Rúmlega 20% hafa greitt atkvæði á Akureyri

Frá kjörstað í Oddeyrarskóla á Akureyri í morgun.
Frá kjörstað í Oddeyrarskóla á Akureyri í morgun. mbl.is/Skapti

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórninni á Akureyri eru um 2.500 manns búin að kjósa í bænum en nú skömmu fyrir 12 var kjörsókn kominn upp í 20,65%. Að sögn Helga Teits Helgasonar, formanns kjörstjórnar, fór morguninn rólega af stað en svo kom góður kippur á milli klukkan 10 og 11 í dag. Hann segir engin vandamál hafa komið upp og allt stefni í góðan kosningadag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert