Sigríður Á. Andersen Íslandsmeistari

Sigríður varð Íslandsmeistari fyrr í dag í sínum flokki.
Sigríður varð Íslandsmeistari fyrr í dag í sínum flokki. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Sigríðar

Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, landaði Íslandsmeistaratitli í sínum þyngdarflokki frá 50 til 60 ára á Íslandsmóti Kraftlyftingasambands Íslands í dag.

Sigríður greinir frá þessu í Facebook-færslu, en hún segir að metþátttaka hafi verið á mótinu. 

Hún segir tækni og hlýðni gagnvart fyrirmælum skipta miklu máli og að ekki einungis gangi að rífa einhvern veginn í lóðin. Þá segir hún menn komast lítið áfram með agaleysi eða gassagangi. 

Sigríður tók hnébeygju með 100 kg, bekkpressu með 55 kg og réttstöðulyftu með 110 kg, sem hún nefnir að hafi verið persónulegt met. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert