Sjálfstæðismenn á Akureyri samþykkja framboðslista

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á fundi í gærkvöldi tillögu kjörnefndar um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningarnar þ. 27. maí nk. Farið er eftir úrslitum í prófkjöri flokksins, sem fór fram nýlega. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, er í efsta sæti.

Listann skipa eftirtalin:

  1. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
  2. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi
  3. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri
  4. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari
  5. Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúi
  6. María Egilsdóttir, hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir
  7. Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri
  8. María H. Marínósdóttir, háskólanemi
  9. Baldur Dýrfjörð, starfsmannastjóri
  10. Jóhanna H. Ragnarsdóttir, hárgreiðslumeistari
  11. Bjarni Jónasson, efnafræðingur
  12. Guðmundur Jóhannsson, þjónustustjóri
  13. Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi
  14. Sigbjörn Gunnarsson, fyrrverandi sveitarstjóri
  15. Hanna Dögg Maronsdóttir, sölustjóri og markaðsfulltrúi
  16. Unnsteinn E. Jónsson, verksmiðjustjóri
  17. Vigdís Ósk Sveinsdóttir, háskólanemi
  18. Kristinn Fr. Árnason, bústjóri
  19. Bergur Þorri Benjamínsson, háskólanemi
  20. Ragnheiður Jakobsdóttir, rekstrarfræðingur
  21. Margrét Kristinsdóttir, húsmæðrakennari
  22. Óli D. Friðbjörnsson fyrrverandi verslunarmaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert