Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni & vísindi | Veröld/Fólk | Viðskipti | Fasteignir | Atvinna | Gagnasafn | Blað dagsins | Bloggið

Forsíða

mið. 24. feb. 2021

Geti búist við skjálftum yfir 6 að stærð
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að hækkun viðbúnaðarstigs vegna jarðskjálfta á Reykjanesskaga hafi fyrst og fremst þýðingu fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir, en að á þessu viðbúnaðarstigi megi þó gera ráð fyrir að stærri skjálftar ríði yfir en þeir sem voru fyrr í dag. Nefnir Víðir að miðað við hættustig geri almannavarnir ráð fyrir því að skjálftar gætu orðið eitthvað yfir 6 að stærð.
meira


„Þetta eru svo ótrúlega margir skjálftar“
Ekkert lát virðist vera á skjálftahrinu á Reykjanesskaga og mega íbúar á suðvesturhorninu alveg búast við fleiri stórum skjálftum, þó þeir muni ekki endilega láta sjá sig. Þetta segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
meira

Hraun féll á gönguleiðina að Bláa lóninu
Hraun féll á bílastæði við Bláa lónið og á gönguleiðina í átt að lóninu þegar jarðskjálftarnir gengu yfir í morgun. Gönguleiðinni var lokað eftir seinni skjálftann.
meira

Vefurinn verði tilbúinn í næstu lotu
„Þetta þarf að laga og við ætlum að vera tilbúin í næstu lotu,“ segir Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri eftirlits- og spásviðs hjá Veðurstofu Íslands. Vefur Veðurstofunnar hökti og lá niðri í nokkrar mínútur eftir stærsta jarðskjálftann í morgun.
meira

Fimm áfram í varðhaldi
Héraðsdómur Reykjavíkur úskurðaði í dag fimm einstaklinga í áframhaldandi gæsluvarðhald til 3. mars vegna manndráps í Rauðagerði.
meira

„Ég er formlega sameinaður gjafanum mínum“
Sex vikur eru síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig handleggi í Lyon í Frakklandi. Um er að ræða tímamót þar sem það tekur einmitt sex vikur fyrir sinar og vöðva hans og handleggjagjafans að gróa saman.
meira

Símtöl beri vott um dómgreindarbrest
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðfangadag vegna atburðarins í Ásmundarsal bera að mati þingmanns Viðreisnar vott um dómgreindarbrest.
meira