Mjög ánægður með niðurstöðuna

Árni Sigfússon.
Árni Sigfússon.

„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu," segir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. „Ég er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem íbúar Reykjanesbæjar sýna okkur." Sjálfstæðismenn fengu 57,9% atkvæða, en í síðustu kosningum fengu þeir 52,3% atkvæða.

Árni segir að þessi mikli stuðningur hafi í raun komið á óvart. Hann hefði átt von á því að sjálfstæðismenn héldu sínum hlut. „En það er mjög ánægjulegt að finna aukinn stuðning." Hann telur að íbúar bæjarins hafi verið sáttir við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn hafi unnið vel síðustu fjögur árin. „Við vorum ekki að fara í þessar kosningar tíu mínútur fyrir þær."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert