Segja snjallsímann trufla fjölskyldulífið

í gær Það hefur mikil og truflandi áhrif á fjölskyldulífið þegar foreldrar eru mikið í snjallsímum sínum á heimilinu. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar þar sem ungmenni á aldrinum 11-18 ára í Bretlandi voru spurð út í tækjanotkun foreldranna. Meira »

Fastir úti í geimi í 3 ár

í fyrradag Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur talað um að senda fólk til reikistjörnunnar Mars í mörg ár, meðal annars með geimfarinu Orion. NASA hefur aftur á móti ekki greint frá því hvernig framkvæmdin verður en svo virðist sem áætlun þess efnis sé að verða að veruleika. Meira »

Óútskýrð ljós á himninum fá nafnið Steve

14:50 Geimvísindastofnun Evrópu rannsakaði nýlega sjaldgæfa tegund ljósa sem birtast á næturhimninum og hafa hingað til gengið undir nafninu róteindabogi (proton arc), en um er að ræða gerð norðurljósa sem eru gráleit og jafnvel fjólublá sem mynda boga yfir himininn. Meira »

Gengið fyrir vísindin

22.4. Vísindagangan (e. March for Science) fór fram í Reykjavík í dag í tilefni Dags Jarðar sem er á morgun. Markmið göngunnar er að sýna vísindafólki samstöðu og um leið fagna vísindum sem mikilvægri stoð í lýðræðislegu samfélagi. Fólk kom saman á Skólavörðuholti hjá styttu Leifs Eiríkssonar. Meira »

Hjólað í vinnuna helmingar sjúkdóma

21.4. Viltu lifa lengur, minnka hættuna á krabbameini og hjartasjúkdómum? „Hjólaðu þá í vinnuna,“ segja vísindamenn við háskólann í Glasgow sem tóku þátt í umfangsmestu rannsókn á kostum og göllum hjólreiða. Meira »

Hefur lést um 250 kíló

20.4. Egypsk kona, sem var talin vera þyngsta kona heims, hefur lést um helming, að því er læknar konunnar segja. Konan, sem gekkst undir aðgerð á Indlandi, vó 500 kíló en hefur nú misst 250 kíló í kjölfar skurðaðgerðar. Meira »

Hættulaust smástirni nálgast

19.4. Þó að smástirni sem fer framhjá jörðu í kvöld sé það stærsta sem svo nálægt hefur komið í þrettán ár, er það það dauft að nota þarf tiltölulega stóran áhugamannasjónauka til að sjá það. Þetta segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnu­fræðivefsins, um smástirnið J025. Meira »

Fundu 8 múmíur í 3.500 ára hvelfingu

18.4. Egypskir fornleifafræðingar hafa fundið nokkrar múmíur, litríkar líkkistur og fleiri en 1.000 útfararstyttur í 3.500 ára gamalli grafhvelfingu nærri borginni Luxor. Um er að ræða „mikilvæga uppgötvun“, að sögn stjórnvalda. Meira »

Snjallsímabörn sofa minna

13.4. Ung börn sem leika sér í snjalltækjum virðast fá minni svefn en börn sem gera það ekki. Börn fá fimmtán mínútna styttri svefn fyrir hvern klukkutíma sem þau nota snjalltæki. Meira »

Hægt að lesa í hreyfingar fólks

11.4. Hreyfiskynjarar í snjallsímum geta gert glæpamönnum kleift að stela bankaupplýsingum og lykilorðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Meira »

Rannsaka áhrif lyfjameðferða á meðgöngu

10.4. Hópur vísindamanna frá öllum norrænu ríkjunum og Bandaríkjunum hefur hlotið um 130 milljóna króna styrk frá rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, NordForsk, til að rannsaka áhrif lyfjameðferða á meðgöngu á fæðingarútkomur og þroska barna, þar með talinn námsárangur. Meira »

Vökvi sem ögrar þyngdarlögmálinu

19.4. Eðlisfræðingar hafa búið til vökva með „neikvæðum massa“ sem eykur hraða sinn aftur á bak þegar ýtt er á hann.  Meira »

Svifið á „sjóbólum“ upp og niður Signu

18.4. Hálffljúgandi svifnökkvar verða í ferðum sem leigubílar upp og niður Signu í París á næsta ári, heppnist tilraunir með nökkvana í sumar vel. Meira »

Lífvænlegt tungl Satúrnusar

13.4. Hið ísilagða tungl Satúrnusar, Enkeladus, gæti verið vænlegasti staðurinn til að leita lífs utan jarðarinnar.   Meira »

Vélmenni afhendir mat

12.4. Vélmenni afgreiðir matarpantanir í San Francisco. Það nær að leysa verkefnið með hjálp myndavéla og hljóðbylgja til að finna út rétta staðsetningu. Tæknifyrirtækið Marble hannaði vélmennið. Meira »

Fordæmalaus fölnun Kóralrifsins mikla

10.4. Fordæmalaus fölnun Kór­alrifs­ins mikla und­an strönd­um Ástr­al­íu, sem staðið hefur samfleytt í mörg ár, hefur skemmt tvo þriðju hluta þessa mikla náttúruundurs. Þetta má sjá á loftmyndum af svæðinu. Meira »

Næringargildi mannsins heldur rýrt

8.4. Mannát meðal forsögulegra manna átti sér líklegar félagslegar orsakir en næringafræðilegar, ef marka má nýja rannsókn. Rannsóknin miðaði m.a. að því að reikna út næringargildi mannslíkamans, sem er minna en margur hefði haldið. Meira »

Mölflugur herja á gamla muni

7.4. Antikhúsgögn og gömul vefnaðarvara eins og veggteppi og reflar sem gjarnan eru í gömlum húsum í Englandi liggja undir skemmdum því mölflugur herja á þennan varning og éta. Síðustu fimm ár hefur mölflugum fjölgað talsvert sem mögulega má rekja til hækkandi hitastigs. Meira »

Einn milljarður jarðarbúa reykir

6.4. Eitt af hverjum tíu dauðsföllum í heiminum má rekja til reykinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Helmingur þeirra sem látast af völdum reykinga búa í fjórum ríkjum: Kína, Indlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Meira »

2 milljónir fyrir að liggja í rúminu

4.4. Vísindamenn við frönsku geimvísindastofnunina eru að leita að ungum og heilbrigðum körlum í draumastarfið: að liggja og gera ekki neitt. Ókosturinn er sá að viðkomandi þurfa að sinna öllum þörfum daglegum lífs í rúminu, m.a. að matast og losa sig við úrgang. Meira »