Skýrari línur með Evrópusætin

Liverpool og Arsenal eru bæði á leið í Meistaradeildina næsta …
Liverpool og Arsenal eru bæði á leið í Meistaradeildina næsta vetur. AFP

Eftir að það komst á hreint í gærkvöld að England næði ekki fimm liðum inn í Meistaradeild karla í fótbolta fyrir næsta tímabil er staðan varðandi Evrópusætin í ensku úrvalsdeildinni orðin skýrari.

Fjögur efstu liðin fara í Meistaradeildina. Arsenal, Manchester City og Liverpool fara þangað og fjórða liðið verður Aston Villa eða Tottenham.

Liðið í fimmta sæti fer í Evrópudeildina. Tottenham situr þar sem stendur en Aston Villa, Manchester United og Newcastle geta öll endað í fimmta sæti. Jafnvel Chelsea ef allt gengur upp.

Manchester United fer í Evrópudeildina ef liðið vinnur Manchester City í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Ef Manchester City verður bikarmeistari fer liðið sem endar í sjötta sæti í Evrópudeildina.

Næsta lið sem ekki verður komið með Evrópusæti, en endar í sjötta eða sjöunda sæti, fer í umspil fyrir Sambandsdeildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert