Einkenni stundum mikil, stundum lítil

09:30 Sumar konur fá heiftarleg einkenni á breytingaskeiðinu en aðrar finna varla fyrir þeim. Arnar Hauksson læknir segir að breytingaaldurseinkenni geti dregið verulega úr lífsgæðum og þá skipti máli að eitthvað sé í boði fyrir konur sem þær geta tekið án þess að það skapi þeim áhættu. Meira »

Vill ekki frændann á samfélagsmiðla

í fyrradag Tim Cook, forstjóri Apple, gerði ofnotkun á tækni að umtalsefni sínu í ræðu sem hann hélt í Harlow College-skólanum í Essex á Englandi í dag. Hann telur að það ætti að takmarka tækninotkun í skólum. Meira »

Prufa að greina krabba með blóðprufu

19.1. Vísindamenn við John Hopkins háskólann gera nú tilraunir með blóðprufu sem á að geta greint átta mismunandi tegundir af krabbameini. Hugmyndin að baki blóðprufunni er að þróa blóðprufu sem tekin verði árlega og hjálpi þannig til við að greina krabbamein snemma og auka þar með batalíkur. Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

19.1. Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

Síðustu þrjú ár þau allra heitustu

18.1. Síðustu þrjú ár eru þau allra heitustu frá upphafi mælinga, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu frá Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ Sam­einuðu þjóðanna (WMO). Meira »

Allar umbúðir verði úr endurvinnanlegu plasti

18.1. Allar plastumbúðir verða gerðar úr endurvinnanlegu plasti fyrir árið 2030 samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins. Þá verður einnig dregið verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Meira »

Umdeildar rafmagnsveiðar verði bannaðar

16.1. Evrópuþingið hefur í dag kallað eftir því að nokkurs konar raflínuveiðar innan Evrópusambandsins verði bannaðar, en þær hafa einkum verið stundaðar í Norðursjó. Veiðarnar hafa þótt umdeildar en í þeim felst að straumi er hleypt á línur, sem svo eru lagðar rétt yfir botni sjávar, í því skyni að hrekja sjávardýr af botninum og í troll fiskiskipa. Meira »

Sóttu erfðamengi löngu látins manns

16.1. Í grein sem birtist í gær í vísindatímaritinu Nature Genetics, er greint frá því hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans, úr litningabútum 182 afkomenda hans. Meira »

Mikil áhrif á umhverfið

15.1. Áhrif eldgossins í Holuhrauni haustið 2014 á eðlis- og efnafræðilega eiginleika umhverfisins voru mikil og meiri en talið hefur verið. Þetta segir í kynningu á nýju riti vísindamanna sem ber yfirskriftina Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu. Meira »

„Fyrirtæki eru í meiri mæli að nota netmiðla“

13.1. Andri Már Kristinsson er ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni þar sem hann sérhæfir sig í stefnumótun og markaðssetningu á vefnum. Við spurðum Andra um nýtt námskeið á vegum Hugsmiðjunnar í AdWords. Meira »

Boða breytingar á Facebook

12.1. Facebook er að gera töluverðar breytingar á samfélagsmiðlinum þar sem póstar frá fyrirtækjum, fjölmiðlum og vörumerkjum verða gerðir minna áberandi. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

17.1. „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Kæfði hnerra og reif háls

16.1. Það getur verið stórhættulegt að reyna að kæfa kröftugan hnerra með því að halda fyrir munn og nef. Breskur maður reif hálsinn á sér við slíkt athæfi. Slíkt getur gerst þegar loftþrýstingurinn sem fylgir hnerra finnur sér enga útgönguleið nema að rífa sig í gegnum mjúkvefi í öndunarvegi. Meira »

Gervitunglið sem kemst í bakpoka

15.1. Það lætur ekki mikið yfir sér gervitunglið sem er til sýnis í HÍ. Tækið sjálft er einungis 4 kíló að þyngd en safnar 5-6 terabætum af gögnum á degi hverjum en slík gagnasöfnun verður sífellt umfangsmeiri og það er hlutverk fólks að hanna algóritma til að lesa úr gögnunum. mbl.is kíkti á gripinn. Meira »

Vetrarfitan kann að helgast af sólarleysi

13.1. Lægðirnar sem ganga yfir landið og skammdegismyrkrið ýta trúlega undir að margir fleygja sér upp í sófa hvenær sem færi gefst, liggja þar afvelta og horfa á sjónvarpið þar til Óli Lokbrá kemur í heimsókn. Meira »

Bálkakeðjan á erindi við fiskinn

12.1. Með bálkakeðjutækninni væri hægt að auka sjálfvirkni í viðskiptum með fisk og bjóða upp á meiri rekjanleika. Fara þarf varlega í sakirnar og kynnast tækninni betur áður en tekin væru risaskref. Meira »

Taldi sig hafa lengst um 9 sm

10.1. Japanskur geimfari hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið því fram á samfélagsmiðlum að hann hefði lengst um níu sentimetra síðan hann kom í alþjóðlegu geimstöðina, ISS, fyrir rúmum þremur vikum. Meira »

„Veggurinn“ frá Samsung á næsta leiti

9.1. Raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti á dögunum „Vegginn“ sem er gríðarstórt sjónvarp, heilar 146 tommur að stærð. Fyrirtækið hefur enn ekki sett verðmiða á þessa nýjung. Meira »

„Konurnar“ reyndust vélmenni

8.1. Fjölda kínverskra stefnumótaappa hefur verið lokað eftir að í ljós kom að konur sem þar var að finna voru ekki af holdi og blóði heldur afsprengi tölvuforrita. Meira »

Þróa nefúða við spilafíkn

8.1. Finnskir vísindamenn ætla að hefja rannsókn á því hvort hægt sé að meðhöndla spilafíkn með fljótvirkum nefúða.  Meira »

117 gráða munur milli staða

8.1. Sydney var heitasti staður á jörðinni í gær. Þar mældist 47,3 stiga hiti. Washington-fjall var kaldasti staður jarðar á laugardag. Þar mældist um 70 stiga frost með vindkælingu. Meira »