54 milljóna króna vinningur gekk út

Fyrsti vinningur nam rúmum 54 milljónum króna.
Fyrsti vinningur nam rúmum 54 milljónum króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti vinningur í Lottó, sem hljóðar upp á rúmar 54 milljónir króna, gekk út.

Var sá heppni með miða í áskrift. 

Þá voru frjórir sem hrepptu annan vinning sem nam 390 þúsund krónum. Tveir miðar voru keyptir á lotto.is og tveir voru í áskrift.

Sjö fengu einnig annan vinning í Jókernum. Þar af voru tveir miðar í áskrift, tveir miðar keyptir í Lottó-appinu, einn í Hagkaup í Skeifunni, einn á N1 í Kópavogi og einn á lotto.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert