Stjórnmál, lífsstíll og forsetakjör

Það er nóg um að vera í stjórnmálunum, hvort sem litið er til Austurvallar eða Bessastaða. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræða það allt í bland við smá slúður og glatt á hjalla.

Forsætisráðherra fyrir svörum

Bjarni Benediktsson myndaði nýtt ráðuneyti sitt á þriðjudag, grundvallað á fyrri ríkisstjórn með sama málefnasamning, en hins vegar voru kynnt brýn forgangsverkefni. Forsætisráðherra ræðir það, samstarfið og næstu skref.

Ný ríkisstjórn, en samt gömul

Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar var myndað hratt og örugglega, enda má segja að um minnstu mögulegar breytingar hafi verið að ræða. Karítas Ríkharðsdóttir og Andrea Sigurðardóttir ræða aðdraganda, ástand og horfur.​​​​​​​

Rýnt í forsetakosningar

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur telur pólitíska fortíð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra ekki verða henni til framdráttar í komandi forsetakosningum. Ólafur rýnir í kosningabaráttuna og forsetaembættið í Dagmálum.