Rýkur enn upp úr gígnum

Eldgosið í Sundhnúkagígum.
Eldgosið í Sundhnúkagígum. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Eldgosið í Sundhnúkagígum heldur áfram að malla. Þó svo að það hafi dregist saman að undanförnu rýkur enn upp úr gígnum.

Hraun rennur áfram stutta vegalengd frá gígnum. 

Að sögn Jóhönnu Malen Skúladóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er spenna enn að losna á svæðinu með tilheyrandi skjálftavirkni.

Annars segir hún ekkert nýtt vera að frétta af eldgosinu.

„Kvikusöfnun og landris heldur áfram í Svartsengi. Hefur hraðinn haldist nánast óbreyttur síðustu vikur. Þessar mælingar benda til þess að þrýstingur haldi því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Áfram eru því líkur á nýju kvikuhlaupi úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina,” sagði í færslu Veðurstofu Íslands í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert