Fannst ég sýna að ég á nóg eftir

Fannst ég sýna að ég á nóg eftir

16:02 „Ég er bara kominn með allt mitt hérna, vinnuna og krakkana hér í skóla, allir sáttir, svo það lá beinast við að vera hérna áfram. Þegar hlutirnir fóru að skýrast hjá félaginu var þetta borðleggjandi,“ segir Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði í körfubolta, sem samið hefur við Stjörnuna til ársins 2020. Meira »

Breytingar á íslensku liðunum

16:00 Keppnistímabilið í íslenska fótboltanum hófst föstudaginn 9. febrúar, með fyrstu leikjum í Lengjubikar karla og 10. febrúar hófst Lengjubikar kvenna. Mbl.is fylgist með þeim breytingum sem verða á liðunum í tveimur efstu deildum karla og kvenna frá degi til dags. Meira »

Sigurður Ragnar náði í brons

15:56 Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýrði kínverska kvennalandsliðinu í knattspyrnu til 3:1-sigurs á Taílandi í leik um bronsið á Asíumótinu sem fram fer í Jórdaníu. Staðan í leikhléi var 0:0, en kínverska liðið var sterkara í síðari hálfleik. Meira »

Ferguson dásamar Wenger

15:31 Sir Alex Ferguson fór lofsamlegum orðum um Arsene Wenger knattspyrnustjóra Arsenal í tilefni þess að tilkynnt var í morgun að Wenger myndi láta af störfum hjá Arsenal í sumar. Meira »

Dagur í Stjörnuna - Hlynur og Tómas áfram

14:43 Dagur Kár Jónsson er genginn í raðir körfuknattleiksliðs Stjörnunnar á nýjan leik en hann hefur skrifað undir samning til næstu tveggja ára. Meira »

Ásgeir framlengdi við KA

13:59 KA-menn hafa tryggt sér krafta Ásgeirs Sigurgeirssonar í knattspyrnunni næstu tvö árin eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Sé Wenger ánægður er Mourinho ánægður

13:17 Jose Mourinho var spurður út í tíðindi dagsins hjá Arsenal á blaðamannafundi hjá Manchester United í dag. Mourinho og Wenger hafa átt sérlega stirt samband allt frá því Mourinho tók við liði Chelsea árið 2004. Meira »

Kukobat og Aldís framlengdu

12:30 Jovan Kukobat verður áfram hjá KA í handboltanum næstu tvö árin og Aldís Ásta Heimisdóttir verður einnig næstu tvö árin með KA/Þór. Meira »

Ólafía þarf að fara undir parið

11:17 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur leik áfram á LA open mótinu í Los Angeles á LPGA-mótaröðinni í dag. Hún þarf að fara undir parið í dag til að eiga möguleika á því að komast áfram og spila um helgina. Meira »

Svakaleg viðureign

10:36 Er Tryggvi Hlinason á leiðinni í NBA deildina? Er KR að fara bæta við sig leikmanni núna í lokaúrslitunum? Var Breiðablik búið að undirstinga Pétur Ingvarsson með það að taka við liðinu fyrir úrslitarimmuna í 1. deildinni? Meira »

Slagurinn hefst á Króknum

12:00 Fyrsti leikurinn í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik fer fram á Sauðárkróki í kvöld og hefst klukkan 19:15. Meira »

Íslandsmótið í sundi hefst í dag

10:55 Íslandsmótið í sundi í 50 metra laug hefst í dag í Laugardalslauginni og stendur fram á sunnudag.   Meira »

Tekur Vieira við Arsenal?

10:15 Ekkert hefur enn kvisast út um það hvort Arsenal sé komið með einhvern sérstakan í sigtið til að taka við af knattspyrnustjóranum Arsene Wenger í sumar. Veðbankarnir sofa aldrei og eru komnir af stað. Þar á bæ er talið mjög líklegt að fyrrverandi leikmaður Arsenal, Patrick Vieira, verði fyrir valinu. Meira »

Kveðjur úr ýmsum áttum

09:52 Franski hagfræðingurinn Arsene Wenger hefur þegar fengið kveðjur úr ýmsum áttum eftir að tilkynnt var fyrir skömmu að hann myndi láta staðar numið sem knattspyrnustjóri Arsenal í sumar eftir tuttugu og tvö ár hjá félaginu. Meira »

Þjálfari Besiktas grýttur

09:31 Tyrkneska stórliðið Fenerbache á væntanlega yfir höfði sér refsingu vegna framkomu stuðningsmanna þess, eftir að hætta þurfti leik liðsins gegn Besiktas í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Meira »

Grindvíkingar komnir á HM

09:22 Einn núverandi leikmaður Grindavíkur og annar fyrrverandi voru í byrjunarliði Brasilíu í nótt þegar liðið tryggði sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu árið 2019 í Frakklandi. Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Frakkland 5 5 0 0 156:130 10
2 Svíþjóð 5 3 0 2 136:127 6
3 Króatía 5 3 0 2 147:138 6
4 Noregur 5 3 0 2 152:144 6
5 Hvíta-Rússland 5 1 0 4 128:146 2
6 Serbía 5 0 0 5 131:165 0
24.01Króatía27:30Frakkland
24.01Svíþjóð25:28Noregur
24.01Serbía27:32Hvíta-Rússland
22.01Svíþjóð29:20Hvíta-Rússland
22.01Serbía30:39Frakkland
20.01Króatía32:28Noregur
20.01Svíþjóð17:23Frakkland
18.01Króatía25:23Hvíta-Rússland
18.01Serbía27:32Noregur
16.01Króatía31:35Svíþjóð
16.01Frakkland32:25Hvíta-Rússland
14.01Noregur33:28Hvíta-Rússland
14.01Serbía25:30Svíþjóð
12.01Króatía32:22Serbía
12.01Frakkland32:31Noregur
urslit.net

Skal þjálfa hunda og mótorhjól sé því að skipta

07:19 „Mér finnst þetta spennandi verkefni. Fyrir mér skiptir engu máli hvort ég þjálfa karla eða konur. Ég skal þjálfa hunda eða mótorhjól sé því að skipta. Þjálfun er þjálfun,“ sagði Sebastian Alexandesson í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að tilkynnt var um ráðningu hans og Rakelar Daggar Bragadóttur í starf þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik. Sebastian og Rakel Dögg taka við starfinu af Halldóri Harra Kristjánssyni sem stýrt hefur Stjörnunni síðustu þrjú ár. Meira »

Ricciardo vann með glæsibrag

15.4. Daniel Ricciardo á Red Bull var í þessu að vinna ótrúlegan sigur í kínverska kappakstrinum. Akstur hans einkenndist af glæsileik, ekki síst eftir að öryggisbíll var sendur út í brautina þegar rúmur þriðjungur var eftir af keppni. Framúrtökur hans voru með glæsibrag. Meira »

Armstrong nær dómsátt við alríkið

Í gær, 22:02 Hjólreiðakappinn Lance Armstrong samþykkti í dag að greiða bandarísku alríkisstjórninni 5 milljónir dala, eða rúmar 500 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa notað ólögleg lyf til að bæta árangur sinn á sama tíma og hjólreiðalið hans naut fjárstuðnings frá bandarísku póstþjónustunni, USPS. Meira »