Blóðugur Ronaldo fékk síma til að skoða sig

Blóðugur Ronaldo fékk síma til að skoða sig

21:53 Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í 7:1-risasigri Real Madrid á Deportivo í A-deild Spánar í knattspyrnu í dag. Fabian Schär, varnarmaður Deportivo, sparkaði í höfuð Ronaldo um leið og Portúgalinn skoraði annað markið sitt með þeim afleiðingum að hann fékk skurð. Meira »

Barcelona með 11 stiga forskot

21:45 Barcelona vann öruggan 5:0-útisigur á Real Betis í spænsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var markalaus en Barcelona var mikið sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Meira »

Stórsigur Spánverja á Makedóníumönnum

21:11 Spánverjar áttu ekki í miklum vandræðum með að sigra Makedóníumenn í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta í Króatíu í kvöld, 31:20. Spánverjar skoruðu sex af fyrstu sjö mörkum leiksins og var seinni hálfleikurinn formsatriði enda staðan 15:6 í hálfleik. Meira »

Viðar og félagar í toppsætið

20:31 Maccabi Tel Aviv er komið á toppinn í efstu deild Ísraels í fótbolta eftir 3:1-sigur á Hapoel Ashkelon í 19. umferðinni í kvöld. Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Maccabi en var ekki á meðal markaskorara liðsins. Meira »

Vestri upp að hlið Hamars og Breiðabliks

19:45 Vestri er kominn upp að hlið Hamars og Breiðabliks í 2. sæti 1. deildar karla í körfubolta eftir 93:80-sigur á ÍA á Ísafirði í dag. Gnúpverjar unnu svo nokkuð óvæntan 83:79-útisigur á Snæfelli. Meira »

Fjölnir styrkti stöðuna í öðru sæti

19:39 Fjölnir hafði betur gegn Þór Ak., 67:59 í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. Með sigrinum styrkti Fjölnir stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Meira »

Norðankonur einar á toppnum

19:33 KA/Þór hafði betur gegn ungmennaliði Vals er liðin mættust í Grill 66 deildinni, 1. deild kvenna í handbolta í dag, 26:19. Staðan í hálfleik var 12:8, KA/Þór í vil. Meira »

Fín innkoma Tryggva í sigri

19:26 Tryggvi Snær Hlinason og liðsfélagar hans í spænska körfuboltaliðinu Valencia höfðu betur gegn Fuenlabrada á heimavelli í efstu deild þar í landi í kvöld, 88:72. Tryggvi spilaði sex mínútur og skoraði á þeim sex stig og tók fjögur fráköst. Meira »

Danir unnu uppgjör meistaranna

18:59 Ólympíumeistarar Dana unnu gríðarlega mikilvægan 26:25-sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Þýskalands á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 9:8, Þjóðverjum í vil. Meira »

Sjötti besti tími Íslendings

18:41 Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth sló Íslandsmet í 60 metra hlaupi á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni í gær. Hún náði svo sjötta besta tíma Íslendings frá upphafi í 200 metra hlaupinu í dag. Hún hljóp á 24,39 sekúndum og tók gullið. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttir er 23,79 sekúndur. Meira »

Gracia orðinn stjóri Watford

19:17 Hlutirnir eru fljótir að gerast hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Watford. Í dag var tilkynnt um brottrekstur Marco Silva, knattspyrnustjóra liðsins, og nú er búið að ráða eftirmann hans, Javi Gracia. Meira »

Breytingar á ensku liðunum – janúarglugginn

18:50 Frá og með 1. janúar 2018 var opnað fyrir öll félagaskipti í ensku knattspyrnunni í einn mánuð. Félögin geta keypt og selt leikmenn til 31. janúar en þá er glugganum lokað á ný til loka tímabilsins. Meira »
Southampton Southampton 1 : 1 Tottenham Tottenham lýsing

Arnar og Elísabet langhlauparar ársins

18:22 Arnar Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir eru langhlauparar ársins 2017 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í níunda skipti í dag, en verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Þorbergur Ingi Jónsson hafnaði í öðru sæti í karlaflokki og Kári Steinn Karlsson í þriðja sæti. Í kvennaflokki hafnaði Elín Edda Sigurðardóttir í öðru sæti og Guðlaug Edda Hannesdóttir í þriðja sæti. Meira »

Svekkjandi jafntefli Emils og félaga

18:19 Udinese og SPAL gerðu 1:1-jafntefli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Udinese í stöðunni 1:1. Meira »

Albert lagði upp sigurmark í blálokin

18:11 PSV Eindhoven endurheimti í dag fimm stiga forskot sitt á toppi hollensku A-deildarinnar í knattspyrnu með 2:1-sigri á Heracles á útivelli. Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum hjá PSV en kom inn á sem varamaður á 83. mínútu. Tíu mínútum síðar, eða á þriðju og síðustu mínútu uppbótartímans, lagði hann upp sigurmarkið á Luuk de Jong. Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 87:73 6
2 Króatía 4 3 0 1 120:108 6
3 Noregur 4 2 0 2 124:119 4
4 Svíþjóð 3 2 0 1 82:79 4
5 Hvíta-Rússland 3 0 0 3 76:90 0
6 Serbía 3 0 0 3 74:94 0
20.01Króatía32:28Noregur
20.01Svíþjóð17:23Frakkland
18.01Króatía25:23Hvíta-Rússland
18.01Serbía27:32Noregur
16.01Króatía31:35Svíþjóð
16.01Frakkland32:25Hvíta-Rússland
14.01Noregur33:28Hvíta-Rússland
14.01Serbía25:30Svíþjóð
12.01Frakkland32:31Noregur
12.01Króatía32:22Serbía
22.01 17:15Serbía:Frakkland
22.01 19:30Svíþjóð:Hvíta-Rússland
24.01 15:00Serbía:Hvíta-Rússland
24.01 17:15Svíþjóð:Noregur
24.01 19:30Króatía:Frakkland
urslit.net

Ronaldo og félagar skoruðu sjö

17:19 Real Madrid valtaði yfir Deportivo La Coruña, 7:1, er liðin mættust í spænsku A-deildinni í fótbolta í dag. Adrián López kom Deportivo yfir snemma leiks en Real komst í 2:1 fyrir hálfleik og bauð upp á sýningu í síðari hálfleiknum. Meira »

Sektað vegna ofþrifinna stuttbuxna

13:30 Danska handknattleikssambandið hefur verið sektað af handknattleikssambandi Evrópu, EHF, um jafnvirði tæplega 90 þúsund íslenskra króna. Ástæðan er liturinn á stuttbuxum sem tveir leikmenn danska landsliðsins klæddust, undir keppnisstuttbuxum sínum, í leik gegn Tékkum á EM í Króatíu. Meira »

Williams ræður Sírotkín

16.1. Williamsliðið hefur valið rússneska nýliðann Sergei Sírotkín til að aka við hlið Lance Stroll á komandi keppnistíð. Stóð valið að lokum milli hans og pólska ökumannsins Robert Kubica. Meira »

Formaður GA hættir og vantrausti vísað frá

11.1. Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar var haldinn í félagsheimili klúbbsins að Jaðri í kvöld, en fullt var út úr dyrum á fundinum enda hefur mikið gustað um klúbbinn síðustu vikur. Nýr formaður var kosinn á fundinum. Meira »