Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Innlent

Tugprósenta vöxtur í tilraunum til netárása
Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að tugprósenta vöxtur hafi verið í tilraunum til netárása á síðasta ári. Fyrirtækið greindi rúmlega 30.000 tilraunir til netárása og misnotkunar á kerfum árið 2024. Anton segir þróunina hringja viðvörunarbjöllum.
meira

Rólegt í Bárðarbungu
Rólegt hefur verið á skjálftasvæðinu í Bárðarbungu frá því síðdegis í gær en mjög kröftug skjálftahrina hófst þar í gærmorgun.
meira

Ferðafólki bjargað af þaki bíla
Upp úr fjögur í nótt voru björgunarsveitir í Borgarfirði kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði.
meira

Holtavörðuheiði lokuð
Holtavörðuheiði er lokuð vegna mikils vatns á veginum og búast má við að lokunin vari til kl. 8:30 – 9:00.
meira

Rannsókn hafin á Súðavíkurflóðunum
„Við erum á upphafsstigum verkefnisins. Það þarf að byrja á að skoða málið og afla gagna, átta sig á því hvar þau gögn er að finna og svo að kynna sér þau. Svo vindur þessu fram eins og gögn og rannsóknarefni gefa tilefni til,“ segir Finnur Þór Vilhjálmsson, formaður rannsóknarnefndar um snjóflóðið í Súðavík.
meira

Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi
Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á Breiðafirði, Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra.
meira

Ekið á gangandi vegfarenda
Lögregla kölluð til vegna umferðarslyss þar sem ekið hafði verið á gangandi vegfaranda. Ekki er vitað um meiðsli en vegfarandinn var með meðvitund og eðlilega öndun þegar lögreglu bar að garði.
meira

Veggjalúsin er orðin faraldur
„Það má líkja þessu við faraldur sem hefur staðið yfir í eitt ár. Fyrir ári fór ég einu sinni í viku í útkall út af veggjalús en í dag er ég kallaður út fimm til sjö sinnum í viku,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands.
meira

„Þetta er okkar öflugasta eldstöð“
„Þetta er merkur atburður, þessi skjálftavirkni núna er meiri en við höfum séð svona í daglegum rekstri Bárðarbungu,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið um öfluga skjálftahrinu sem hófst í Bárðarbungu í gærmorgun og kveður svo rammt að, að annað eins hefur ekki mælst síðan í aðdraganda Holuhraunsgossins árið 2014.
meira

Tæpur hálfur milljarður í ýmsan kostnað þingmanna
Alls voru þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis greiddar 138,7 milljónir króna í húsnæðis- og dvalarkostnað á síðasta kjörtímabili, en 25 þingmenn fengu þessar greiðslur á grundvelli reglna Alþingis um þingfararkostnað.
meira

Gosið 2014: Glóandi dreki og land í bláu skini
Tíu ár voru í ágúst liðin frá því eldgos braust síðast út í Holuhrauni, eftir að kvika hafði streymt neðanjarðar og í norður frá Bárðarbungu í miklu magni.
meira

Tilkynnir ákvörðun sína „þegar þar að kemur“
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að hann muni tilkynna ákvörðun sína um það hvort hann bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum „þegar þar að kemur.“
meira

„Þarna eru frægar eldstöðvar“
„Snæfellsnesið allt er auðvitað gosbelti sem inniheldur Snæfellsjökul og Helgrindur og fjöllin þar í grennd á miðju nesinu og svo Ljósufjallakerfið sem nær frá Berserkjahrauni að vestan og alla leið gegnum Ljósufjöllin og yfir að Hreðavatni, svo þetta er svolítið langt kerfi.“
meira

Mikilvægt að fá bílaleigur meira með í orkuskiptin
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur áhyggjur af því hökti sem á rafbílavæðingunni sem hann segir hafa orðið þegar fyrri ríkisstjórn dró úr ívilnunum til rafbílakaupa.
meira

Óttast um einhverfan son sinn eftir ítrekuð mistök
Foreldrar tólf ára drengs með einhverfu í Klettaskóla segjast ekki lengur geta treyst Pant, akstursþjónustu fatlaðra, sem sonur þeirra reiðir sig á til að komast til og frá skóla á hverjum degi, eftir endurtekin mistök.
meira

Skemmtiferðaskip afbóka ferðir
Fjölmörg skemmtiferðaskip hafa afboðað komur sínar til landsins á árinu og á því næsta vegna álagningar innviðagjalds á skemmtiferðaskip sem tók gildi um áramótin. Stjórnarformaður Cruise Iceland segir að breytingarnar hafi skort fyrirvara og að innleiða hefði þurft gjaldið í skrefum.
meira

Fengu endanlega synjun: Fara úr landi á fimmtudag
Endanleg synjun á að fresta sjálfviljugri brottför Emmu Alessöndru Reyes Portillo og foreldra hennar barst frá kærunefnd útlendingamála í dag. Fjölskyldunni er því gert að yfirgefa landið á fimmtudag, rúmum þremur vikum áður en Emma átti að fara í nauðsynlega mjaðmaraðgerð á Landspítalanum.
meira

Skjálfti nærri Kötlu minnir á stærð Bárðarbungu
Jarðskjálfti reið yfir skammt norður af Mýrdalsjökli, innan Torfajökulsöskjunnar og nærri Hrafntinnuskeri, kl. 14.40 í dag. Skjálftinn vekur athygli fyrir þær sakir að hann varð í raun á mörkum eldstöðvakerfis Bárðarbungu, þrátt fyrir mikla fjarlægð frá Vatnajökli.
meira

Þurfum að skoða hvers vegna svona brot eru framin
Huga þarf að aðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir brot gegn fólki með fötlun sem og betrumbótum á réttarkerfinu, að mati nýs dómsmálaráðherra.
meira

Óvinirnir verða utan veggja Laugardalshallar
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki formannsframboð á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í lok febrúar. Hún útilokar heldur ekki framboð í önnur embætti í forystu flokksins.
meira

fleiri