Tíu látnir í umferðinni á þessu ári

Lögreglan að störfum á vettvangi banaslyssins á miðvikudag.
Lögreglan að störfum á vettvangi banaslyssins á miðvikudag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Tveir létu lífið eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland eftir hádegi á miðvikudag. Bíll fór út af veginum og voru þeir tveir sem í honum voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Tíu hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári, en á sama tíma í fyrra hafði einn látið lífið eftir umferðarslys og alls létu átta lífið í umferðinni árið 2023. Fimm létu lífið á ellefu daga tímabili í janúar á þessu ári.

„Þetta var versti janúar frá upphafi bílaaldar á Íslandi,“ segir Helgi Þorkell Kristjánsson, rannsóknastjóri á umferðarsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert