VG á Akureyri kynnir stefnuskrá sína

Nokkrir fram bjóðenda VG á Akureyri kynntu stefnuskrána í dag. …
Nokkrir fram bjóðenda VG á Akureyri kynntu stefnuskrána í dag. Frá vinstri: Jóhannes Árnason, Jón Erlendsson, Ragna Gestsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Embla Rún Hakadóttir. Baldvin H. Sigurðsson, Dýrleif Skjóldal og Margrét I. Ríkarðsdóttir. mbl.is/Skapti

Vinstrihreyfingin-grænt framboð kynnti í dag kosningastefnuskrá sína fyrir sveitarstjórnakosningarnar í maílok. Verður stefnuskráin borin í hvert hús á Akureyri. Meðal stefnumála flokksins er að Akureyrarflugvöllur verði lengdur þannig að beint farþega- og fraktflug til útlanda geti verið með reglubundnum hætti.

Þá vill flokkurinn nýta og útfæra möguleika sem opnast með beinu flugi til útlanda, Héðinsfjarðar- og Vaðlaheiðargöngum til kynningar og sölu á þjónustu og hráefni.

Þá vill flokkurinn m.a. byggja upp rannsóknarstofnun á sviði endurvinnsluiðnaðar við Háskólann á Akureyri þannig að Akureyri verði leiðandi á sviði endurvinnslu, og hraða framkvæmd á sjálfbæru samfélagi í Hrísey.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert