Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Innlent

Mörg örnefni á hafi á eftir að hnitsetja
Langflest örnefni sem er að finna fyrir utan strandlínuna eru heiti á fiskimiðum. Örnefnagrunnur Náttúrufræðistofnunar heldur utan um þau örnefni sem búið er að staðsetja með hnitum og birtir þau í kortasjá sinni.
meira

Beint: Borgar sig að vanmeta menntun?
BHM boðar til málþings vegna útgáfu nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Skýrslan sýnir að arðsemi háskólamenntunar á Íslandi hefur aldrei verið minni og er nú með því lægsta sem gerist í OECD-ríkjunum.
meira

Beint: Alþingi sett
Alþingi verður sett í dag. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.
meira

Myndir: María og Heiða Björg kynntu nýjan fæðuhring
María Heimisdóttir landlæknir og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri heimsóttu Dalskóla í Úlfarsárdal í gær þar sem nýr fæðuhringur var kynntur fyrir nemendum í áttunda bekk.
meira

Sjávarútvegssýning undirbúin í Höllinni
Sjávarútvegssýningin Sjávarútvegur/Iceland Fishing Expo 2025 verður haldin 10.-12. september í Laugardalshöll. Byrjað var að setja sýninguna upp í gær.
meira

Laus hross og ekið á lömb þriðja hvern dag
Meira var um tilkynningar vegna lausra hrossa í ágústmánuði en áður að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
meira

Frí námsgögn, strandveiðar og afturköllun verndar
Ný samgönguáætlun, símabann í grunnskólum, afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem gerast sekir um alvarleg brot, gjaldfrjáls námsgögn, bygging brottfararstöðvar, afnám launagreiðslna til handhafa forsetavalds og 48 daga strandveiðitímabil.
meira

Hertar reglur eftir alvarlegt atvik í fyrra
Isavia hefur gert breytingar á starfsreglum hjá fyrirtækinu sem koma í veg fyrir að flugumferðarstjórar geti horft á knattspyrnuleiki eða annað efni meðan þeir eru á vakt í flugturni. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Pawel Bartoszek en svarið hefur verið birt á vef Alþingis.
meira

RÚV gerir athugasemdir við þátttöku Ísraels
RÚV hefur staðfest þátttöku Íslands í Eurovision sem haldið verður í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það er þó gert með fyrirvara um viðbrögð EBU varðandi þátttöku ísraelska ríkissjónvarpsins KAN í keppninni.
meira

Útgjöld aukast verulega í fjárfrekum málaflokkum
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs á næsta ári nemi um 15 milljörðum króna.
meira

Einstakt myndskeið af straumönd
„Ég vaknaði við að einhver var að berja húsið hjá mér að utan,“ segir Þröstur Lýðsson, íbúi í Laugardalnum, milli Apavatns og Laugarvatns,“ í samtali við mbl.is en við heimili hans varð sá fátíði viðburður í fyrrasumar og aftur í sumar að straumönd verpti í hreiður sem hún og steggur hennar gerðu sér utan á húsi Þrastar.
meira

Hyggst leggja fram breytingar á fjárlagafrumvarpi
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram breytingatillögur við nýtt fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem birt var í gær.
meira

„Stjórnsýsla Íslands er lítil“
Margt áhugavert má finna í gögnum Evrópusambandsins í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið frá 2009. Þar kemur m.a. fram, sem ekki þarf að koma á óvart, að innganga í Evrópusambandið hefði kallað á mjög umfangsmikla „stofnanauppbyggingu“.
meira

Gul viðvörun á Austfjörðum
Gul viðvörun er á Austfjörðum til klukkan 11 en talsverðri eða mikilli rigningu er spáð, einkum á sunnanverðum Austfjörðum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum.
meira

Reyksprengju kastað inn á pall
Reyksprengju var kastað inn á pall við húsnæði í Hafnarfirði í gærkvöld eða í nótt en lögreglunni barst tilkynning um hótanir og er einn grunaður í málinu.
meira

Farbann sett á ísraelska ráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi utanríkismálanefnd Alþingis frá aðgerðum sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í til að skapa aukinn þrýsting á Ísraelsstjórn um að vinna að vopnahléi, virða alþjóðalög og koma mannúðaraðstoð inn á Gasasvæðið.
meira

Vinnubrögðin með ólíkindum
„Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum. Umrædd villa komst gegnum samþykktarferli í bæði forsætisnefnd og borgarstjórn án þess að nokkur úr meirihlutanum ræki augun í það. Það var ekki fyrr en við í minnihlutanum gerum athugasemdir að brugðist er við,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið.
meira

Stjórnin boðar 157 mál í þingmálaskrá
Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynna þingmálaskrá sína á blaðamannafundi kl. 10 í dag, en í henni eru 157 þingmál miðað við handrit sem Morgunblaðið hefur fengið að sjá.
meira

Parísarhjólið tekið í sundur
Unnið er að því að taka niður parísarhjólið sem sett var upp í júlímánuði, eins og sjá má á ljósmynd neðar í fréttinni.
meira

Margfalt fleiri dagar í varðhaldi og afplánun
Mjög hefur fjölgað vistunardögum barna á neyðarvistun Stuðla síðustu þrjú árin. Vegur þar þyngst vistun á grundvelli gæsluvarðhaldsúrskurðar og afplánun refsingar, en einnig hefur dögum þar sem vistað er á grundvelli barnaverndarlaga fjölgað verulega.
meira

fleiri