Unnið er að því að taka niður parísarhjólið sem sett var upp í júlímánuði, eins og sjá má á ljósmynd neðar í fréttinni.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/04/parisarhjolid_ris_a_ny/
Parísarhjólið var upphaflega hugsað sem tilraunaverkefni sumarsins 2024 en mikill áhugi var á verkefninu í fyrra samkvæmt Reykjavíkurborg og því samþykkt að hafa það aftur uppi í sumar.
Taylor's Tivoli Iceland ehf. sá um reksturinn í sumar líkt og árið á undan. Fyrirtækið greiddi 650 þúsund krónur á mánuði fyrir afnot af lóðinni í sumar.
Parísarhjólið hefur lengi verið afar umdeilt og taka borgarbúar misvel í það.