Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn í Bretlandi

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn í Bretlandi

11:10 Undanfarin ár hefur Valitor þróast mikið og einbeitt sér í auknum mæli að hugbúnaðarlausnum og erlendum mörkuðum og hefur erlend velta Valitor aukist úr 18% af heildarveltu í byrjun árs 2013 í um 70% í dag. Meira »

Gjaldþrotabeiðnum fækkaði um 55%

10:31 Nýskráningum einkahlutafélaga fækkaði um 11% á öðrum ársfjórðungi 2017, borið saman við annan ársfjórðung 2016. Á sama tímabili fækkaði gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja á um 55% frá öðrum ársfjórðungi 2016. Meira »

Flugmönnum þarf að fjölga um 637.000

10:11 Flugfélög munu þurfa að ráða til sín 637.000 flugmenn næstu 20 árin til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta kemur fram í árlegri skýslu Boeing en fyrirtækið gerir nú ráð fyrir 3,6% viðbótarþörf eftir flugmönnum frá fyrra mati. Meira »

H&M opnuð 26. ágúst

09:24 Dyr fyrstu verslunar sænska tískurisans H&M hér á landi verða opnaðar í Smáralind þann 26. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H&M. Þar segir að verslunarkeðjan sé þekkt fyrir gæði og tískuvörur á hagstæðu verði, framleiddar á sjálfbæran máta. Meira »

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

09:20 Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun meðal annars standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð. Meira »

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

05:30 Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.   Meira »
Svæði

Vonast til að opna í ágúst

í gær Til stendur að opna Mathöllina á Hlemmi aðra helgina í ágúst, að því gefnu að öll leyfi liggi fyrir. Þetta staðfestir Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar. Framkvæmdir hafa tekið lengri tíma en ætlað var í fyrstu sem hefur tafið fyrir opnun. Meira »

Sex þúsund koma með skipi á morgun

í gær Stærsti dagur sumarsins í skemmtiferðaskipakomum til Reykjavíkur til þessa verður á morgun. Von er á rétt tæplega sex þúsund farþegum með fjórum skipum, þeim Arcadia, Insignia, Hanseatic og MSC Preziosa, en það síðastnefnda er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Reykjavíkur í ár. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

í gær Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Arinbjörn stjórnar upplýsingatæknisviðinu

í gær Arinbjörn Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Landsbankans og tekur þegar til starfa. Arinbjörn lauk M.Sc.-prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og Ph.D-gráðu í sömu grein frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2006. Meira »

Harðneita að samráð hafi átt sér stað

í fyrradag Þýski bílasmiðurinn BMW þvertekur fyrir að hafa átt í samráði með öðrum bílasmiðum um að hagræða mælingum á útblæstri díselbíla eða að hafa farið á svig við reglur. Meira »

Regnkápur rokseljast í rigningunni

23.7. Regnkápur og annar regnfatnaður virðist ætla að vera mjög vinsæll þetta sumarið en það hefur verið frekar blautt og sólarlítið, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við mbl.is segja forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem selja útivistarklæðnað að regnfatnaðurinn hafi verið sérstaklega vinsæll í sumar. Meira »

Vilja kaupa 25% hlut í Keahótelum

22.7. JL Properties, eitt stærsta fasteignafélag Alaskaríkis, er í viðræðum um kaup á 25% hlut í Kea-hótelkeðjunni. Keahótel reka átta hótel víðs vegar um landið og hjá keðjunni starfa um 250 manns. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

22.7. Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

21.7. Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Eyðsla ferðamanna í Bretlandi eykst

21.7. Eyðsla ferðamanna í Bretlandi jókst um 18% í júní vegna lækkandi gengis pundsins. Greint er frá þessu á vef Sky News og vitnað í Worldpay sem segir að ferðamenn hafi eytt 643 milljónum punda með greiðslukortum í júní eða því sem nemur 88,2 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Tæpir 80 milljarðar hafa horfið í Kongó

21.7. Talið er að meira en 20% af tekjum Lýðveldisins Kongó vegna námureksturs hafi tapast vegna spillingar og óstjórnar að sögn samtakanna Global Witness. Samtökin segja að peningarnir hafi verið fluttir í gegnum spillt kerfi tengd forseta landsins, Joseph Kabila. Meira »

Sýslumaður kyrrsetur eignir Skúla

21.7. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett fasteignir í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar í Subway en gerðarbeiðandi var þrotabú EK 1923 ehf., áður Eggert Kristjánsson ehf. heildverzlun. Meira »

Framleiðsluverð lækkað um 10,2%

21.7. Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 0,7% milli maí og júní 2017. Afurðir stóriðju lækkuðu um 2,2%, matvæli lækkuðu um 0,2%, sjávarafurðir hækkuðu um 0,1% og annar iðnaður hækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Meira »

Mikill vöxtur hjá Hermés

21.7. Sölutekjur lúxusframleiðandans Hermes jukust um 8,9% á öðrum fjórðungi ársins og námu 1,36 milljörðum evra eða því sem nemur 166,8 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Huldufélag úrskurðað gjaldþrota

21.7. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað félagið Fjárfar ehf. gjaldþrota en tollstjóri krafðist þess í maí að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Um hálfgert huldufélag er að ræða en það skilaði síðast árs­reikn­ingi árið 2012 og átti þá um 25 millj­ón­ir króna. Starf­semi fé­lags­ins virðist hins veg­ar hafa verið lít­il sem eng­in á þeim tíma. Meira »

Bann við auglýsingu Maclands stendur

21.7. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna birtingu á „BOOM“-auglýsingum Maclands. Er það mat Neytendastofu að auglýsingarnar brjóti gegn góðum viðskiptaháttum. Meira »

666 heimili í vanskilum

21.7. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júní 2017 námu 206 milljónum króna, en þar af voru 176 milljónir vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í maí 433 milljónum króna en meðalfjárhæð almennra lána var 10,3 milljónir króna. Meira »

Sigrún nýr forstöðumaður alþjóðasviðs

21.7. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Viðskiptaráði. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir