Skrifað undir viljayfirlýsingu um viðræður á Akureyri

Baldvin H. Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna og Oddur Helgi Halldórsson, …
Baldvin H. Sigurðsson, oddviti Vinstri grænna og Oddur Helgi Halldórsson, oddviti L-listans heilsast í kvöld. mbl.is/Skapti

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Lista fólksins og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Flokkarnir þrír voru í minnihluta á síðasta kjörtímabili.

Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði við mbl.is, að efnislega hefði ekkert enn verið rætt. „En við höfum auðvitað skoðað stefnuskrár flokkanna og vitum hvernig þær líta út," sagði Hermann.

Hann sagði að gert væri ráð fyrir að fulltrúar flokkanna myndu hittast síðdegis á morgun og hefja viðræðurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert