„Það var alls ekki skemmtilegt að sjá hana svona,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Sviss í A-riðli Evrópumótsins í Bern í dag.
Sviss og Ísland mætast í Bern á morgun klukkan 19 að íslenskum tíma en bæði lið töpuðum í 1. umferð riðlakeppninnar, Ísland fyrir Finnlandi, 1:0 í Thun, og Sviss fyrir Noregi, 2:1 í Basel.
Ingibjörg lék allan leikinn í tapinu gegn Finnlandi og tók við fyrirliðabandinu í hálfleik þegar Glódís Perla Viggósdóttir þurfti að fara af velli vegna magakveisu.
Sást hversu illa henni leið
„Það er ekki oft sem maður sér Glódís í því ástandi sem hún var í í Finnaleiknum,“ sagði Ingibjörg.
„Það sást mjög bersýnilega hversu illa henni leið. Ég held að ég hafi aldrei spilað með henni svona, hún kom varla upp orði. Hún er fyrst og fremst að hetja að hafa náð að spila 45 mínútur í þessum leik.
Ég skil satt besta að segja ekki hvernig hún fór eiginlega að þessu,“ bætti Ingibjörg við á blaðamannafundinum í Bern í dag.