Biðst afsökunar á Control-Alt-Delete

14:28 Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur beðist afsökunar á því hversu ergilegt það getur verið að „logga sig inn“ á tölvur með Windows-hugbúnaðinum. „Ef ég gæti gert eina litla breytingu myndi ég setja hana í einn takka,“ sagði Gates um skipunina Control-Alt-Delete. Meira »

Nema ekki eigið mökunarkall

11:03 Vísindamenn hafa komist að því að tvær tegundir appelsínugulra smáfroska eru hættar að nema eigin mökunarköll. Um er að ræða einsdæmi í dýraríkinu að því best er vitað. Meira »

Stórt skref í erfðaráðgjöf

Í gær, 17:02 Íslensk erfðagreining greindi frá nýrri rannsókn í dag sem fjallar um áhrif aldurs foreldra á stökkbreytingar í börnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að með rannsókninni séu hann og samstarfsmenn hans að færa heiminum nokkuð gott tæki til að nota í erfðaráðgjöf. Meira »

Apple truflar viðskiptamódel

í fyrradag Auglýsendur á internetinu standa frammi fyrir fordæmalausum truflunum á viðskiptamódeli sínu venga nýrra möguleika í væntanlegri hugbúnaðaruppfærslu Apple. Hugbúnaðaruppfærslan mun innihalda fídus sem kemur í veg fyrir auglýsingar sem elta notendur um allt internetið. Meira »

Miðar betur en áður var talið

19.9. Samkvæmt nýrri skýrslu um loftslagsbreytingar kemur fram að magn CO2 eða kolefnis sem hægt er að losa án þess að hitastig jarðar hækki um 1,5°C sé meira en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt þessum niðurstöðum miðar okkur betur en áður var talið að uppfylla skilmála Parísarsamkomulagsins. Meira »

Nýtt skjaldkirtilslyf veldur aukaverkunum

15.9. Gömul útgáfa af lyfi sem notað er við sjúkdómum í skjaldkirtli verður sett á ný á markað í Frakklandi eftir þúsundir notenda nýju útgáfunnar kvörtuðu undan alvarlegum aukaverkunum lyfsins. Þrjár milljónir Frakka nota lyfið. Meira »

20 ára för Cassini lokið

15.9. Geimfarið Cassini, sem verið hefur á sporbraut um Satúrnus í 13 ár, hefur mætt örlögum sínum. Í hádeginu datt tengingin við farið út í fyrsta og hinsta sinn en 20 ár eru liðin frá því að því var skotið á loft ásamt könnunarfarinu Huygens. Meira »

Arftaki Pixel kynntur í október

14.9. Tæknisrisinn Google hefur tilkynnt að arftaki Pixel snjallsímans verði kynntur í þann 4. október. Google hóf innreið sína á snjallsímamarkaðinn á síðasta ári með Pixel símanum. Síminn fékk góðar umsagnir en talið er að salan hafi ekki staðist væntingar Google sem upplýsir ekki um sölutölur. Meira »

iPhone X ólíklegur í jólapakkann

13.9. Ólíklegt þykir að iPhone X, nýjasti iPhone síminn sem kynntur var í gær, verði til í einhverju magni í verslunum hér á landi fyrir jól. Opnað verður fyrir forpöntun vestanhafs þann 27. október. Meira »

Vígahnöttur á kvöldhimni vekur athygli

13.9. Ljósagangur á himni yfir Íslandi í gærkvöldi virðist hafa vakið athygli margra og hafa notendur samfélagsmiðla verið duglegir að deila myndum og myndböndum af fyrirbærinu með vangaveltum um hvað væri þar á ferðinni. Stjörnufræðivefurinn segir vígahnött hafa verið þar á ferð. Meira »

Nýr iPhone kynntur

12.9. Apple mun innan skamms kynna nýjan iPhone, en í ár eru tíu ár liðin frá því að fyrsti iPhone-síminn, sem gjörbylti tæknimarkaðnum, kom á markað. Kynningin verður sú fyrsta sem fer fram í Steve Jobs Theatre sem er staðsett í nýjum höfuðstöðvum Apple. Meira »

Google hallar sér að Lyft

15.9. Alphabet Inc., móðurfélag Google íhugar nú að fjárfesta einum milljarði dollara í leigubifreiðaþjónustuna Lyft sem er helsti samkeppnisaðili Uber. Alphabet og Lyft hafa átt í viðræðum um fjárfestinguna á undanförnum vikum. Alphabet var meðal fyrstu fjárfesta Uber en fyrirtækin standa nú í málaferlum. Meira »

Svanasöngur Cassini

14.9. Á morgun mun geimfarið Cassini verða að engu í gufuhvolfinu sem umvefur Satúrnus og ljúka 20 ára för sem hefur aflað mannkyninu ómetanlegrar þekkingar á áður óþekktum afkimum sólkerfisins. Fyrir þá sem hafa fylgt geimfarinu eftir árum og áratugum er um að ræða tregablandin tímamót. Meira »

Hræsni að halda lausnum fyrir sjálfan sig

13.9. Ari Jónsson, nemi í vöruhönnun við LHÍ, hefur hannað flösku sem byrjar að brotna niður um leið og hún er orðin tóm. Hann vonar að sem flestir taki hugmyndina upp til að verkefnið nái raunverulegum árangri. Meira »

Hægt að greiða með snjallsímanum

13.9. Ný greiðslulausn sem Síminn hefur þróað í samstarfi við Advania gerir fólki kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með snjallsímanum. Meira »

Nýr iPhone X með andlitslesara

12.9. Apple hefur nú svipt hulunni af nýjasta meðlimi iPhone fjölskyldunnar, iPhone X, sem margir höfðu beðið eftir af mikilli eftirvæntingu. Ýmsar nýjungar verður að finna í nýja snjallsímanum, en helsta útlitsbreytingin er sú að skjárinn nær yfir alla framhlið símans. Meira »

OR og HÍ fengu 1,5 milljarðs króna styrk

11.9. Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Háskóla Íslands og erlendar vísindastofnanir hafa fengið tvo styrki samtals að fjárhæð 12,2 milljóna evra, eða rúmlega eins og hálfs milljarðs króna, frá Evrópusambandinu til þróa áfram bindingu koltvíoxíðs sem grjót. Meira »

Bretar vanrækja loftmengunarráðstafanir

11.9. Breska ríkisstjórnin er sökuð um að vanrækja skyldu sína til að vernda borgara sína fyrir ólöglegum og hættulegum stigum loftmengunar í sérstakri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem fjallar um mannréttindi í tengslum við efnaúrgang. Meira »

Með börnin sín í appinu

9.9. Tækninni er sífellt að fleygja fram og svo virðist sem snjallsíminn sé orðinn eitt þarfasta þing mannsins. Snjallsíminn hefur nú teygt sig inn í daglegt starf á leikskólum landsins með tilkomu smáforritsins Karellen. Meira »

Gervigreind fækkar bankafólki

11.9. Vísbendingar eru um að gervigreind og aukin notkun sjálfvirkni eigi þátt í fækkun starfa í bönkum á Íslandi.   Meira »

Undralyf eða svindl?

9.9. Framleiðsla kollagens minnkar þegar aldur færist yfir og húðin slappast og hrukkast. Margir hafa brugðið á það ráð að taka kollagen inn í töfluformi eða dufti til að minnka hrukkur. Efnið er einnig talið gott fyrir liði og liðverki. En virkar það? Meira »