Systir smyglara fær lægri bætur

16:26 Hæstiréttur Íslands hefur lækkað miskabætur til konu sem krafðist bóta vegna hlerunar sem hafði verið framkvæmd á heimili hennar í þágu rannsóknar sakamáls. Meira »

Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser

16:20 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá síðasta ári um að karlmaður sæti 30 daga skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa árið 2014 gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvörðu efni og birt hópi fólks á netinu án heimildar frá rétthöfum. Meira »

Lenti á bifreið úr gagnstæðri átt

15:45 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá árinu 2016 um að kona skuli greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið án aðgæslu og of hratt með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni og lenti á bifreið sem kom út gagnstæðri átt. Meira »

Sigurður í fjögurra vikna farbann

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson, sem er grunaður er um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, Skáksambandsmálinu svokallaða, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna farbann. Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

15:26 Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »

Þyrlan flutti vélsleðamanninn á spítala

15:25 Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu við Landspítalann með mann sem slasaðist í vélsleðaslysi á Fjalla­baki nyrðra nú í morgun. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru. Meira »

Sverðaglamur á Kjalarnesi

15:20 Það var boðið upp á sverðaglamur og þjóðlegan fjölskylduharmleik við Esjuberg á Kjalarnesi í morgun þar sem skólabörn settu upp útileikhús við útialtarið sem þar rís. Krakkarnir settu upp leikverk sem unnið var upp úr Kjalnesingasögu, þar sem kristnir menn og heiðnir takast á. Meira »

Utanríkisráðherra ræddi Brexit við Davis

15:07 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fund með David Davis, ráðherra útgöngumála í bresku ríkisstjórninni, í London í gær þar sem þeir ræddu gang viðræðna Breta og Evrópusambandsins um Brexit og fóru yfir áhrif útgöngunnar á Ísland og önnur EES-EFTA ríki. Meira »

Sleppur við 18 milljóna króna sekt

14:49 Landsréttur hefur sýknað karlmann sem var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2016.  Meira »

Opinberar gjá milli íbúa og stjórnsýslu

14:44 Píratar í Kópavogi harma vinnubrögð bæjarstjóra Kópavogsbæjar í samskiptum við hjónin Guðmund R. Einarsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur vegna greiðslna sem skráðar voru á dánarbú föður Guðmundar. Meira »

Vill fá svör um aðkomu Vesturverks

14:13 Skipulagsstofnun hefur óskað skýringa sveitarstjórnar Árneshrepps á aðkomu VesturVerks að gerð skipulagstillagna vegna Hvalárvirkjunar og hvernig tilboð fyrirtækisins um samfélagsverkefni var afgreitt. Þá vill stofnunin svör varðandi hæfi tveggja sveitarstjórnarmanna við afgreiðslu tillagnanna. Meira »

Minna aðhald en engin vá fyrir dyrum

14:09 Vegna betra árferðis er afkoma fjármála hins opinbera betri en á sama tíma í fyrra sem aftur virðist hafa leitt til slökunar í aðhaldi í þeim efnum. Þetta sagði Gunnar Haraldsson, formaður fjármálaráðs, meðal annars á fundi fjárlaganefndar Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í morgun þar sem rætt var um fjármálaáætlun 2019-2023. Meira »

Köttur olli rafmagnsleysi á Þorlákshöfn

13:42 Köttur olli rafmagnsleysi í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Rafmagn fór af öllum bænum í klukkustund þegar köttur komst í spenninn.  Meira »

Framboðslisti VG og óháðra í Skagafirði

13:29 Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og óháðra í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor liggur fyrir. Fyrsta sætið skipar Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, annað sætið Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og það þriðja Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sölumaður. Meira »

Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn

12:39 „Það getur vel verið að hann hafi verið í sambandi við lögregluna en hann hefur ekki boðið neitt eða viljað upplýsa um eitt eða neitt. Þetta er bara enn einn fyrirslátturinn,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Meira »

Tómas leiðir Miðflokkinn í Árborg

14:21 Tómas Ellert Tómasson leiðir M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Meira »

Norræna húsið fær 10 milljóna kr. styrk í endurbætur

14:09 Ríkisstjórnin mun leggja til 10 milljónir króna vegna endurbóta á Norræna húsinu í tilefni af 50 ára afmæli hússins. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Skapa þarf sátt um einföldun kerfisins

13:51 Félagsmálaráðherra hefur skipað samráðshóp um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við starfsgetumat og er til þess fallið að skapa sátt um einföldun kerfisins, tryggja framfærslu örorkulífeyrisþega og efla þá til samfélagsgetu. Formaður samráðshópsins er Guðmundur Páll Jónsson. Meira »

Útkall vegna vélsleðaslyss

13:37 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna vélsleðaslyss á syðra Fjallabaki, þar sem vélsleðamaður slasaðist. Björgunarsveitir ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar á leiðinni á vettvang. Meira »

Leigubílstjórinn gaf sig fram

12:50 Leigubílstjórinn sem keyrði strokufangann Sindra Þór Stefánsson upp á Keflavíkurflugvöll snemma á þriðjudagsmorgun hefur gefið sig fram og gefið skýrslu hjá lögreglu. Meira »

Ríkisútvarpið fari af fjárlögum

12:18 Fram kemur meðal annars í drögum að ályktunum landsþings Miðflokksins sem fram fer um helgina að flokkurinn leggi áherslu á skynsemisstefnuna, vilji taka Ríkisútvarpið af fjárlögum, endurskoða aðildina að EES-samningnum og Schengen-samstarfinu og setja þak á vexti á nýjum verðtryggðum íbúalánum. Meira »

Pilturinn er kominn fram

11:50 Pilturinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti eftir er fundinn. Lögreglan þakkar á Facebook fyrir ábendingar og upplýsingar sem bárust. Meira »

Vill leggja niður bílanefnd ríksins

11:01 Fjármálaráðuneytið hefur ekki tekið undir rök Ríkisendurskoðunar um að bílanefnd ríkisins sé óþörf þar sem samningar um kaup eða leigu bifreiða ættu að lúta sömu reglum og önnur innkaup og vera á ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda kannabisræktun

11:46 Héraðssaksóknari hefur ákært mann um fertugt fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en mjög mikið magn kannabisefna fundust í íbúð í Reykjanesbæ hans fyrir tveimur árum. Meira »

Mæla með miðlægri skrá um sykursýki

10:53 Miðlæg skrá um sykursýki á Íslandi og aukin áhersla á forvarnir og eftirfylgni eru meðal þeirra tillagna sem starfshópur um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki leggur til. Hópurinn mælir hins vegar ekki með almennri skimun fyrir sykursýki. Meira »