Ætti ekki að koma á óvart

Eiríkur Ingi Jóhannsson mætti og skilaði inn framboði sínu til …
Eiríkur Ingi Jóhannsson mætti og skilaði inn framboði sínu til yfirkjörstjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eiríkur Ingi Jóhannsson náði lágmarki undirskrifta sem þurfti fyrir framboðið. Hann segist hafa klárað að fá tilskilinn fjölda á Austurlandi í gær.

„Ég kláraði Austfjarðarfjórðunginn í gær,“ segir Eiríkur.

Kannski kemur sumum á óvart að þú sért að mæta hérna í dag. Hefur þú sjálfur tekið eftir því að nafnið þitt hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum?

„Það er bara misjafnt hvernig fjölmiðlar fylgjast með mönnum. Ég hef sent fréttir og greinar sem ekki hafa fengið að birtast. Þetta ætti því ekki að koma neinum á óvart,“ segir Eiríkur.

Hvernig forseti verður þú ef þú hlýtur kjör?

„Sanngjarn forseti með gott innsæi sem er tilbúinn að taka ráðum frá öðrum og vinna eftir stjórnarskránni eins og honum er sagt að gera.

Ertu með einhverjar sérstakar áherslur?

„Nr. 1,2 og 3 að aðskilja framkvæmdavaldið og löggjafavaldið,“ segir Eiríkur.

Ertu bjartsýnn?

„Ég er alltaf bjartsýnn,“ segir Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert