Mikill reykur á Keflavíkurflugvelli

Reykurinn sést vel á höfuðborgarsvæðinu.
Reykurinn sést vel á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/KHJ

Borið hefur á miklum reyk við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Það er þó engin hætta á ferðum því um er að ræða æfingu slökkviliðsins á flugvellinum. 

Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir þetta í samtali við mbl.is. 

Reglubundin æfing

Hann segir að æfingin muni standi til klukkan 23 í kvöld og búist er við að töluverður reykur muni myndast. Hann segir æfingar sem þessar algengar en þær fara fram á sérstöku æfingasvæði. 

„Þær eru alltaf reglulega. Slökkviliðið er með svokallaðan eldfugl, sem er eftirlíking af flugvél, sem er reglubundið kveiktur eldur í. Síðan er brugðist við með reykköfun og slökkt í. Þetta er reglubundið gert á flugvallarsvæðinu sem æfing fyrir slökkviliðið á vellinum,“ segir Guðjón. 

Slökkviliðið er við æfingar á Keflavíkurflugvelli.
Slökkviliðið er við æfingar á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert