Stór breyting hjá Arsenal

Marin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, klæðist treyju með fallbyssunni frekar en …
Marin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, klæðist treyju með fallbyssunni frekar en hefðbundna merkinu. AFP/Michaela Stache

Allar treyjur Arsenal verða með fallbyssumerki frekar en hefðbundna merki félagsins á næstu leiktíð. 

Frá þessu greinir miðilinn The Athletic en þriðja treyja Arsenal ber fallbyssuna framan á. Þá bar varatreyja félagsins fallbyssuna á síðasta tímabili en fékk sú treyja mikið lof. 

Fallbyssan hefur ávallt verið tengd við Arsenal og hafa Arsenal-menn fengið gælunafnið „skytturnar.“

Samkvæmt Athletic vill Arsenal að treyjurnar, sem eru hvað vinsælastar hjá stuðningsmönnum félagsins, endurspegli ríka sögu og hefð félagsins. Mun sú breyting því eiga sér stað á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka