Sameiginlegt framboð í Reykjanesbæ undir nafninu A-listinn

Sameiginlegt framboð Samfylkingar, Framsóknarflokks og óflokksbundinna fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ hefur ákveðið að bjóða fram undir nafninu A-listinn.

Í tilkynningu segir, að framboðinu sé sérstaklega stillt upp til að fella núverandi meirihluta Reykjanesbæjar og auka aðgengi kjósenda að stefnumótun bæjarfélagsins óháð flokkum.

Í tilkynningunni segir, að fjárhagsstaða Reykjanesbæjar sé orðin háalvarleg og núverandi meirihluti hafi steypt Reykjanesbæ í skuldafen. Bærinn skuldi mest af öllum bæjarfélögum landsins á hvern íbúa. Ef ekkert verði að gert muni þessi alvarlega fjárhagsstaða koma hart niður á þjónustu við íbúana. Hlutverk A-listans sé að stöðva þessa skuldasöfnun og lækka greiðslubyrði sveitarfélagsins til þess að hægt sé að bæta þjónustu við bæjarbúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert