Mona Lisa mögulega í eigið herbergi

Um 20 þúsund manns sjá Monu Lisu á hverjum degi.
Um 20 þúsund manns sjá Monu Lisu á hverjum degi. AFP/Loic Venance

Forsvarskona Louvre listasafnsins í París greindi frá því í dag að málverkið af Monu Lisu, eftir Leonardo da Vinci, gæti fengið sitt eigið herbergi á listasafninu.

Laurence des Cars, forstöðukona Louvre, sagði í viðtali við France Inter að ef málverkið verður fært muni það bæta upplifun gesta.

„Það er alltaf svekkjandi þegar maður veitir gestum ekki bestu mögulegu upplifunina, og það er raunin með Monu Lisu,“ sagði des Cars. 

„Betri lausn virðist nauðsynleg fyrir mér,“ sagði hún og bætti við að safnið væri í sambandi við menningarmálaráðuneytið til þess að finna betri lausn. 

Málverkið er nú staðsett í Salle des Etats-salnum.
Málverkið er nú staðsett í Salle des Etats-salnum. AFP

Um níu milljónir manna heimsóttu Louvre árið 2023 og sagði des Cars að 80% þeirra, eða um 20 þúsund manns á hverjum degi, beri Monu Lisu augum. 

Málverkið er nú staðsett í Salle des Etats-salnum, ásamt fjölda annarra verka frá 16. öld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert