Innlent | mbl | 28.5 | 1:33

Árni Sigfússon: Mjög ánægður með niðurstöðuna

Árni Sigfússon.

„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu," segir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. „Ég er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem íbúar Reykjanesbæjar sýna okkur." Sjálfstæðismenn fengu 57,9% atkvæða, en í síðustu kosningum fengu þeir 52,3% atkvæða. Meira

Innlent | mbl | 27.5 | 16:41

Kosningarnar hafa gengið áfallalaust fyrir sig á landsbyggðinni

Myndin er tekin á kjörstað í Árborg fyrr í dag.

Um klukkan 16 var kjörsókn í nokkrum af fjölmennustu sveitarfélögunum á landsbyggðinni á milli 30-44%. Samkvæmt tölum frá kjörstjórninni á Ísafirði voru 1.086 búnir að kjósa klukkan 16. Í Reykjanesbæ voru 2.835 búnir á sama tíma. Þá voru 2.203 búnir að kjósa í Árborg. Klukkan 15 voru rétt rúmlega 4.000 búnir að kjósa á Akureyri og í Fjarðabyggð voru 862 búnir að greiða atkvæði. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 24.5 | 5:30

Deilt um hugsanleg endurkaup fasteigna Reykjanesbæjar

Efstu menn á tveimur framboðslistum af fimm í Reykjanesbæ lýsa því eindregið yfir að þeir muni beita sér fyrir því að bærinn endurkaupi fasteignir sínar af Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. á komandi kjörtímabili. Tveir telja sölu eignanna á sínum tíma mistök án þess að lýsa yfir áformum um endurkaup. Efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, sem er með meirihluta í bæjarstjórn, telur núverandi fyrirkomulag hagkvæmt. Meira

Innlent | mbl | 23.5 | 18:12

Sjálfstæðisflokkur með 57,5% fylgi í Reykjanesbæ samkvæmt könnun

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ mælist 57,5% í könnun, sem Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið. Samkvæmt því fær flokkurinn 7 af 11 bæjarfulltrúum. A-listinn, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar og Framsóknarflokks, fær 32,1% og 4 bæjarfulltrúa, samkvæmt könnuninni. Meira

Innlent | mbl | 14.5 | 8:30

Sjálfstæðisflokkur mælist með 71% fylgi í Reykjanesbæ

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ mælist rúm 71% í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Gangi það eftir fengi flokkurinn 8-9 bæjarfulltrúa af 11 í sveitarstjórnakosningunum eftir hálfan mánuð. Fylgi A-lista, sameiginlegs framboðs Samfylkingar og Framsóknarflokks, mælist 23,7% og fengi flokkurinn 2-3 fulltrúa. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 11.5 | 5:30

A-listinn í Reykjanesbæ hyggst endurkaupa fasteignir bæjarins

A-listinn í Reykjanesbæ mun kaupa til baka fasteignir bæjarins af Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. komist hann til valda í komandi bæjarstjórnarkosningum og telur að með því sparist um 180 milljóna kr. útgjöld á ári. Þeirri fjárhæð hyggst listinn verja til að bæta þjónustu við íbúana og lækka útgjöld þeirra. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 10.5 | 5:30

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins kynna áherslur fyrir komandi kosningar

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vilja veita foreldrum 30 þúsund króna umönnunarstyrk á mánuði, frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið byrjar á leikskóla. Frambjóðendurnir kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í gær undir yfirskriftinni „Tími til að lifa og njóta". Meira

Innlent | Morgunblaðið | 10.5 | 5:30

Beita sér fyrir endurkaupum fasteigna

A-listinn í Reykjanesbæ hefur á stefnuskrá sinni sem kynnt verður í dag að kaupa til baka allar fasteignir bæjarins sem Fasteign hf. hefur keypt af Reykjanesbæ eða byggt fyrir bæinn. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 13.4 | 5:30

Reynir bæjarstjóraefni A-listans

A-listinn í Reykjanesbæ hefur tilkynnt að bæjarstjóraefni framboðsins er Reynir Valbergsson, fyrrv. fjármálastjóri Reykjanesbæjar, sem skipar sjötta sæti listans. Til þess að fá meirihluta í bæjarstjórn þarf A-listinn, sem er sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna Samfylkingar og Framsóknar auk óháðra, að fá sex menn kjörna. Reynir verður faglegur framkvæmdastjóri bæjarins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá A-listanum. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 11.3 | 5:30

Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmt verði fyrir 22 milljarða í Reykjanesbæ og nágrenni á árinu

Áætlað er að framkvæmt verði fyrir um 22 milljarða króna í Reykjanesbæ og næsta nágrenni á þessu ári. Meira

Innlent | mbl | 28.2 | 21:05

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ samþykktur

Fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ samþykkti í kvöld framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árni Sigfússon leiðir framboðslistann áfram og mun ekki gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Um þriðjungi fleiri konur eru á listanum nú en fyrir seinustu sveitarstjórnarkosningar. Meira

Innlent | mbl | 28.2 | 16:07

Sameiginlegt framboð í Reykjanesbæ undir nafninu A-listinn

Sameiginlegt framboð Samfylkingar, Framsóknarflokks og óflokksbundinna fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ hefur ákveðið að bjóða fram undir nafninu A-listinn. Meira

Innlent | mbl | 16.1 | 18:28

Listi sjálfstæðismanna í Garðabæ ekki sölulegur?

Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ sagði í fréttum Útvarpsins að framboðslisti flokksins fyrir næstu sveitastjórnarkosningar sé ekki sölulegur, með eintómum karlmönnum í fjórum efstu sætum listans. Hægt sé að breyta listanum á fulltrúaráðsfundi og stjórn fulltrúaráðsins ætlar að hittast í kvöld.