Mengunarvörn fannst á ruslahaugum

í gær „Þetta gæti orðið grunnur að nýjum endurvinnsluaðferðum fyrir plast,“ segir Snædís Huld Björnsdóttir, sameindalíffræðingur og lektor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, við mbl.is. Meira »

Tankurinn breytist í stjörnuver

18.4. Borgarstjóri Reykjavíkur, forstjóri Perlu Norðursins og framkvæmdastjóri Veitna hafa undirritað samning um kaup Reykjavíkurborgar á tveimur hitaveitutönkum við Perluna. Annar tankurinn er nú þegar nýttur undir íshelli. Hinn verður innréttaður í sumar fyrir stjörnuver. Meira »

Asperger starfaði með nasistum

11:19 Austurríski barnalæknirinn Hans Asperger starfaði með nasistum og var mjög virkur í starfi þeirra við svo nefnda „líknardrápsáætlun“ sem studdi við hugmyndir þeirra um hreinleika kynþátta. Meira »

Sendu viðvörun vegna netárása

17.4. „Við gáfum út viðvörun í morgun til okkar þjónustuhóps, fjarskiptafyrirtækjanna og stjórnsýslunnar, þar sem er talað um hugsanlegar netárásir sem geta verið tengdar þessum aðgerðum í Sýrlandi,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, í samtali við mbl.is. Meira »

Ensím sem étur upp plast

17.4. Vísindamenn telja sig hafa náð að bæta náttúrulegt ensím með þeim hætti að það getur „melt“ – ef svo má segja – hluta þess plastúrgangs sem til fellur í samfélagi manna. Meira »

Leyfir hópmálsókn gegn Facebook

17.4. Alríkisdómari í Kaliforníu heimilaði í gær hópmálsókn gegn Facebook vegna ásakana um að á samfélagsmiðlinum séu persónuverndarlög brotin þegar andlit á ljósmyndum eru greind án sértaks samþykkis notandans. Meira »

Æskudraumur rættist með Nintendo

14.4. Leikurinn Sumer sem Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson stendur að kom út á Nintendo Switch í Evrópu í gær. „Persónulega er þetta ótrúlega merkilegt og skemmtilegt. Maður ólst upp við að spila Mario á Nintendo NES-tölvunni og síðan er maður allt í einu búinn að gefa sjálfur út leik með þessu fyrirtæki.“ Meira »

Náðu glæpamanni með andlitsgreiningartækni

13.4. Kínverska lögreglan nýtti andlitsgreiningartækni til þess að finna og handtaka mann meðal 60 þúsund tónleikagesta í Kína á dögunum. Var maðurinn furðu lostinn við handtökuna. Meira »

„Pönkskjaldbökur“ í útrýmingarhættu

12.4. Skjaldbökur af tegundinni Elusor macrurus, eða Mary river-skjaldbökur, hafa bæst á lista Dýrafræðistofnunar Lundúna yfir dýr í útrýmingarhættu. Meira »

Ísland best í fjarskiptainnviðum

11.4. Ísland er í fyrsta sæti í þróun fjarskiptainnviða í samantekt Alþjóðafjarskiptasambandsins um stöðu þróunnar fjarskiptainnviða. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók við viðurkenningu fyrir Íslands hönd á Grand hóteli í dag. Meira »

Réðust að Despacito á YouTube

10.4. Fyrr í dag náðu hakkarar að brjótast inn á YouTube-aðgang myndbandaveitunnar Vevo og valda nokkrum usla, en myndbandaveitan heldur utan um myndbönd frá tónlistarmönnum sem eru á mála hjá plötuútgáfunum Universal, Sony og Warner. Mest spilaða myndbandið á YouTube er þar nú hvergi að finna. Meira »

Hver var tilgangurinn með hnappinum?

15.4. Kosningahnappur á Facebook sem birtist íslenskum Facebook-notendum á kjördegi í október 2017 er til umfjöllunar á vef Guardian í dag. Meira »

Áfengi styttir lífið

13.4. Sagt er að hláturinn lengi lífið en svo er ýmislegt sem styttir lífið. Áfengisnotkun fer þar ef til vill fremst í flokki og niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar benda til þess að áfengi stytti lífið. Í niðurstöðunum sem eru birtar í vísindatímaritinu The Lancet segir meðal annars að regluleg áfengisdrykkja yfir viðmiðunarmörkum geti stytt meðalævi um nokkur ár. Meira »

Nátthrafnar líklegri til að deyja um aldur fram

13.4. Fólk sem fer seint að sofa og á erfitt með að vakna á morgnana er líklegra til þess að deyja um aldur fram en þeir sem fara snemma á fætur. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Meira »

Endurskoða allt regluverk um fjarskipti

11.4. Verulegar ógnir fylgja nútímafjarskiptum og þeim mun fjölga á komandi árum að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell hélt ræðu á fundi um framtíð og stöðu fjarskipta á Grand hóteli í dag. Meira »

Vildi ekki deila persónulegum upplýsingum

10.4. For­stjóri og stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg, kom fyr­ir þing­nefnd á Banda­ríkjaþingi í kvöld þar sem hann baðst afsökunar á því hvernig Facebook hefur tekið á vaxandi reiði eftir að ljóst var að fyrirtækið lak upplýsingum um milljónir notenda til fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lytica. Meira »

Símar framtíðarinnar?

10.4. Mörgum finnst ekkert svo langt síðan að GSM símarnir voru fyrst og fremst notaðir til að hringja, SMS og spila tölvuleiki eins og Snake. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er snjallsíminn orðin óaðskiljanlegur hluti hversdagsins. En hvað verður nýtt í símum framtíðarinnar? Meira »

Viltu kaupa risaeðlu?

10.4. Beinagrindur tveggja risaeðla verða boðnar upp í París í vikunni. Samkvæmt lýsingu uppboðshaldara eru beinagrindurnar fallegt skraut sem setur skemmtilegan svip á heimilið, svo lengi sem viðkomandi er með rúmgóða stofu. Meira »

Fengu upplýsingar um 2,7 milljónir í ESB

6.4. Breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar um 2,7 milljóna facebooknotenda innan landa Evrópusambandsins. Talsmaður sambandsins greindi frá því í dag. Meira »

Fá að vita hvaða upplýsingum var deilt

9.4. 87 milljónir Facebook-notenda fá að vita í dag hvort upplýsingum um þá, sem safnað er af samfélagsmiðlinum, hafi verið deilt með fyrirtækinu Cambridge Analytica. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Guardian. Meira »

Höfðar mál gegn lækni sem notaði eigið sæði

4.4. Bandarísk kona hefur nú höfðað mál gegn kvensjúkdómalækninum sem sinnti foreldrum hennar í tengslum við getnað hennar, eftir að DNA-rannsókn sýndi fram á að hann notaði eigið sæði til að hjálpa henni að verða ólétt. Meira »