Segir meirihluta til vinstri líklegastan á Akureyri

Jóhannes Bjarnason, oddviti Framsóknarflokksins, og Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, …
Jóhannes Bjarnason, oddviti Framsóknarflokksins, og Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, bíða eftir tölum í kvöld. mbl.is/Skapti

Hermann Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í viðtali við Sjónvarpið nú á öðrum tímanum í nótt, að líklegast væri að þeir flokkar sem áður voru í minnihluta, Samfylking, L-listi og Vinstrihreyfingin-grænt framboð, myndu hefja viðræður um nýjan meirihluta á Akureyri.

Fyrr í kvöld sagði Hermann, að til greina kæmi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tækju upp viðræður um nýjan meirihluta en meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks féll í kosningunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert