Upp með einu liði en fór til annarra nýliða

15:36 Chelsea hefur lánað framherjann Izzy Brown til nýliða Brighton í ensku úrvalsdeildinni, en Brown þessi komst raunar upp úr B-deildinni með öðru liði á síðasta tímabili. Meira »

Breytingar á ensku liðunum

15:15 Frá og með 1. júlí var endanlega opnað fyrir öll félagaskipti í ensku knattspyrnunni. Mbl.is fylgist að vanda vel með öllum breytingum sem verða á ensku úrvalsdeildarliðunum og þessi frétt er uppfærð daglega, stundum oft á dag, þar til glugganum verður lokað í byrjun september. Meira »

Wolves fær leikmann frá Atlético Madrid

14:45 Enska B-deildarfélagið Wolves hefur fengið portúgalska miðjumanninn Diogo Jota frá Atlético Madrid á lánssamning sem gildir út leiktíðina. Jota skoraði níu mörk í 35 leikjum fyrir Porto á síðustu leiktíð þar sem hann var einnig á láni. Meira »

Væri himinlifandi að sjá Gylfa í bláu

13:41 Everton-goðsögnin Leon Osman vill ólmur sjá landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson ganga í raðir félagsins frá Swansea. Everton lagði fram tilboð upp á rúmar 40 milljónir punda í Gylfa í gær en því var hafnað. Swansea er talið vilja 50 milljónir punda fyrir Gylfa. Meira »

Ætla að bjóða 40 milljónir í Sánchez

13:07 Samkvæmt heimildum Sky Sports er franska knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain reiðubúið að borga rúnar 40 milljónir punda fyrir Alexis Sánchez, leikmann Arsenal. Sánchez á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Meira »

Getur ekki beðið eftir að mæta United

12:43 Javier Hernández gekk í raðir West Ham frá Leverkusen í gærkvöldi og hann getur ekki beðið eftir að mæta Manchester United í fyrsta leik tímabilsins. Hernández lek yfir 100 leiki fyrir United á sínum tíma. Meira »

Ætla sér að fá Coutinho

10:00 Forráðamenn Barcelona eru ekki búnir að gefast upp í baráttu sinni við að fá brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho frá Liverpool til liðs við sig og þeir eru mættir til Englands til að ræða við umboðsmann leikmannsins. Meira »

Dýrasta lið Englands á Laugardalsvelli?

07:44 Útlit er fyrir að þeir sem koma á Laugardalsvöllinn 4. ágúst til að fylgjast með leik Manchester City og West Ham fái þar að sjá dýrasta enska knattspyrnulið sem sett hefur verið saman. Meira »

Segja Swansea hafa hafnað nýja tilboðinu

Í gær, 18:51 Swansea City hefur þegar hafnað nýja tilboðinu frá Everton í Gylfa Þór Sigurðsson, landsliðsmann í knattspyrnu, samkvæmt heimildum netmiðilsins Walesonline. Meira »

Kenedy sendur heim frá Kína

11:45 Chelsea hefur sent Brasilíumanninn Kenedy aftur til Englands frá Kína þar sem liðið var í æfingaferð. Ástæðan eru færslur sem hann setti á Instagram-síðu sína. Kenedy skrifaði þar „Porra China“ sem út­leggst af portú­gölsku sem hel­vít­is Kína. Seinna sendi Kene­dy svo mynd­skeið af kín­versk­um ör­ygg­is­verði sem svaf og skrifaði með mynd­skeiðinu „Acorda China Vacilao“, sem þýðir vaknaðu kín­verska fífl.  Meira »

Var Mourinho en ekki Pogba

08:10 Belgíski framherjinn Romelu Lukaku segir að hann hafi ekki getað hafnað því tækifæri að ganga í raðir Manchester United eftir að hafa heyrt plön José Mourinho um það hvernig hann ætlar að endurbyggja liðið. Meira »

„Chicha­rito“ orðinn leikmaður West Ham

Í gær, 20:26 Javier Hernández er orðinn leikmaður West Ham eftir að enska félagið borgaði Bayer Leverkusen 16 milljónir punda fyrir Mexíkóann. „Chicha­rito“, eins og hann er kallaður, skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Meira »

Everton með nýtt og betra tilboð í Gylfa

Í gær, 17:42 Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur lagt fram tilboð upp á 45 milljónir punda í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, ef marka má heimildir Sky Sports. Swansea hafnaði tilboði upp á 40 milljónir punda frá Everton í síðustu viku. Meira »