Ný samgönguáætlun, símabann í grunnskólum, afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem gerast sekir um alvarleg brot, gjaldfrjáls námsgögn, bygging brottfararstöðvar, afnám launagreiðslna til handhafa forsetavalds og 48 daga strandveiðitímabil.
Þetta eru nokkur þeirra mála sem verða á dagskrá þingsins á komandi vetri og voru kynnt á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarinnar í morgun.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina ætla að leggja áherslu á tiltekt, verðmætasköpun, öryggi og innviði. Hún sagði ljóst að ekki yrðu allir sáttir við þær breytingar sem væru fram undan.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/09/stjornin_bodar_157_mal_i_thingmalaskra/
Sameining og skilvirkni
Sem dæmi um þá tiltekt sem ríkisstjórnin ætlar í sagði Kristrún það vera á dagskrá að koma á fót einu nefndarhúsi fyrir nefndir ríkisins.
Einnig ætlar ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp um skýr viðmið um laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna. Draga á úr skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu og gera þjónustu skilvirkari.
Þá á að ráðast í sameiningu stofnana, sameiningu samkeppnissjóða og sameiningu sýslumannsembætta.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/05/bodar_sameiningu_fjolmargra_stofnana/
Ný forgangsröðun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mælir í vetur fyrir nýrri öryggis- og varnarstefnu. Hún boðar einnig milljarða í vegabætur á næsta ári.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á AirBnb-kerfinu, nýja forgangsröðun jarðganga og fæðingarorlofshækkanir.
Fjallað verður nánar um þingmálaskrána í dag.