Þrjár bráðefnilegar framlengja í Víkinni

Bergdís Sveinsdóttir, Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir.
Bergdís Sveinsdóttir, Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir. Ljósmynd/Víkingur

Þrír lykilmenn bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu kvenna hafa skrifað undir nýja samninga við uppeldisfélagið. Gilda þeir allir til út tímabilið 2026.

Sigdís Eva Bárðardóttir, Bergdís Sveinsdóttir og Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir eru allar á 18. aldursári, fæddar árið 2006, og hafa fylgst að upp alla flokka hjá Víkingi.

Sigdís Eva og Bergdís hafa verið lykilmenn undanfarin tvö tímabil og Katla, eins og hún er ávallt kölluð, festi sig í sessi sem aðalmarkvörður á síðasta tímabili.

Þeim er áfram ætlað stórt hlutverk hjá Víkingi og voru allar í byrjunarliðinu hjá nýliðunum, sem hófu tímabilið í Bestu deildinni með besta móti um síðustu helgi er Sigdís Eva skoraði í 2:1-sigri á Stjörnunni í Garðabænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert