Reiknistofa bankanna í samstarf með Defend Iceland

Reiknistofa bankanna er mikilvægt innviðafyrirtæki í fjármálaþjónustu hér á landi.
Reiknistofa bankanna er mikilvægt innviðafyrirtæki í fjármálaþjónustu hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiknistofa bankanna hefur nýlega samið við Defend Iceland um aðgang að villuveiðigátt fyrirtækisins. Markmiðið með þessu samstarfi er að auka netöryggi Reiknistofu bankanna gegn netárásum og tryggja öryggi innviða.

Villuveiðigátt Defend Iceland starfar eftir sömu aðferðum og skipulagðir netárásarhópar gera, en leitast eftir því markmiði að finna veikleika í upplýsingatæknikerfum notenda. Með þeim hætti er hægt að lagfæra upplýsingatæknikerfið áður en að netárás er gerð á kerfið.

Í sameiginlegri tilkynningu Defend Iceland og Reiknistofu bankanna segir Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu, að „öryggi er hornsteinn í starfsemi RB. Traust viðskiptavina og almennings er undirstaða alls sem við gerum, og því erum við stöðugt að leita leiða til að tryggja að innviðir íslenska fjármálakerfisins séu ekki aðeins traustir og áreiðanlegir, heldur einnig öruggir.“ Þá segir Ragnheiður einnig að samstarf Reiknistofu og Defend Iceland muni styrkja fyrirtækið í átt að auknu netöryggi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert