Fyrsta tilboði Liverpool hafnað

Arne Slot, knattspyrnustjóri Feyenoord.
Arne Slot, knattspyrnustjóri Feyenoord. AFP/Maurice van Steen

Hollenska knattspyrnufélagið Feyenoord hefur hafnað fyrsta tilboði enska félagsins Liverpool í hollenska knattspyrnustjórann Arne Slot.

Tilboðið hljóðaði upp á 7,7 milljónir punda, jafnvirði 1,35 milljarða íslenskra króna, en fékk Liverpool þvert nei að því er The Athletic greinir frá.

Slot er efstur á óskalista Liverpool þegar kemur að því að finna eftirmann Jürgens Klopps en Feyenoord mun ekki sleppa honum svo glatt.

Slot er samningsbundinn Feyenoord til sumarsins 2026 og er ekki með ákvæði í samningi sínum um ákveðna upphæð sem myndi duga til að fá sig lausan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert