L-listinn á Akureyri birtir framboðslistann sinn

Búið er að ákveða hverjir munu skipa efstu sæti L-listans, lista fólksins, á Akureyri fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þetta er í þriðja sinn sem listinn býður fram á Akureyri. Efsti maður listans er Oddur Helgi Halldórsson. Önnur er Anna Halla Emilsdóttir og Víðir Benediktsson skipar þriðja sætið.

Listi fólksins bauð fram í fyrsta sinn árið 1998 og náðu þá inn einum borgarfulltrúa. Árið 2002 var aftur boðið fram og þá náðust tveir menn inn í bæjarstjórn. Listinn er birtur í dag því 18. ár eru liðin frá því í dag að fyrsti fundurinn var haldinn.

Listinn er annars eftirfarandi:

  1. Oddur Helgi Halldórsson
  2. Anna Halla Emilsdóttir
  3. Víðir Benediktsson
  4. Nói Björnsson
  5. Halla Björk Reynisdóttir
  6. Tryggvi Gunnarsson
  7. Sigurveig Bergsteinsdóttir
  8. Þóroddur Hjaltalín
  9. Bylgja Jóhannesdóttir
  10. Þórey Ketilsdóttir
  11. Ragnar Snær Njálsson
  12. Guðrún Inga Hannesdóttir
  13. Helgi Snæbjarnarson
  14. Hulda Stefánsdóttir
  15. Inga Dís Sigurðardóttir
  16. Benedikt Valtýsson
  17. Jón Ágúst Aðalsteinsson
  18. Þorsteinn J Haraldsson
  19. Ása Maren Gunnarsdóttir
  20. Brynjar Már Magnússon
  21. Jóhann Steinar Jónsson
  22. Halldór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert