Um vefinn

Fréttavefur mbl.is var opnaður 2. febrúar 1998. Hann er í eigu Árvakurs hf sem einnig gefur út Morgunblaðið og rekur útvarpsstöðina K100.

Fréttastjóri mbl.is er Jón Pétur Jónsson og aðstoðarfréttastjórar eru Þorsteinn Ásgrímsson Mélen og Skúli Halldórsson. Ritstjórar Morgunblaðsins eru Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen. Hér má sjá blaðamenn mbl.is.

Fyrsta forsíða mbl.is
Skjáskot af forsíðu mbl.is árið 1998, þegar vefurinn var fyrst settur í loftið.
Fleiri sýnishorn af útliti mbl.is í áranna rás.

Hafa samband

Ábendingar og kvartanir

Hér má hafa samband við þjónustuborð Árvakurs. Einnig má hafa samband símleiðis; aðalsími fyrirtækisins er 569-1100.

Fréttadeild

Koma má fréttum á framfæri við fréttadeild gegnum netfangið frettir@mbl.is eða í síma 669-1200.

Auglýsingar á netinu

Upplýsingar um birtingu auglýsinga á mbl.is má nálgast með því að smella hér. Þar er að finna upplýsingar um staðla, birtingar og verð.

Aðrar fyrirspurnir

Fyrirspurnir og ábendingar sem ekki tengjast fréttaflutningi sendist netdeild@mbl.is.

Meðferð persónuupplýsinga

Notendur mbl.is geta þurft að gefa persónuupplýsingar í sambandi við kaup á þjónustu á vefnum eða til að geta tekið þátt í könnunum eða keppnum. Ef þeir vilja síðar að þessum upplýsingum sé eytt, mun mbl.is verða við þeirri ósk, nema því aðeins að það sé ekki hægt af bókhaldslegum eða lagalegum orsökum.

Árvakur áskilur sér rétt til að eiga í hóflegum markaðssamskiptum við notendur mbl.is í gegnum síma, markpóst eða tölvupóst í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga nr 90/2018 og fjarskiptalaga nr 70/2022.

Árvakur kann að bjóða notendum upp á að skrá sig á póstlista, bæði í tengslum við fréttir og í markaðslegum tilgangi. Þeir sem þiggja þetta fá þá reglulegan tölvupóst eins og efni standa til. Ávallt er hægt að skrá sig af slíkum póstlistum.

Árvakur og mbl.is standa vörð um persónuupplýsingar notenda, og þær eru aldrei framseldar til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema að undangengnum dómsúrskurði.

Spurningum og kvörtunum vegna meðferðar persónuupplýsinga skal beint til netdeild@mbl.is.

Vefkökur

Vefkökur (e. cookies) frá fyrsta aðila eru notaðar á ýmsum hlutum vefjarins og í ýmsum tilgangi. Þær geta t.d. verið notaðar til að fylgja slóð tiltekins notenda gegnum vefinn, vista stillingar sem hann hefur valið eða halda utan um hvaða auglýsingar hann hefur séð. Einnig nýtir mbl.is vefkökur til að greina umferð um vefinn.

Vefkökur eru ekki tengdar við persónuupplýsingar nema tilgangur þeirra krefjist þess, t.d. vegna innskráningar áskrifanda. Persónuupplýsingar eru aldrei vistaðar í vefkökunum sjálfum. Persónuupplýsingar notenda eru aldrei framseldar til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema að undangengnum dómsúrskurði.

Vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum (comScore, Chartbeat, Google og Facebook) eru notaðar á mbl.is m.a. til þess greina notkun vefsetursins hvað varðar fjölda notenda og hegðun þeirra á vefsetrinu. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra.

Samþykki við notkun á vefkökum

Til að vefsíða okkar virki sem skyldi notum við vefkökur eins og greint er frá hér að ofan. Til að halda utan um samþykki þitt í sambandi við notkun og vistun þeirra í þeim vafra sem þú notar til að skoða vefinn og til að skjala þetta ferli notum við þjónustu samstarfsaðila. Tæknilausnin fyrir þetta er gerð af Digital Data Solutions BV, Plantage Middenlaan 42a, 1018 DH, Amsterdam, Hollandi. Vefsíða fyrirtækisins er cookiefirst.com og er hér eftir vísað til þess undir stuttheitinu CookieFirst.

Þegar þú tengist mbl.is tengistu um leið þjónustu CookieFirst sem fyrir okkar hönd heldur utan um samþykki þitt við tilteknum vefkökum. CookieFirst vistar því næst vefköku í vafra þínum svo að hægt sé að virkja einungis þær vefkökur aðrar sem þú hefur veitt samþykki fyrir og til að skjala þessar aðgerðir með lögformlegum hætti. Gögn þar að lútandi eru geymd þar til skilgreindu vistunartímabili lýkur eða þú biður um að þeim sé eytt. Hér eru þó undanskilin gögn sem hollensk eða íslensk löggjöf kann að krefjast að vistuð séu áfram í lengri tíma.

CookieFirst er notað til að afla formlegs samþykkis fyrir vefkökunotkun. Lögin sem þetta byggist á eru grein 6(1)(c) af reglugerð Evrópusambandsins um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga (General Data Protection Regulation eða GDPR).

Gagnavinnslusamningur

Við höfum gert gagnavinnslusamning við CookieFirst í þessu samhengi. Þetta er samningur sem krafist er til að skilyrðum ofangreindrar reglugerðar sé fullnægt. Hann tryggir að gögn gesta okkar á vefnum séu einungis meðhöndluð af CookieFirst fyrir okkar hönd og í samræmi við það sem GDPR leyfir.

Heimsóknaannálar vefþjóna

Vefur okkar og CookieFirst safnar upplýsingum um heimsóknir í svokallaðar annálaskrár (e. log files), sem eru listar yfir beiðnir sem vefþjónar hafa tekið við og innihalda upplýsingar sem vafri þinn sendir sjálfkrafa sem hluti af samskiptaferli hans við viðkomandi vefþjón. Hér getur verið um að ræða eftirfarandi:

  • Samþykki þitt eða höfnun varðandi vefkökur
  • IP-tala þín (án annarrar persónutengingar)
  • Upplýsingar um vafra þinn
  • Upplýsingar um gerðina af tæki sem vafrinn er á
  • Dag- og tímasetning heimsóknarinnar
  • Veffang síðunnar þar sem þú vistaðir vefkökustillingar þínar
  • Um það bil hvar notandi var staddur þegar vefkökustillingar voru vistaðar
  • Handahófskennt einkvæmt auðkenni (UUID) þess gests á vefnum sem smellti á vefkökuborðann