Vannýtt alþjóðleg tækifæri í heilbrigðiskerfinu

Einar Stefánsson hefur ýtt úr vör mörgum sprotafyrirtækjum.
Einar Stefánsson hefur ýtt úr vör mörgum sprotafyrirtækjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Stefánsson, fyrrverandi prófessor í augnlækningum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa frammi fyrir miklum ákorunum vegna öldrunar þjóðarinnar, en heilbrigðiskerfið sé áhugalaust um að nýta tæknilausnir til að mæta vandanum. Hann segir kerfið standa frammi fyrir tveimur valkostum.

„Annaðhvort hættir heilbrigðiskerfið eins og við þekkjum það að vera til og við förum út í einhvers konar tvöfalt kerfi. Það er prívatkerfi fyrir þá sem geta borgað og svo eitthvert fratkerfi fyrir aðra sem geta það ekki, með verri þjónustu í heildina. Það blasir við að þetta gerist af sjálfu sér ef ekkert verður að gert. Eina mögulega leiðin hjá þessu er að nýta tæknilausnir og það á ekki aðeins við um Ísland, enda er þetta alþjóðlegt vandamál.“

Stórt tækifæri

Tækifærið sé stórt, ekki aðeins fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi, heldur skapast um leið tækifæri til útflutnings á íslensku hugviti. Lausnirnar séu til staðar og íslenska heilbrigðiskerfið kjörinn vettvangur til að þróa þær áfram og úr geti orðið verðmæt fyrirtæki með lausnir sem hægt sé að skala upp á stærri mörkuðum ytra.

„Líttu bara á þau íslensku nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð árangri, eins og Kerecis, Marel, Oculis og fleiri. Þetta eru fyrirtæki sem eru margra tuga milljarða virði og eru einhver verðmætustu fyrirtæki á Íslandi,“ segir Einar í ViðskiptaMogganum í dag þar sem fjallað er um samskiptin við íslenska heilbrigðiskerfið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK