Segir ekki hægt að sanna ásetninginn

Verjandinn segir að ekki sé hægt að sanna ásetning Vals.
Verjandinn segir að ekki sé hægt að sanna ásetning Vals. mbl.is/Eggert

Verjandi Vals Lýðssonar, sem er ákærður fyrir að hafa drepið bróður sinn á bænum Gýgjar­hóli 2 í Blá­skóga­byggð aðfaranótt laug­ar­dags­ins 31. mars, segir að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna að hann hafi orðið honum að bana af ásettu ráði.

Þetta kemur fram í greinagerð verjanda Vals sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Þess er krafist að Valur verði sýknaður af manndrápsákæru eða sakfelldur fyrir líkamsárás.

Valur hringdi sjálfur á lögreglu og tilkynnti um að bróðir hans væri liggjandi í blóði sínu á gólfinu. Í greinagerðinni segir að ekki hafi verið hægt að sanna ásetning Vals en hann hafi mögulega ruglast á bróður sínum og innbrotsþjófi í ölæði.

Lögfræðingur Vals segir að ákæruvaldið byggi ákæruna að miklu leyti á símtali Vals í Neyðarlínuna, þar sem hann virðist játa. Ekki sé hægt að gera það enda hafi Vali verið brugðið og hann verið í annarlegu ástandi.

Sam­kvæmt ákæru héraðssak­sókn­ara sló Val­ur bróður sinn ít­rekuðum hnefa­högg­um í höfuð og lík­ama, auk þess að sparka og/​eða trampa ít­rekað á höfði hans og lík­ama. Af þessu hlaut Ragn­ar marg­vís­lega dreifða áverka á lík­ama og höfði.

Ragn­ar hlaut al­var­leg­an höggá­verka of­ar­lega vinstra meg­in á enni, sem olli sári á hör­undi, blæðingu inn­an í höfuðkúpu og snöggri breyt­ingu á meðvit­und­arstigi. Af höggá­verk­an­um hlut­ust einnig ógleði, svimi og upp­köst.

Þetta leiddi til þess að Ragn­ar lést af ban­vænni inn­önd­un magainni­halds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert