Allt hefur gengið vel á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum sem stendur yfir um helgina að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum.
„Allt hefur gengið mjög vel í algjörri blíðu hérna hjá okkur,“ segir Stefán í samtali við mbl.is.
Hann segir ekkert hafa komið upp hingað til á hátíðinni. Á dagskrá í kvöld er útiball og þar verður lögregla með talsverðan viðbúnað.
„Á svona viðburði er hellings viðbúnaður hjá okkur alla helgina,“ segir Stefán og bætir við að þannig hafi það alltaf verið.
„Það er mjög margt í bænum og margir að skemmta sér og fagna, en það hefur gengið vel hingað til.“