Sektir verða felldar niður

Þeir ökumenn sem fengu sekt um helgina fyrir að aka …
Þeir ökumenn sem fengu sekt um helgina fyrir að aka bifreið á nagladekkjum mega eiga von á því að sektin verði felld niður. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fella niður þær sektir sem ökumenn fengu um helgina vegna þess þeir óku um á bifreið á nagladekkjum. Þetta segir lögreglan í athugasemd við færslu sína á samfélagsmiðlum. 

Í færslunni segir að eitt verði að ganga yfir alla. 

„Því miður voru skilaboð hér innanhúss ekki nægjanlega skýr og því varð úr sá leiði misskilningur og nokkrir ökumenn fengu sektir. Það verður lagfært okkar megin. Vegna þess að vetrarfærð ríkir enn á hluta landsins er ekki hægt að byrja að sekta, en þó gerum við það um leið og það breytist,“ segir í athugasemd lögreglunnar.

Er þetta ítrekað í færslu lögreglunnar þa sem segir: „Alltaf eru einhverjir sem hyggja á langferðir, t.d. norður í land eða Vestfirði – en þar ríkir enn vetrarfærð og þar sem landið er jú ein heild, er ekki hægt að fara að sekta fyrr en sumarfærð er komin hjá okkur öllum. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert