugar. Meira »

Leiga hækkað meira en laun og íbúðaverð

21.6. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% í maí samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, mælist nú 7,2% og mælist bæði ofar árshækkun íbúðaverðs og launa. Meira »

Tvö ný í framkvæmdastjórn Marel

21.6. Marel hefur tilkynnt um breytingu á skipulagi félagsins þar sem viðskipta- og sölusviði er skipt í tvö ný svið; þjónustu og alþjóðamarkaði. Nýir framkvæmdastjórar taka sæti í framkvæmdastjórn, Ulrika Lindberg sem framkvæmdastjóri þjónustu og Einar Einarsson sem framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða. Meira »

Sjóðir í stýringu Arion fjárfestu í bankanum

21.6. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í stýringu hjá Arion banka, fékk úthlutað 8 milljónum bréfa í bankanum, sem jafngildir 0,4% í heildarhlutafé bankans, í frumútboði sem lauk í síðustu viku. Meira »

Hlutur ferðaþjónustunnar 8,1%

21.6. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 8,1% árið 2016. Til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustunnar 6,2% árið 2015 og 5,2% árið 2014. Bráðabirgðatölur um áætlaða hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu ársins 2017 verða birtar 20. júlí næstkomandi. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir