Paint mun lifa

11:21 Microsoft hefur ákveðið að halda áfram að bjóða upp á teikniforritið Paint í nýjustu uppfærslu á Windows 10. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hugðist fjarlægja forritið ásamt öðrum forritum. Meira »

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

05:30 Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Meira »

Vara við hraðari bráðnun Grænlandsjökuls

Í gær, 21:32 Vísindamenn eru „mjög áhyggjufullir“ yfir að bráðnandi jökulbreiða Grænlands geti hækkað sjávarmál meira en upprunalega var gert ráð fyrir. Að þeirra sögn ýta hlýnandi aðstæður undir þörungavöxt, sem dekkir yfirborð jökulsins. Því dekkri sem hann er því hraðar bráðni hann. Meira »

Ætla að örmerkja starfsfólkið

Í gær, 21:11 Bandaríska fyrirtækið Three Square Market hyggst verða fyrst bandarískra fyrirtækja til að örmerkja starfsmenn sína. Flagan er á stærð við hrísgrjón og mun gera starfsmönnum kleift að opna dyr, skrá sig inn í tölvukerfi og jafnvel kaupa í matinn. Meira »

Barn „nánast læknað“ af HIV

Í gær, 19:58 Níu ára barn fætt með HIV-veiruna hefur eytt meirihluta lífs síns án nokkurrar meðferðar. Barnið gekk í gegnum langa lotu af meðferð rétt eftir fæðingu. Síðan þá hefur það verið án lyfja í átta og hálft ár án nokkurra einkenna eða vísbendinga um virka veiru. Meira »

Paint hverfur úr Windows

í gær Teikniforritið Paint sem fylgt hefur Windows-stýrikerfinu síðan 1985 hverfur í næstu uppfærslu á Windows 10 sem kallast „Autumn“ eða „Haust“. Meira »

Samvera meginmarkmið símaleiksins

20.7. Stafræni samkvæmisleikurinn Triple Agent!, eftir íslenskja leikjafyrirtækið Tasty Rook, kemur út í dag. Hann snýst um að vera með öðrum, fremur en að hver leikmaður poti í sinn skjá. Meira »

Fylgjast með reki risajakans

18.7. Hinn risavaxni ísjaki, A-68, sem brotnaði af íshellu sem umlykur Suðurskautslandið í síðustu viku, heldur áfram að reka út á haf. Jakinn er sá einn sá stærsti sem sést hefur eða um 6000 ferkílómetrar að stærð. Meira »

Leturgerðin kom upp um svikin

13.7. Forsætisráðherra Pakistans er í vondum málum eftir að upp komst að fjölskylda hans falsaði líklega skjöl sem áttu að sýna fram á lögmæti viðskipta fjölskyldunnar í gegnum skattaskjól. Meira »

Vilja hlaða rafbíla þráðlaust á ferðinni

11.7. Verkfræðingar við Stanfordháskóla hafa þróað tækni sem gæti gert mögulegt að hlaða rafmagnsbíla þráðlaust meðan á akstri stendur. Meira »

Líf undir jökli auðveldar geimveruleit

8.7. Merki um nýjan stofn baktería í vatni sem falið er undir íslenskum jökli, langt fjarri geislum sólar, hefur varpað ljósi á það hvernig líf getur þrifist í neðanjarðarhöfum ístungla á braut um Satúrnus og Júpíter. Meira »

Mun Facebook gefa út snjallsíma?

21.7. Samfélagsmiðlarisinn Facebook gæti verið að vinna að gerð snjallsíma, miðað við umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi sem gerð var í Bandaríkjunum í janúar. Meira »

Gat í mesta lagið skokkað rösklega

18.7. Nýjar rannsóknir benda til þess að stærð og þyngd grameðlunnar hafi gert það að verkum að hún komst ekki nema 20 km/klst. Niðurstöðurnar benda til þess að T. Rex sé bókstaflega ein skelfilegasta skepna sem GENGIÐ hefur á jörðinni. Meira »

SoundCloud á barmi gjaldþrots

14.7. Tónlistarveitan SoundCloud rambar á barmi gjaldþrots. Á vef Business Insider kemur fram að fyrirtækið sé talið eiga minna en 50 daga eftir. Ekki er nema rúm vika síðan 170 starfsmönnum var sagt upp en áður störfuðu um 420 manns hjá fyrirtækinu. Meira »

Einn stærsti ísjaki í sögunni

12.7. Billjón tonna ísjaki hefur brotnað frá flotjökli sem umlykur Suðurskautslandið. Um er að ræða einn stærsta hafísjaka í sögunni, sem er meira en fjórum sinnum stærri en London. Sérfræðingar hafa fylgst með stórri sprungu í Larsen C-flotjöklinum undanfarið en þar hefur ísjakinn „hangið á bláþræði“. Meira »

Áratugur snjallsímans

9.7. Tíu ár eru síðan iPhone-snjallsíminn leit dagsins ljós og hrinti af stað snjallsímabyltingu sem breytti heiminum.  Meira »

Ólæknandi lekandi ekki greinst hér

7.7. Lekandabakteríur sem eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum hafa ekki greinst hér á landi. Sóttvarnalæknir segir að fréttir af slíkum bakteríum utan úr heimi séu samt sem áður áhyggjuefni. Meira »

Lekandi að verða ólæknandi?

7.7. Erfiðara er nú að meðhöndla lekanda en áður, og í sumum tilvikum ómögulegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Þar segir að bakterían sé hratt að mynda ónæmi gegn sýklalyfjum. Meira »

Telja lyfjagjöf geta valdið nýjum æxlum

6.7. Krabbameinslyfjameðferð kann að gera krabbameini kleift að dreifa sér og valda nýjum, ágengum æxlum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað var um í breska dagblaðinu Daily Telegraph í gær. Meira »

Tesla byggir stærsta batterí í heimi

7.7. Stærstu liþíum-rafhlöðu í heimi verður komið fyrir í Suður-Ástralíu. Rafhlaðan er smíðuð af Tesla-bílaframleiðandanum og er henni, að sögn fylkisstjórans Jay Weatherill, ætlað að vernda suðurhluta Ástralíu fyrir orkuskorti, sem valdið hefur rafmagnsleysi í fylkinu. Meira »

Kominn á kaf í annan heim

5.7. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun gefa út sinn fyrsta „full-body virtual sport“-tölvuleik í ár. Blaðamaður mbl.is gerði sér ferð í höfuðstöðvar CCP til að prófa leikinn. Hægt er að sjá afurð ferðarinnar í meðfylgjandi myndskeiði. Meira »