Meirihlutinn féll á Akureyri

mbl.is/KG

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri féll í bæjarstjórnarkosningunum í dag. Hugsanlegt er talið að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hefji viðræður um myndun nýs meirihluta þegar í nótt.

Alls greiddu 12.066 atkvæði á Akureyri eða 77,8% þeirra sem voru á kjörskrá. B-listi Framsóknarflokks fékk 1427 atkvæði, 15,1% og 1 bæjarfulltrúa. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 2950 atkvæði, 31,2% og 4 fulltrúa. L-listi fólksins fékk 906 atkvæði, 9,6% og 1 fulltrúa, U-listi Framfylkingarflokksins fékk 299 atkvæði, 3,2%. S-listi Samfylkingarinnar fékk 2190 atkvæði, 23,1% og 3 fulltrúa og V-listi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs fékk 1506 atkvæði, 15,9% og 2 fulltrúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert