Telur fjögur ár í sjálfkeyrandi bíla

10:58 Sjálfkeyrandi bílar gætu verið komnir á götur Bretlands eftir fjögur ár gangi áform stjórnvalda eftir. Philip Hammond fjármálaráðherra segir að markmiðið sé að „algjörlega bílstjóralausir bílar“ verði komnir í not fyrir 2021. Meira »

Strætó gengur fyrir kaffi

10:28 Frá og með deginum í dag mun hluti strætisvagna Lundúna ganga fyrir kaffiúrgangi borgarbúa, en hann nemur allt að 200.000 tonnum á ári samkvæmt fyrirtækinu bio-bean. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

í fyrradag Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Google græðir milljónir á misnotkun

18.11. Google, sem er eigandi YouTube, græðir milljónir á myndböndum þar sem ung börn eru misnotuð og sem höfða til barnaníðinga. Fyrirtæki eru hins vegar ekki öll sátt við að auglýsingar þeirra birtist framan við slík myndskeið. Meira »

Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

17.11. „Víðtækar breytingar eru að verða á hafinu – þegar kemur að hitastigi, hafstraumum og efnafræðilegum eiginleikum. Súrnun sjávar er raunveruleg og alvarleg ógn sem stafar að lífríki sjávar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Póstþjónusta tekin í notkun í hádeginu

17.11. Neyðartölvupóstþjónusta verður komin í gagnið hjá fyrirtækinu 1984 ehf. um hádegisbilið í dag en fyrirtækið varð fyrir algjöru kerfishruni í fyrradag. Póstnotendur fá aðgang að nýjum tölvupósti og tölvupósti sem borist hefur frá því að þjónustur stöðvuðust. Meira »

Fyrirtæki þurfi að gera áhættumat

16.11. Mörg íslensk fyrirtæki og félög hafa misst niður heimasíður sínar og tölvupóstþjóna vegna algjörs kerfishruns hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Reynir Stefánsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Opnum kerfum, segir íslensk fyrirtæki aftarlega á merinni þegar komi að því að gera áhættumat fyrir rekstur þeirra. Meira »

Algjört kerfishrun hjá 1984

16.11. Í gær varð alvarleg bilun hjá íslenska hýsingarfyrirtækinu 1984, sem fyrirtækið lýsir á vefsíðu sinni sem algjöru kerfishruni. Fyrirtækið hýsir heimasíður fjölmargra fyrirtækja og félaga hérlendis. Þeirra á meðal eru vefir stjórnmálaflokka, en vefsvæði Sjálfstæðisflokksins og Pírata liggja niðri. Meira »

Loftslagsbreytingar munu versna frekar

13.11. Loftslagsbreytingar hækka sífellt hitastig jarðar og færast fyrir vikið sífellt nær því að verða óafturkræfar. Þessu vöruðu vísindamenn við á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í dag og sögðu loftslagsbreytingar eiga eftir að versna heilmikið. Meira »

MH hafði sigur í Boxinu

12.11. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár en átta lið frá jafnmörgum framhaldsskólum kepptu til úrslita í gær í Háskólanum í Reykjavík. Lið Menntaskólans Í Reykjavík varð í öðru sæti og lið Fjölbrautaskóla Suðurlands í því þriðja. Meira »

Harry Potter Go í vinnslu

11.11. Tæknifyrirtækið Niantic, sem framleiddi Pokémon Go, hefur tilkynnt að verið sé að vinna að framleiðslu nýs tölvuleiks sem mun heita Harry Potter Wizards Unite sem mun verða sambærilegur Pokémon Go. Meira »

„Verð eiginlega bara klökkur“

16.11. „Við vorum hræddir um að fólk yrði reitt eða gramt af því að það eru oft miklir hagsmunir í húfi, en við höfum hins vegar bara mætt endalausum kærleik og manngæsku,“ segir Mörður Ing­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri 1984 ehf., en fyrirtækið varð fyrir algjöru kerfishruni í gær. Meira »

„Horfðum á vélarnar okkar deyja“

16.11. Framkvæmdastjóri hýsingarfyrirtækisins 1984, sem varð fyrir algjöru kerfishruni í gær, segir að helstu sérfræðingar landsins standi á gati frammi fyrir biluninni. „Mönnum ber saman um að þeir hafi aldrei séð svona lagað áður,“ segir Mörður Ingólfsson í samtali við mbl.is. Meira »

82% fyrirtækja með eigin vef

15.11. Íslensk fyrirtæki hafa tekið tæknina í sína þjónustu þar sem 82% fyrirtækja hér á landi eru með eigin vef.  Meira »

Hreyfa sig minna og eru ósjálfstæðari

13.11. Nýsjálensk börn eru lítið fyrir að hreyfa sig og dregið hefur úr sjálfstæði þeirra. Þau halda sig mest heima eftir skóla eða við heimili sín, samkvæmt nýrri rannsókn sem er unnin af vísindamönnum þriggja háskóla. Meira »

Augnstýringin „breytir öllu“

12.11. „Þetta breytir í rauninni öllu,“ segir Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari í Klettaskóla, þar sem nemendur prufa sig áfram með augnstýribúnað fyrir tölvur. „Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að hafa ekkert um líf sitt að segja.“ mbl.is var í Klettaskóla og fylgdist með notkun á augnstýringunni. Meira »

Barnaefni misnotað á YouTube

10.11. Forsvarsmenn YouTube hafa verið krafðir um að vefsíðan komi í veg fyrir að myndbönd sem sýna persónur úr barnaefni í ofbeldisfullum eða kynferðislegum athöfnum verði tekin af vefnum um leið og ábendingar um slíkt berist. Meira »

Fyrrverandi lykilstarfsmaður hjólar í Facebook

10.11. Fyrrverandi stjórnarformaður Facebook er harðorður í garð samfélagsmiðilsins og sakar hann um að nýta sér varnarleysi fólks. Meira »

Óánægja með rangar upplýsingar hjá Google

8.11. Forsvarsmenn tæknirisans Google segja að þeir séu ekki ánægðir með það að leitarniðurstöður í fréttaleitarvél Google hafi birt ósannar upplýsingar um fjöldamorðingjann Devin Patrick Kelley, sem myrti 26 í kirkju í Texas í Bandaríkjunum á sunnudag. Meira »

99 daga að uppgötva öryggisbrot

8.11. Fyrirtæki eru að jafnaði 99 daga að uppgötva innbrot eða öryggisbrot í tölvukerfi sín og má rekja ástæðuna til notkunar á mörgum öryggiskerfum sem eru ekki samþætt. Þetta segir Guðjón Ingi Ágústsson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja. Meira »

Facebook „muni eftir“ nektarmyndum

8.11. Facebook er að prófa nýtt kerfi þar sem notendur geta sent sjálfum sér sínar eigin nektarmyndir. Með þessu vonast samskiptamiðillinn til þess að árangur náist í baráttunni gegn hefndarklámi, eða stafrænu kynferðisofbeldi. Meira »