þri. 9. sept. 2025 13:30
Þing kemur saman á ný í dag eftir sumarleyfi.
Beint: Alþingi sett

Alþingi verður sett í dag. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.

Hægt verður að fylgjast með athöfninni hér fyrir neðan. 

 

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem lýsir blessun. Matthías Harðarson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgel.

Að guðsþjónustu lokinni er gengið aftur til þinghússins og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, setur Alþingi, 157. löggjafarþing. Kammerkórinn Huldur, undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar, syngur við þingsetninguna.

Hlé verður gert á þingsetningarfundi til kl. 15:30 og þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 útbýtt.

 

til baka