Landsbankinn dýpkar TM holuna

Landsbankamálið vegna tilboðs bankans í TM tryggingar er engan veginn útrætt og svör bankaráðsins til Bankasýslunnar vekja fleiri spurningar en þau svara. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, ræðir þau vandamál öll.

Útlitið ekki alltof bjart

Margt bendir til þess að ferðaþjónustan á Íslandi eigi krefjandi ár framundan. Þetta segir Pétur Óskarsson, nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í viðtali í Dagmálum.

Víða pottur brotinn í meðferðarmálum ungmenna með fíknivanda

Í ár eru liðin tíu ár frá því að Alma Maureen Vinson lést af völdum of stórs skammts af lyfseðilsskyldum lyfjum en hún var aðeins 15 ára gömul þegar hún lést. Móðir Ölmu, Hildur Hólmfríður Pálsdóttir, gagnrýnir harðlega úrræða- og aðgerðarleysi stjórnvalda í meðferðarmálum ungmenna. Hún segir grátlegt að lítið sem ekkert hafi breyst í málaflokknum síðasta áratuginn með tilliti til þeirrar staðreyndar að fjölgað hefur í hópi ungmenna með fíknivanda hér á landi undanfarin ár.

Ríkisstjórnin, Seðlabanki og flóttamenn

Ragnar Gunnarsson, eða Raggi Sót er gestur Dagmála á fyrsta vinnudegi páskavikunnar. Hann ræðir öll stórmálin sem eru uppi í íslensku samfélagi þessa dagana. Forsetakosningar, framganga Seðlabankans í tengslum við kjarasamninga. Hælisleitendamálin og stöðu ríkisstjórnarinnar. Raggi verður seint sakaður um skoðanaleysi, en hann var flokksbundinn Miðflokknum þar til flokkurinn tók upp fléttulista í prófkjöri. Þá var honum nóg boðið og hann sagði sig úr flokknum. Það gekk vel fyrir sig, ólíkt því þegar hann í áratug reyndi að komast af félagatali Alþýðubandalagsins. Nú stefnir allt í að Akureyri, heimabær og æskuslóðir Ragga verði borg. Gamli popparinn ræðir þá stöðu og einnig sitt fyrra líf þegar hann gerði garðinn frægan með Skriðjöklum. Hann hefur staðið í stórræðum ásamt Guðbjörgu sambúðarkonu sinni undanfarin misseri. Tíðar ferðir til Póllands í tannviðgerðir þar sem kostnaður er einungis þriðjungur af því sem þau hefðu þurft að greiða hér heima. Raggi Sót startar þessari viku með hvelli.