Vonar að slitin liðki fyrir aðgangi að gögnum

Gögn um starfsemi dótturfélaga Seðlabankans hafa verið torfengin.
Gögn um starfsemi dótturfélaga Seðlabankans hafa verið torfengin. Ómar Óskarsson

„Ég vonast til þess að slitin á F-fasteignafélagi muni liðka fyrir því að aðgangur verði veittur að gögnum umræddra félaga,“ segir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur, í samtali við Viðskipta- Moggann, inntur eftir viðbrögðum við slitum á F-fasteignafélagi, dótturfélagi Seðlabanka Íslands.

Skiptum á félaginu er nú lokið en auglýsing þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu nýlega. Þar kemur fram að eignum félagsins hafi verið ráðstafað til Seðlabankans. Samkvæmt síðasta ársreikningi voru bókfærðar eignir félagsins í árslok 2022 tæpar 913 milljónir króna. Slit á F-fasteignafélagi marka endalok dótturfélaga Seðlabankans sem voru stofnuð í þeim tilgangi að halda utan um kröfur, veð og fullnustueignir sem komust í hendur bankans á árunum eftir fall viðskiptabankanna haustið 2008. Áður hafði Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ) og Hildu ehf. verið slitið.

Morgunblaðið greindi frá því skömmu fyrir síðustu jól að Seðlabankinn hefði hafnað beiðni Björns Jóns um aðgang að gögnum tengdum ESÍ og Hildu. Sú ákvörðun bankans var kærð til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Í ljós kom að bankinn hafði ekki umrædd gögn undir höndum, heldur F-fasteignafélag, sem var þá í slitameðferð.

Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar F-fasteignafélags, ESÍ og Hildu, hafnaði beiðni um að afhenda upplýsingar um félögin. Björn Jón kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar, sem beindi því til Steinars Þórs að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar. Steinar Þór hafnaði einnig þeirri beiðni. Sú ákvörðun hefur einnig verið kærð.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK