lau. 5. júlí 2025 20:04
Ekkert fólk fram í þegar bíllinn fór niður hlíðina

Snorri S. Konráðsson bifvélavirkjameistari segir ekkert fólk hafa verið í framsætinu í bílnum sem fór niður Óshlíðina milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í september árið 1973.

Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn í Óshlíð í dagrenningu 23. september 1973 en fólkið sem átti að hafa verið í framsæti bílsins, ökumaður og farþegi, sögðust ekki hafa fundið Kristinn er þau leituðu hans eftir að hafa komist að sjálfsdáðum út úr bílnum. Kristinn á að hafa legið í aftursæti bílsins.

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/thad_eru_hjolfor_nidur_hlidina/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/storfurduleg_framkoma_og_vinnubrogd_logreglu/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/03/heldur_thvi_fram_ad_hann_hafi_ordid_undir_bilnum/

Greindi umferðarslys fyrir lögreglu um árabil

Snorri, sem starfaði um ára­bil við grein­ing­ar á umferðarslysum fyr­ir lög­reglu, ræðir málið ásamt Þórólfi Hilberti Jóhannessyni, hálfbróður Kristins Hauks, í Dagmálum.

Málið var tekið upp fyr­ir til­stuðlan fjöl­skyldu Krist­ins en því lokað á ný árið 2023. Snorri og Þórólfur spyrja sig hvort lög­regla hafi rann­sakað málið til hlít­ar.

Brot úr þætt­in­um má sjá í ­spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/thjodmalin/259602/

til baka