Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Íþróttir

Gamla ljósmyndin: Leikstjórnandi „par excellence“
Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um.
meira

Sara náði sjaldgæfum áfanga
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, náði í gær áfanga sem er sjaldgæfur meðal íslenskra knattspyrnukvenna.
meira

Við áttum að gera meira af þessu
"Við sáum það kannski í þriðja leikhluta að við getum keppt við þessar stóru þjóðir." var það fyrsta sem Kristinn Pálsson landsliðsmaður Íslands í körfubolta sagði eftir stórt tap gegn Ítalíu kvöld, 95:71, í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöllinni.
meira

Kom augnablik þar sem við gátum snúið leiknum við
„Við misstum stjórn á leiknum í öðrum leikhluta og þeir skoruðu mikið af stigum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason eftir 95:71-tap Íslands fyrir Ítalíu í undankeppni EM 2025 í Laugardalshöllinni í kvöld.
meira

Of mikið að vera 24 stigum undir í hálfleik
„Mér fannst við byrja leikinn vel þar sem við lékum af miklum krafti og fengum góð tækifæri,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, á fréttamannafundi eftir 95:71-tap fyrir Ítalíu í undankeppni EM 2025 í kvöld.
meira

Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
Sigtryggur Arnar Björnsson var að vonum svekktur með stórt tap gegn Ítölum í undankeppni EM karla í körfubolta í kvöld. Spurður að því hvort Ítalska liðið hafi verið númeri of stórt sagði Sigtryggur Arnar þetta.
meira

Þeirra svar var bara stærra en okkar
Haukur Helgi Pálsson var eðlilega ekki sáttur við leik Íslands í kvöld sem tapaði 95:71 fyrir Ítalíu í undankeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Laugardalshöllinni.
meira

Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
Helgi Fróði Ingason skoraði sitt fyrsta mark í hollensku B-deildinni í knattspyrnu þegar hann komst á blað í 4:3-tapi Helmond Sport fyrir FC Eindhoven á heimavelli í kvöld.
meira

Fer ekki þó City verði dæmt niður
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ítrekað að hann hyggist ekki stökkva frá borði fari svo að félagið verði fundið sekt um stórfelld brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.
meira

Sjötti leikmaðurinn úr 1. deild til Fram
Knattspyrnudeild Fram hefur fest kaup á varnarmanninum Arnari Daníel Aðalsteinssyni frá Gróttu og skrifaði hann undir tveggja ára samning.
meira

Fyrri hálfleikurinn felldi Ísland
Ítalir eru ósigraðir á toppi undanriðils Evrópumóts karla í körfuknattleik eftir sigur á Íslandi, 95:71, í þriðju umferðinni af sex í Laugardalshöllinni í kvöld.
meira

Valsmenn sigldu fram úr í lokin
Valur hafði betur gegn Haukum, 33:29, á útivelli í úrvalsdeild karla í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.
meira

HK fór illa með Eyjamenn
HK vann dýrmætan sigur í fallbaráttu úrvalsdeildar karla í handknattleik með því að leggja ÍBV örugglega að velli, 32:24, í 11. umferð deildarinnar í Kórnum í kvöld.
meira

Afturelding heldur sínu striki
Afturelding hafði betur gegn Gróttu, 32:28, í 11. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Mosfellsbæ í kvöld.
meira

Auðvelt hjá meisturunum gegn botnliðinu
Íslandsmeistarar FH unnu afar öruggan sigur á nýliðum ÍR, 41:24, þegar liðin mættust í 11. Umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Skógarseli í Breiðholti í kvöld.
meira

KA vann fallslaginn
KA vann mikilvægan sigur á nýliðum Fjölnis, 27:23, í fallslag í 11. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í kvöld.
meira

Ísland tapaði naumlega í Sviss
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði naumlega fyrir því svissneska, 30:29, í fyrri vináttuleik liðanna í Möhlin í Sviss í kvöld.
meira

Toppliðið tapaði óvænt
Topplið Melsungen í þýsku 1. deildinni mátti sætta sig við óvænt tap fyrir Eisenach, 32:31, á útivelli í kvöld.
meira

Öruggt hjá Tyrkjum í riðli Íslands
Tyrkland lenti ekki í teljandi vandræðum með Ungverjaland þegar liðin áttust við í 3. umferð B-riðils, riðils Íslands, í undankeppni EM 2025 í körfuknattleik karla í kvöld. Lokatölur urðu 92:66.
meira

Ég er rétti maðurinn fyrir United
Rúben Amorim, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að hann geti náð árangri hjá liðinu.
meira

fleiri