þri. 9. sept. 2025 11:41
Landlæknir og borgarstjóri í Dalskóla í gær.
Myndir: María og Heiða Björg kynntu nýjan fæðuhring

María Heimisdóttir landlæknir og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri heimsóttu Dalskóla í Úlfarsárdal í gær þar sem nýr fæðuhringur var kynntur fyrir nemendum í áttunda bekk.

Heimsóknin var liður í kynningu embættis landlæknis á fæðuhringnum en í mars síðastliðnum kynnti embættið endurskoðaða útgáfu opinberra ráðlegginga um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri.

afaf

 

Vel var tekið á móti Maríu og Heiðu Björgu í Dalskóla og virtust krakkarnir hæstánægðir nýja fæðuhringinn, þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt og hollt mataræði.

 

Þar er meðal annars lögð aukin áhersla á grænmeti, ávexti og heilkornavörur.

til baka