Reyndi sitt ýtrasta til að stöðva bifreiðina

Frá umferðaróhappinu þegar bíllinn endaði á húsvegg.
Frá umferðaróhappinu þegar bíllinn endaði á húsvegg. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Ökumaður undir tvítugt gekk ekki tryggilega frá bifreið sinni þegar hann lagði henni í stæði á Laugaveginum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hún fór í aðra bifreið, tré og endaði á húsvegg.

Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður nánar út í óhappið.

Rann aftur á bak

Ásgeir segir einhverjar skemmdir hafi orðið á bifreiðinni sem varð fyrir bifreið ökumannsins, en að engar sjáanlegar skemmdir séu á húsveggnum. 

Hann segir slysið hafa verið óhapp og bundið mistökum ökumannsins. Spurður segir hann ökumanninn ekki hafa verið undir áhrifum. 

Hann segir manninn hafa reynt sitt ýtrasta til að stöðva bifreiðina þegar hún rann aftur á bak. Meðal annars opnaði hann hurðina með þeim afleiðingum að hún rakst í tré og fauk upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert