Pistlar:

22. apríl 2024 kl. 22:28

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Fólksfækkun, flokksræði og velferðakerfi Kína

Fólki fækkaði í Kína annað árið í röð í fyrra og um leið dróst landsframleiðsla saman. Kínversk stjórnvöld horfa nú fram á verulegar áskoranir í viðleitni sinni til að stýra nánast öllum breytingum í þessu fyrrum fjölmennasta ríki heims. Talið er að milli 1,5 til 2 milljónir manna hafi látist af áhrifum kóvid-faraldursins í landinu en það eru smámunir einir miðað þær miklu breytingar sem hafa orðið á fæðingartíðni í Kína. Þrátt fyrir að landið hafið fallið frá eins barns pólitík sinni og um leið svipt um 4 milljónir eftirlitsmanna atvinnu sinni þá tekst ekki að stöðva fólksfækkunina. Gjaldið fyrir að mennta konur og veita þeim meira sjálfstæði er að þær vilja ekki vera útungunarvélar ættarinnar og skaffa nýja meðlimi inn í framleiðsluvél kínverska kommúnistaflokksins. Eins barns pólitíkin var nefnilega afrakstur alræðis eins flokks kerfis kommúnista.kina

Aldraðir fjórða fjölmennasta land heims

Hugsanlega töldu Kínverjar sig ekki hafa marga valkosti þegar stefnan var sett á. Þá blasti við mikil fólksfjölgun og áhöld um að þjóðin gæti brauðfætt sig. Nú er ofþyngd að verða vandamál í Kína sem er auðvitað vitnisburður um hve þróað landið er! Kínverjum fækkaði um tvær milljónir í fyrra og stefnir í áframhald á því. Um leið fjölgar öldruðum en nú er talið að um 300 milljónir manna í Kína séu 60 ára og eldri. Til samanburðar má nefna, að einn og sér myndar þessi hópur fjórða fjölmennasta land heims! Hafa verður í huga að velferðarkerfi eins og við þekkjum það er ekki til staðar í þessu ríki sósíalismans. Því hvílir það á unga fólkinu að ala önn fyrir foreldrum sínum. Vissulega hafa síðustu kynslóðir Kínverja náð að safna nokkru sparifé en það dugar skammt.

En þrátt fyrir samdrátt í fæðingum gengur stjórnvöldum illa að útvega ungu fólki vinnu. Eftir að tölur birtust um það í júní á síðasta ári að atvinnuleysi meðal ungs fólks í borgum landsins væri komið upp í 21% hættu stjórnvöld einfaldlega að birta þessar tölur. Síðan var viðmiðum breytt og stúdentar í leit að vinnu teknir út og vitið menn, atvinnulausum meðal ungs fólks fækkaði niður í 14,9%! Hagtölurnar verða að henta málflutningi flokksvélar kínverska kommúnistaflokksins.

Arftakar Rauðu varðliðanna

Um 100 milljónir manna eru í Kínverska kommúnistaflokknum en leiðtogi landsins, Xi Jinping hefur lagt áherslu á að fjölga í flokknum og þá sérstaklega ná til ungs fólks. Nú er svo komið að ungliðsamtökin eins og sér innihalda 78 milljónir félagsmanna. Þar er ungt fólk á aldrinum 14 til 28 ára og fær það fræðslu og uppeldi sem ætlað er að þjóna flokknum í framtíðinni. Saga Kína er ekki alltaf ánægjuleg þegar kemur að ungu fólki og skemmst að minnast Rauðu varðliðanna sem voru heilaþvegnir til þess að vinna óhæfuverk Maó-stjórnarinnar. Áfram er treyst á ákveðin heilaþvott í flokksstarfinu en allt frá því að Xi Jinping tók við árið 2012 hefur hann lagt áherslu á að ná til unga fólksins.china housing

En eins og áður sagði er unga fólkið í ákveðinni tilvistarkreppu. Það er erfitt að framkvæma hlutina núna eins og á tímum Rauðu varðliðanna því að þrátt fyrir víðtæka ritskoðun er vonlaust að þurrka allt óæskilegt efni út úr samfélagsmiðlunum. Auk þess að glíma við atvinnuleysi þá er húsnæðiskostnaður komin upp úr öllu valdi og þó að kröfur séu oft ekki meiri en að fá sérherbergi er það erfitt fjárhag unga fólksins. Það hefur örlað á mótmælum sem eru eitur í beinum kommúnistaflokksins þar austur frá. Einhverjir mjög hugaðir mótmælendur í Sjanghaí fóru meira að segja fram á afsögn Xi Jinping. Hann er mjög meðvitaður um hvað fór úrskeiðis í mótmælunum 1989 sem í bókum kommúnistaflokksins er kallað uppreisn og því refsivert. Xi Jinping hefur einnig ákveðnar skoðanir á því hvað fór úrskeiðis í Sovétríkjunum þegar kommúnisminn hrundi þar. Hann kennir um skort á hugmyndafræðilegum aga og úrkynjun flokkshugsunarinnar. Hann telur að lykillinn að því að vernda hugmyndafræði og styrk kommúnistaflokksins sé í starfi meðal ungs fólks. Fyrir vikið hefur hann beint orku flokksins mjög að því og einhverskonar endurbótum sem eru þó fyrst og fremst ætlað að þjóna hagsmunum flokksins. cinakall

Hugmyndafræðilegur sigur á nýfrjálshyggjunni?

Þegar kemur að hugmyndafræði þá stendur Kínverski kommúnistaflokkurinn líklega næst íslenska sósíalistaflokknum. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, var til dæmis fullur aðdáunar í garð kommúnistaflokksins í færslu á Facebook fyrir skömmu: „Eftir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar, sem er líka stjórnarstefna íslenskra yfirvalda, hafa innviðir í Bandaríkjunum grotnað niður og engir nýir orðið til. Innviðauppbyggingin er hins vegar á fullri ferð í Kína undir stjórn kommúnistaflokksins,“ skrifar hann og bætir við: „Nú gæti einhver sagt mannréttindi séu minni í Kína, eins og mannréttindi og lestarsamgöngur geti ekki farið saman. Fyrst er að nefna að nægt og öruggt húsnæði, samgöngur og aðgengi að heilbrigðis- og menntakerfum eru mikilvæg lýðréttindi. Og þau eru í miklu betra standi í Kína en í Bandaríkjunum. Um fimmtungur íbúa Bandaríkjanna hafa lítið sem ekkert aðgengi að heilbrigðisþjónustu, milljón manns lifa þar á götunni og mun stærri hópur er heimilislaus, þ.e. hefur ekki aðstöðu til búa sér og sínum öruggt heimili, býr í hreysum, hrekst á milli íbúða eða býr við illar aðstæður.“ 

Samkvæmt nýjasta Lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna eru Bandaríkin í 20. sæti listans en Kína í 75 sæti, og langt á eftir nágranaþjóðum sínum á Taívan, Suður-Kóreu og Japan sem öll njóta mikils samstarfs við Bandaríkin. Þá hefur hefur heilbrigðiskerfið í Kína verið metið í 144. sæti í heiminum af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Landið eyðir aðeins 5,5% af landsframleiðslu sinni í heilbrigðismál og hefur tiltölulega fáan fjölda lækna (1,6 á hverja 1.000 íbúa). Þess utan eru mannréttindi lítil í Kína, um það þarf ekki að deila. Svona tala því aðeins sannir sósíalistar! En því miður lifa blekkingar sem þessar góðu lífi á tímum falsfrétta og lokaorð formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segja sína sögu: „Kannski ættum við að horfa frekar til Kína að fyrirmyndum um innviðauppbyggingu en að apa allt upp eftir últra hægrinu í Bandaríkjunum.“ Getur það verið að íslenskir stjórnmálamenn geri engan mun á lýðræðisríki og einræðisríki?

mynd
20. apríl 2024

Lamaðir innviðir vegna flóttamanna

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni kom fram að rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sér ekki fyrir sér að vera í sama starfi eftir fimm ár, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Kennarasambands Íslands. Ástæðan er meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara. Nefnt var sem dæmi að þess fyndust dæmi að 90% nemenda í meira
mynd
19. apríl 2024

Grettistak í menntun lækna

Það verður að telja augljóst að Íslendingar ættu að drífa sig í því að heiðra sérstaklega Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu á Íslandi. Segja má að Runólfur hafi lyft grettistaki við að mennta íslenska heilbrigðisstarfsmenn undanfarinn áratug og þannig bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu frá miklum hörmungum. Augljóslega stefndi í óefni með menntun lækna hér á landi áður en námsmenn fóru að leita meira
mynd
16. apríl 2024

Haglýsing á tímum stöðugleikastjórnar

Ný ríkisstjórn er mynduð um þá viðleitni að varðveita stöðugleika í landi sem er eins og önnur lítil hagkerfi ekki þekkt fyrir mikið efnahagslegt jafnvægi. Því gat það verið skynsamlegt að tryggja í það minnsta pólitískan stöðugleika þó því geti stundum fylgt stöðnun á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk í heimamund árið 2017 góða stöðu ríkissjóðs og munaði þar mestu um einstakan meira
mynd
15. apríl 2024

Trúarleg skautun Miðausturlanda

Um öll Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna meðal íbúa fara lækkandi sem er skýrt merki um að hin trúarlega skautun í þessum heimshluta sé að aukast verulega. Tölurnar vekja undrun. Það má fyrst nefna að kristnum mönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Tyrklandi síðan seint á 19. öld þegar þeir voru á milli 20% og 25% íbúanna. Í þá daga var þetta svæði hluti af Ottómanveldinu sem stundum var meira
mynd
13. apríl 2024

Óhreinu börn velferðakerfisins

Ef fjölskylda fíknisjúklings fær upphringingu frá lögreglunni eða heilbrigðisþjónustunni um að sjúklingurinn sé í höndum þeirra er fjölskyldan undantekningalaust beðin um að taka við viðkomandi. Skiptir litlu í hvaða ástandi hann er. Þegar svo er komið, treysta fæstir í fjölskyldunni sér til þess enda er að baki áralöng saga sem hefur yfirtekið líf viðkomandi fjölskyldu. Stundum getur fólk ekki meira
mynd
11. apríl 2024

Evrópska flóttamannavirkið

Á nánast hverjum einasta degi ársins koma bátar hlaðnir flóttamönnum upp að ströndum Evrópu. Upp úr bátunum stekkur fólk, stundum innan um sólbaðsdýrkendur og reynir að hlaupa í felur. Sumum tekst það, öðrum ekki. Ekki komast allir bátarnir að strönd og Atlantshafið og sérstaklega Miðjarðarhafið verða vot gröf margra flóttamanna sem flestir koma frá Afríku. Þetta er fátækt fólk sem hefur lagt í meira
mynd
9. apríl 2024

Glæpir gegn mannkyninu

Í bók sinni um Miðausturlönd áætlar Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor að um tvær og hálf milljón manna hafi látist í stríðum Miðausturlanda síðustu 50 ára eða svo. Því til viðbótar hafi um 8 milljónir manna lagt á flótta. Bók Magnúsar kom út 2018 og síðan hefur fólk haldið áfram að deyja á þessu svæði, nú síðast ríflega 30 þúsund manns á Gaza. Á sama tíma hefur fjöldi fólks dáið í Sýrlandi og meira
mynd
6. apríl 2024

Latir Íslendingar

Stundum geta stuttar fréttir sagt mikla sögu, jafnvel um breytingar á samfélaginu sem ekki blasa við og þarf þá ekki endilega að byggja á einhverskonar vísindalegri aðferðafræði. Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa frétt um að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna erfiða líkamlega vinnu. Þetta er haft eftir fulltrúa dekkjaverkstæðis og ályktun sína byggir hann á því að fyrir skömmu hafi fyrirtækið meira
mynd
4. apríl 2024

Bókadómur: Seðlabankinn gegn Samherja - Eftirlit eða eftirför?

Í hlaðvarpinu Þjóðmálum var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, spurður af hverju hann hefði tekið slaginn við Seðlabankann út af því máli sem bókin Seðlabankinn gegn Samherja – Eftirlit eða eftirför?, fjallar um. Þorsteinn Már svaraði því til að það hefði skipt miklu að hann gat það. Að fyrirtæki hans væri það stórt og stöndugt og að hann hefði getað barist við það sem fyrir meira
mynd
2. apríl 2024

Óþekka stúlkan Giorgia Meloni

Allajafnan hefði ég eytt dymbilvikunni á Ítalíu í lífslangri tilraun til að meðtaka anda þessa fagra lands og grípa hluta af menningunni sem er svo yfirþyrmandi að það verður ekki gert almennilega nema með rauðvíni og pasta. En það varð ekki að þessu sinni. Það breytir því ekki að Ítalía er alltaf í huga þeirra sem þangað hafa komið og nú eru ferðirnar komnar á vel á annan tug og sumum hefur verið meira
mynd
1. apríl 2024

Vaxandi ofsóknir gegn kristnum mönnum

Á páskunum minnast kristnir menn dauða og pínu Krists en fylgjendur hans mynda stærsta söfnuð heims. Páskarnir eru reyndar gömul hátíð gyðinga en kristnir menn hafa að hluta til slegið eign sinni á þá. Það er hins vegar ekki öllum ljóst að nú er talið að kristnir menn séu opinberlega ofsóttir í hvorki fleiri né færri en 139 löndum. Þúsundir kristinna manna falla í ofsóknum á hverju ári um víða meira
mynd
29. mars 2024

Hælisleitendur úr fjarlægu sólkerfi

Undanfarið hefur þáttaröðin Vandkvæði himintunglanna (sem er dálítið frjálsleg þýðing á ensku samsetningunni The Three-Body Problem) verið til sýnis á Netflix streymisveitunni og hefur notið mikilla vinsælda. Þættirnir byggja á sögu eftir kínverska verkfræðinginn og vísindaskáldsagnahöfundinn Liu Cixin og er fyrsta sagan í Remembrance of Earth's Past þríleiknum. Þættirnir lýsa atburðarás þar sem meira
mynd
26. mars 2024

Frakkar yfirgefa Afríku

Eftir margra alda viðveru í Afríku eru Frakkar að yfirgefa álfuna og þar með má hugsanlega setja punktinn aftan við nýlendustefnu þeirra í álfunni. Sú saga er ekki alltaf falleg en brottförin núna er að sumu leyti við válegar aðstæður þar sem ófriðlegt er nú í mörgum þeim löndum sem Frakkar tengjast. Hér hefur áður verið fjallað um ástandið á Sahel-svæðinu, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar meira
mynd
23. mars 2024

Mannfækkun af manna völdum

Þegar við skoðum sögu Íslands er okkur tamt að horfa til þess hve margir bjuggu í landinu frá einum tíma til annars og metum gjarnan landshagi út frá því hvernig mannfjöldaþróuninni reiddi af. Samfélagið var lengst af staðnað og fyrir kom að það nánast þurrkaðist út og það var ekki fyrr en kom fram á seinni hluta 19. aldar sem landsmönnum tók að fjölga að einhverju ráði, þróun sem hélt áfram meira
mynd
22. mars 2024

Hið opinbera hlutafélag Íslands

Sú umræða sem farið hefur af stað vegna fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni hefur að mestu snúist um ferlið sjálft og hina pólitísku hlið þess. Þó með undirliggjandi umræðu um hver stefna ríkisins eigi að vera í atvinnurekstri og hve mikil umsvif ríkisins í atvinnulífinu eigi yfir höfuð að vera. Það er óumdeilt að þátttaka íslenska ríkisins í bankastarfsemi er óvenju mikil sem meira
mynd
20. mars 2024

Ísland efst í ríkisútgjöldum

Heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu, að frádregnum útgjöldum vegna varnarmála og lífeyrismála, voru hvergi meiri meðal OECD-ríkja árið 2021 en á Íslandi. Námu þau 42,5% af VLF, en meðaltal ríkja OECD var 34%. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur alþingismanni og Morgunblaðið gerir grein fyrir í dag og kemur meira
mynd
19. mars 2024

Vitundarherferð og staðreyndir máls

Í dag hrinti stjórn Blaðamannafélags Íslands „vitundarherferð“ félagsins úr vör. Markmið hennar er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi blaðamennsku fyrir samfélagið eða eins og segir í kynningu vegna þessa: „Blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna meira
mynd
18. mars 2024

Austrænir sérfræðingar í leigubílaakstri

Síðasta sumar tók pistlaskrifari leigubíl frá Hlemmi og heim í Vogahverfið sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Utan þess, að leigubílstjórinn skyldi ekkert þegar ég tjáði honum heimilisfangið og rataði auðvitað ekki heldur. Að lokum varð ég að lóðsa hann heim til mín. Leigubílstjórinn talaði enga íslensku en hann reyndist vera frá Sýrlandi. Við tókum stutt spjall á ensku og hann sagðist meira
mynd
17. mars 2024

Vatnið, vindurinn og Fuerteventura

Eyjan Fuerteventura er aðeins minni að flatarmáli en Tenerife og liggur næst Lanzarote, svo nálægt að sjá má á milli eyja. Fuerteventura er með sendna strendur og hálendishrygg eftir endilangri eyjunni. Margir telja þarna vera bestu baðstrendur á öllum Kanaríeyjunum. Hvað sem hæft er í því er fallegt að ganga sendnar strendur þar með brimið ólgandi fyrir utan en sagt var frá eyjunni meira