Samfylkingin á Akureyri kynnir kosningastefnuskrá

Frambjóðendur Samfylkingarinnar fóru hringferð um Akureyri í morgun þegar þeir …
Frambjóðendur Samfylkingarinnar fóru hringferð um Akureyri í morgun þegar þeir kynntu stefnuskrá flokksins. Myndin er tekin á leikskólanum Naustatjörn.

Samfylkingin á Akureyri kynnti kosningastefnuskrá sína í dag. Er þar m.a. lögð áhersla á að Háskólinn á Akyureyri sé forsenda þróun atvinnulífs á staðnum. Segist flokkurinn muni þrýsta á um, að ríkisvaldið geri vaxtarsamning við háskólann, sem hafi það meginmarkmið að stórefla starfsemina og fjölga nemendum og kennslusviðum skólans í markvissum skrefum á næstu 5-10 árum.

Þá segist Samfylkingin munu vinna að eflingu almenningssamgangna innan sveitarfélagsins. Hætt verði að innheimta strætisvagnafargjöld á Akureyri og unnið verði að því að stofna til rekstrar Eyjafjarðarstrætós. Þá leggur Samfylkingin áherslu á að ráðist verði strax í lengingu Akureyrarflugvallar, unnið að því að tryggja millilandaflug beint frá Akureyri til eflingar atvinnu- og mannlífs. Þá ætlar flokkurinn að beita sér fyrir að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert